Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 20

Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 20
SKÝRSLA BIBLÍUBRÉFASKÓLANS SKÝRSLA HEILSU, OG BINDINDISDEILDAR Síðastliðin þrjú ár hefur Biblíubréfaskólinn ekki leikið stórt hlutverk í útbreiðslustarfi okkar. l>ó hafa ávallt verið nemendur í honum og ýmsir komist í kynni við Guð í gegnum hann. Heilsubréfaskólinn hefur enn ekki komið út á íslensku. Kemur þar helst til, að við höfum verið að bíða eftir útkomu hans í Danmörku. Áður en við leggjum tíma og kostnað í útgáfu hans tel ég að við ættum að athuga árangur hans í Danmörku. Fyrri heilsubréfaskólar virðast ekki hafa náð tilætluðum árangri í nágrannalöndum okkar, jú, fólk innritaðist í þá, en mjög fáir einstaklingar hafa síðan innritast í biblíunámsflokkana eða í námskeið safnaðarins. Á hinn bóginn hafa t.d. námsflokkar um fornleifafræði skilað mörgum nemendum í biblíunám. Biblíubréfaskólinn er öflugt útbreiðslutæki. í framtíðinni er ég viss um að hann á eftir að vera þýðingarmikill hlekkur í því að ná til lands- manna með okkar boðskap. Til þess að hann nýtist sem best þarf þrennt til: 1. Tími er kominn til þess að endurnýja námsflokkinn Biblían talar. Okkur vantar námsflokk sem fjallar um höfuðkenningar Biblíunnar sem lítur vel út og höfðar vel til landsmanna í dag. 2. Töluvert fjármagn þarf í auglýsingar ef fólk almennt á að vita af Biblíubréfaskólanum og vilja nýta sér þjónustu hans. Það er beint samband milli fjölda auglýsinga og umsókna í Biblíubréfaskólann. 3. Safnaðarmeðlimirnir þurfa almennt að starfa með Biblíubréfaskólanum. Þá aðallega við að dreifa auglýsingarmiðum reglulega í ákveðin hverfi og síðan jafnvel að bjóða persónulega upp á þennan skóla í því sama hverfi. En árangur næst best með skipulögðu og vel mörkuðu starfi. Aftur legg ég áherslu á að Biblíubréfaskólinn getur verið áhrifamikið útbreiðslutæki. En það er undir safnaðarmeðlimum komið hvernig hann nýtist. Þröstur B. Steinþórsson * Þegar sú breyting kom til eftir síðasta aðalfund, að ég hvarf frá heilsu og bindindisstörfum með því að stjórnin bað mig að takast á hendur skólastjórn við Hlíðardalsskóla, hefur verið harla takmarkaður tími til bindindismálanna þar eð skólastjórastarfið er fullt starf. Auk þess hef ég sinnt prestsstörfum á staðnum og sótt aðra söfnuði heim, þegar tækifæri hefur boðist og aðrir komið í minn stað á skólanum. Á liðnu tímabili hefur 5-daga námskeið gegn reykingum verið haldið fimm sinnum. Auk undir- ritaðs hefur bróðir Brynjar Halldórsson, Keflavík verið þar að verki. Óskandi væri að fleiri safnaðarþegnar kæmu til starfa á slíkan hátt. Nálega tvö hundruð manns hafa notið þeirrar þjónustu, og árangur verið góður eins og jafnan áður með því að milli 85 og 100% þátttakenda hafa verið hættir í lok námsskeiðsins og allir fengið jákvæða mynd af og afstöðu til sjónarmiða okkar. Svo sem fyrr hefur hvorki verið starfs- kraftur né tími til að fylgjast með þessu fólki sem skyldi, en vitað er um marga, sem ekki hafa reykt síðan. Þá hefur undirritaður setið sem ritari í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu. Aðild að þessu sambandi eiga um 30 bindindisfélög landsins og ýmis önnur áhugasamtök, sem berjast gegn böli áfengisins. Siðast liðið sumar var norrænt bindindisþing haldið á vegum Landsambandsins. Þingið fór fram á Akureyri. Þar voru mættir um þrjú hundruð fulltrúar frá Norðurlöndunum, með- al annarra ýmsir bindindisritarar aðventista. Undirritaður starfaði í undirbúningsnefnd þingsins og var falið að stjórna "íslandskvöldvökunni". Á þingum sem þessum sér hver þjóð um kvöldvöku. Auk Landssambandsins eru tvenn samtök, sem láta til sín taka á sviði bindindismálanna. Þau eru: "Átak gegn áfengi" og "RÍS". RÍS er skammstöfun fyrir reyklaust ísland. Markmið þessara samtaka er: REYKLAUST ÍSLAND ÁRIÐ 2000 og berst við reykingavandamálið. Með störfum þessara samtaka hefur undirritaður fylgst náið, sótt fundi þeirra og kynnt heilsu- og bindindiskenningar okkar og þannig látið nafn okkar hljóma. Til viðbótar því, sem að framan segir, hefur undirrituðum verið boðið að flytja ávörp í ýmsum félögum. Augljóst er, að enn er svið heilsu- og bindindismálanna opið og mikil þörf sterkra aðgerða gegn því voðaböli, sem þar er um að ræða. Jón Hj. Jónsson • Adventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.