Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 25
Frá SED
Frá Samtökunum og safnað-
aðmeðlimum
Frestun frágangs í kjallara
(síðari fjármögnun)
Frá allsherjarsjóði
Samtakanna
Sjálboðavinna í 5 ár
Umsókn til borgaryfirvalda
7.345.000
13.500.000
3.000.000
5.000.000
1.500.000
3.000.000
var hér á ferð í síðasta mánuði.
Þá hefur Jón Karlsson kennari verið ráðinn
skólastjóri hins nýja skóla og fram að því að
skólinn taki til starfa, sem byggingar- og
verkefnastjóri. Hann hefur unnið mjög náið með
arkitektinum um alla tilhögun i byggingunni og
verið í stöðugu sambandi við borgaryfirvöld
varðandi lóðarmál.
41.345.000
Það er trú mín að þetta verkefni muni marka
þáttaskil í starfi safnaðarins á höfuðborgarsvæðinu
og áhrifa þess muni gæta miklu víðar.
Jafnframt byggingar- og lóðamálum og fjármögnun
er einnig verið að huga að kennslu- og uppeldis-
málum og markmiðum skólans. Nutum við þar
aðstoðar br. O. Woolford yfirmanns menntamála
okkar safnaðar í Stór-Evrópudeildinni en hann
Það er greinilegt að Guð hefur vakað yfir þessu
verkefni og mun hann ekki sleppa af því
hendinni fyrr en það er komið í höfn.
Erling B. Snorrason
SKÝRSLA SÖNGMÁLADEILDAR
Af söngmálum starfsins er það helst að segja, að
venjulegu sönglífi hefur verið haldið uppi í
söfnuðunum, ungmennafélögunum og skátafélög-
unum við samkomur, mannamót og félagsstörf.
Kirkjukór Reykjavíkur og blandaður kvartett þar
hafa starfað. Ungmennakórinn hefur starfað, og
voru Þröstur B. Steinþórsson, Jónína Guðmunds-
dóttir og Ester Ólafsdóttir aðaldriffjaðrir
hans. En hann tók nýjan fjörkipp til aukins
sönglífs, er Karen Sturlaugsson tók við stjórn
hans. En eins og við vitum öll eru Björn og
Karen Sturlaugsson nýlega flutt heim með börnum
sínum. Það er mér mjög hugþekkt að bjóða þau
velkomin inn á tónlistarvettvang starfs okkar.
Syngjandi fólk okkar og hljóðfæraleikarar allir
hafa stöðugt sungið og leikið á mannamótum
okkar og hátíðum, en einnig alloft í útvarpið við
guðsþjónustuhald á vegum okkar og sameiginlega
með öðrum kirkjudeildum.
Fyrir hönd starfsins þakka ég öllu þessu syngj-
andi fólki, undirleikurum og einleikurum fyrir að
stíga jafnan á svið og þjóna svo sem það hefur
gert hverju sinni, er á þurfti að halda. Þetta er
mikið og mikilvægt starf. Ég óska söfnuðinum til
hamingju með það, að stöðugt vex tónmennta
áhuginn. Stöðugt verða þeir fleiri og fleiri, sem
leika á hljóðfæri ýmis konar og stunda nám á því
sviði. Til eru þeir einnig, sem eru við söngnám,
þessum þarf að fjölga. Einnig ættu kórarnir að fá
til raddþjálfara til að þjálfa söngfólkið okkar, svo
að þau raddgæði, sem fyrir hendi eru fullnýtist og
frá okkur hljómi söngur og hljóðfæraleikur af
allra besta hugsanlegu tagi og gæðum.
Sálmabókin
Það er öllum áreiðanlega mikið ánægjuefni, að nú
er sálmabókarmálið að komast í höfn. Þegar átti
að fara að prenta eftir síðasta aðalfund reyndist
verkið ekki prenthæft. Útskýringin er þessi:
Aðferðin sem notuð hefur verið við þessa fram-
kvæmd er sú, að textinn er klipptur niður í
atkvæði, sem límd eru undir hlutaðeigandi nótur.
Við þessa límingu er notað sérstakt vax. Þetta vax
er það mjúkt að textinn hreyfist og skekkist,
þegar arkirnar eru hreyfðar og sveigðar. Þetta
atriði gerðum við okkur sem leikmenn ekki ljóst
né vöktu sérfræðingar athygli okkar á því. Af
þessum sökum varð að yfirfara allt verkið og
rétta textann af. Að líma þannig upp nótur og
texta er afar tímafrekt, erfitt og þrautþreytandi
starf. Þetta vita þeir best sem hafa unnið verkið.
Meðan þessi endurvinna fór fram var tíminn
notaður til að taka upp ýmis sálmalög úr nýju
bandarísku bókinni, sem nýlega kom út, sálma-
lög sem ekki voru til í sálmabókarformi annars
staðar. Með þessu hefur unnist nokkuð, sem
annars hefði ekki orðið í bók okkar. Hér orðlengi
ég ekki útskýringar frekar, en þegar bókin er
komin og verður kynnt í söfnuðunum, mun trúlega
gefast tækifæri til að sjá betur inn í það sem
liggur að baki þessu verki.
Jón Hj. Jónsson. *
<£ *
Aðventfréttir 5. 1988