Aðventfréttir - 01.05.1988, Page 28

Aðventfréttir - 01.05.1988, Page 28
6. grein - Skýrslugerð Á reglulegum aðalfundi Samtakanna skal stjórn þeirra leggja fram skýrslu um starfssemi þeirra ásamt fjárhagsyfirliti fyrir síðast liðið kjör- tímabil. 7. grein - Fundarstjórn Aðalfundi samtakanna skal stjórnað af formanni þeirra eða þeim, er hann kann að tilnefna í sinn stað. 8. grein - Nefndir Um leið og aðalfundur er settur skal kjósa eftirtaldar nefndir: a) AUsherjarnefnd. Fulltrúar hvers safn- aðar skulu tilnefna einn fulltrúa í þessa nefnd en formaður hennar er fulltrúi Stór-Evrópudeildarinnar. Fulltrúar safnaðar með yfir 100 með- limi skulu ennfremur tilnefna einn fulltrúa fyrir hverja viðbótar 100 meðlimi eða hluta þar af. Nefnd þessi ber fram tillögu um aðrar nefndir, sem starfa á fundinum. b) Stjórnarnefnd. Formaður þessarar nefndar skal vera fulltrúi Stór- Evrópudeildarinnar og skal hún vera skipuð sjö til níu fulltrúum. Hlutverk stjórnarnefndar er að bera fram til- lögu um formann, ritara, fjármála- stjóra, stjórn Samtakanna, deildar- stjóra og skólanefnd Hlíðardalsskóla. Yið kjör nefndarinnar skal, eftir því sem kostur er, gæta jafnræðis milli fastra starfsmanna og leikmanna safn- aðarins, svo og starfssviða og starfssvæða. c) Tillögunefnd, sem skipuð skal sjö til níu fulltrúum og skal hlutverk hennar vera að bera fram tillögur til samþykktar á aðalfundinum. Allar óskir viðvíkjandi tillögum, skipun stjór- na og fleiru, skulu leggjast fyrir viðkomandi nefndir til athugunar áður en þær eru lagðar fyrir aðalfundinn. 9. grein - Atkvæðisréttur Þeir einir, sem eru fulltrúar, hafa atkvæðis- rétt á aðalfundi Samtakanna og hefur hver þeirra aðeins eitt atkvæði. Allar ákvarðanir aðalfundar eru gerðar með einföldum meirihluta atkvæða þeirra fulltrúa, sem viðstaddir eru á auglýstum fundartíma og atkvæði greiða. (Sbr. þó 21. og 22. grein). Atkvæðagreiðsla er þó aðeins gild ef við-staddur fjöldi fulltrúa jafngildir helmingi kjörinna fulltrúa sem aðal- fund sækja. 10. grein - Ákvörðunarvald Aðalfundur skal hafa ákvörðunarvald varðandi allt er varðar skipulag og stjórn Samtakanna, sbr. þó 3. grein. 11. grein - Stjórnarkjör Aðalfundur kýs formann, ritara, fjármálastjóra, deildarstjóra, stjórn Samtakanna og skólanefnd Hlíðardalsskóla. V. kafli - UM EMBÆTTISMENN SAMTAK- ANNA OG STÖRF ÞEIRRA 12. grein - Embættismenn a) Formaður Samtakanna skal hafa yfirumsjón með starfsemi þeirra, vera fundarstjóri á aðal- og stjórnarfundum og vinna að öðru leyti að hagsmunum Samtakanna í samráði við stjórn þeirra. Störf sín skal for- maðurinn rækja í samræmi við markmið Stór- Evrópudeildarinnar og í nánu samráði við stjórn hennar. b) Ritari skal annast fundargerðir fyrir aðal- og stjórnarfundi Samtakannna og framkvæma aðrar skyldur sem starfi hans tilheyrir. Ritari starfar undir yfirumsjón stjórnar Samtakanna og er varaformaður hennar. c) Fjármálastjóri skal veita viðtöku þeim fjármunum sem tilheyra Samtökunum, ver- ja þeim í samráði við stjórnina og greiða þá fjármuni til Deildarinnar sem henni til- heyra í samræmi við starfsreglur hennar. Fjármálastjóri annast bókhald fyrir fjármál Samtakanna. Einnig skal hann gera allar fjárhagsáætlanir og skýrslur með reglulegu millibili, sem formaðurinn eða stjórnin kann að óska eftir og leggja fram skýrslur Aðventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.