Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 24

Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 24
SKÓLAMÁLASKÝRSLA Þau þrjú ár sem þessi skýrsla nær yfir, 1985- 1988, hafa verið afar viðburðarrík í skólamálum okkar. Hér á ég við þróun Fossvogsbyggingar- innar, skóla- og námstefnumiðstöðvarinnar. Þetta verkefni er eins og planta sem sáð hefur verið fyrir og fræið búið að vera lengi ofan í moldinni. Nú eru hinsvegar fyrstu blöðin að sjá dagsins ljós. En áður en við segjum frá þessu mikla verkefni munum við gefa skýrslu um þann þátt skólamálanna sem ekki er síður miklilvægur, en það er tilvist og starf litla barnaskólans okkar í Bauganesi sem bíður þess að geta flutt í nýju húsakynnin og fá að vaxa og dafna við gjörbreytt skilyrði. Barnaskóli Aðventista var endurreistur 1976, og fékk bráðabirgðahúsnæði í Bauganesi 13. Það var aldrei ætlunin að hann byggi við þann þrönga kost svo lengi. En þrátt fyrir smæð og erfiðar aðstæður hefur hann unnið dýrmætt starf fyrir börnin okkar og annarra. Nemendafjöldinn hefur verið sem hér: Ár nemendafj. kennarar 1985- 86 11 Lilja Sveinsdóttir Jeanette A. Snorrason 1986- 87 11 _ 1987- 88 10 Veturinn 1987-88 hefur Jón Karlsson kennt eðlisfræði í skólanum. Á síðasta aðalfundi var birt ítarleg greinargerð um Fossvogsbygginguna með skólamálaskýrslunni. Byggingarnefndin vann að undirbúningsmálum árin 1985 og 1986. Sótt var um að fá 13. hvíld- ardagsskólafórnina 1991, en jafnframt athugað hvort við ættum ekki möguleika á að fá fórnina fyrr eða 1989, ef verkefni í Kaupmannahöfn seinkaði. Það varð svo reyndin að við fengum þessu flýtt, þannig að við fáum 50% af 13. hvíldar- dagsskóla fórninni í 3. ársfj. 1989. Byggingarnefndin athugaði besta kostinn í bygg- ingarmáta og hönnun, skoðaði skóla og ræddi við arkitekta. Allan þennan tíma dróst mjög hjá gatnamáladeild borgarinnar að ganga endanlega frá lóðarmörkum, vegna svokallaðs "hlíðarfótar" og tengingar við fyrirhugaða Fossvogsbraut. Haustið 1986 var ráðinn arkitekt, Knútur Jeppesen, sami arkitektinn sem gaf okkur góð ráð varðandi safnaðarheimilið í Reykjavík. Hann hefur reynst okkur mjög vinsamlega og sýnt okkur mikinn hlýhug vegna góðra kynna af okkar safnaðarfólki. í byrjun árs 1987 var farið að skýrast með lóðarmörk. Kom þá í ljós skerðing á stærð lóðarinnar og breyting á lögun sem við gátum ekki sætt okkur við. Eftir nokkra fundi með for- stöðumanni Borgarskipulags og borgarstjóra, náðist afar góð lausn þar sem borgin féllst á að flytja aðalskolplögnina frá íbúðarhverfinu fyrir ofan, Suðurhlíðum, út úr lóðinni okkar, en hún lá í gegnum lóðina miðja og var helsti þrándur í götu þess að hægt væri að hefjast handa. Borgin tók á sig kostnaðinn við að flytja lögnina en það er áætlað að það kosti vel á aðra milljón. Þar með gat arkitektinn hafist handa með að teikna án þess að vera takmarkaður af legu skólplagnarinnar. Án efa var þessi farsæla lausn handleiðslu Guðs að þakka. Á haustmánuðum var unnið í teikningum og var Jón Karlsson fulltrúi byggingarnefndar og vann mjög náið með arkitektinum að teikningum. Fjölmargir skólar voru skoðaðir og rætt við skólastjóra þeirra og fleiri aðila sem hafa með skólamál, ríkis og bæjar að gera. Einnig var unnið í að fá lóðina byggingarhæfa. Upp úr áramótum 1987-88 lágu svo fyrstu teikningar og kostnaðaráætlanir fyrir. Hafist var handa um að kynna þetta stjórn Samtakanna og stjórn Reykjavíkursafnaðar, svo og Stór-Evrópu- deildinni. Þá var unnið sérstaklega að fjár- mögnunaráætlun. Ávöxtur þess erfiðis var svo að stjórn Stór-Evrópudeildarinnar samþykkti fyrir sitt leyti stærð og frumhönnun hússins svo og fjármögnun, nú fyrir skömmu. Þegar nákvæmari teikningar liggja svo fyrir, væntanlega innan skamms, fara þær fyrir teikninganefnd Aðal- samtakanna til staðfestingar. Ráðgert er að húsið muni, fullbúið án lausra húsgagna og tækja, kosta um 41 milljón króna. Sá kostnaður deilist niður á hina ýmsu aðila sem hér segir: 13. hvíldardagsskólafórn 8.000.000 Abventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.