Aðventfréttir - 01.05.1988, Qupperneq 27
FRÁLAGANEFND
LÖG SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTA Á ÍSLANDI
I. kafli - NAFN
1 grein.
Söfnuðir Sjöunda dags aðventista á íslandi mynda
með sér landssamtök sem heita: Sjöunda dags að-
ventistar á íslandi.
II. kafli - MARKMIÐ
2. grein.
Aðalmarkmið Samtakanna er að boða eilífan fagn-
aðarboðskap Drottins vors og fresara, Jesú Krists
og boðorð Guðs eins og táknað er með englunum
þremur í Opinberunarbókinni 14. kafla og að leiða
fólk á kærleiksríkan hátt til að verða lærisveinar
hans og ábyrgir meðlimir safnaðarins.
Almennt markmið Samtakanna er að samræma
kristilegt starf á þeirra vegum m.a. prests-
þjónustu, kennslu, útgáfustarfsemi og heil-
brigðisstarf.
3. grein.
Aðild að Samtökunum eiga allir söfnuðir Sjöunda
dags aðventista á íslandi, sem réttilega eru
stofnsettir. Aðalfundur veitir nýjum söfnuðum að-
ild að Samtökunum.
Samtökin eru aðili að "Stór-Evrópudeild Aðal-
samtaka Sjöunda dags aðventista" og skulu mark-
mið, stefnumið og starfsaðferðir þessara Samtaka
vera í samræmi við lög og reglur þeirrar deildar.
Samtökin skulu vinna að markmiði safnaðarins í
samræmi við þau grundvallartrúaratriði sem sam-
þykkt eru og staðfest af aðalfundum Aðalsamtaka
Sjöunda dags aðventista, sem þeir halda á 5 ára
fresti.
IV. kafli - UM AÐALFUND
4. grein - Boðun aðalfundar
Samtökin halda reglulegan aðalfund á þriggja
ára fresti á þeim stað og tíma, sem stjórn
þeirra kann að ákveða. Tilkynning um það skal
birt í málgagni Samtakanna með minnst fjögurra
vikna fyrirvara. Ef ástæða þykir er hægt að
fresta reglulegum aðalfundi í allt að eitt ár
ef tveir þriðju hlutar stjórnar samtakanna eru
því samþykkir. Stjórnin getur boðað til auka-
aðalfundar hvenær sem ástæða þykir til og skal
boða til hans á sama hátt og um reglulegan
aðalfund væri að ræða eða þá bréflega. Ákvarð-
anir, sem teknar eru á slíkum fundi, hafa sama
gildi og um reglulegan aðalfund væri að ræða.
5. grein - Fulltrúar
Fulltrúar á aðalfundi eru:
1) Sjálfkjörnir fulltrúar
a) Allir meðlimir stjórnar Samtaka Sjö-
unda dags aðventista á íslandi.
b) Sérhver viðstaddur stjórnarmeðlimur
Stór-Evrópudeildarinnar.
Sérhver viðstaddur stjórnarmeðlimur
Aðalsamtaka Sjöunda dags aðventista.
d) Vígðir prédikarar sem starfa í þjón-
ustu Samtakanna.
e) Deildarstjórar, sem starfa í þágu Sam-
takanna.
f) Aðrir prédikarar og kristniboðs-
starfs-menn sem starfa í þágu Sam-
takanna.
2) Kjörnir fulltrúar:
a) Þeir, sem kjörnir eru til þess, af
þeim söfnuðum, sem aðild eiga að Sam-
tökunum. Sérhver söfnuður hefur rétt á
einum fulltrúa fyrir söfnuðinn og auk
þess einum fyrir hverja tíu (og hluta
úr tíu) safnaðarmeðlimi.
b) Aðrir, sem viðstaddir kunna að vera og
til þess kjörnir af aðalfundinum.
Fjöldi slíkra fulltrúa skal þó aldrei
vera umfram 20% af fjölda annarra
fulltrúa.
III. kafli - UM AÐILD
c)
Adventfréttir 5. 1988