Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 29

Aðventfréttir - 01.05.1988, Side 29
um fjárhag Samtakanna á aðalfundi þeirra. Fjármálastjóri sendi regluleg fjárhags- yfirlit til Stór-Evrópudeildarinnar. d) Deildarstjóri skal vinna að framgangi þeirra mála er heyra undir þá deild er hann veitir forstöðu, tala fyrir þeim og leggja fram nauðsynlegar yfirlitsskýrslur varðandi þau. Hann skal vera stjórninni ráðgefandi varðandi málefni þeirrar deildar er hann ber ábyrgð á og starfa undir stjórn formannsins og stjórnarinnar. VI. kafli - STJÓRN SAMTAKANNA. 13. grein - Skipan og verksvið a) Stjórn samtakanna skal kosin á aðalfundi þeirra og vera skipuð 7 manns. í henni skulu eiga sæti formaður, ritari og fjár- málastjóri Samtakanna og skólastjóri Hlíð- ardalsskóla. Mælt er með að einn af deild- arstjórum Samtakanna eigi sæti í stjórn þeirra en að öðru leyti skal stjórnin skip- uð leikmönnum safnaðarins. b) Stjórnin fer með málefni Samtakanna milli aðalfunda í samræmi við lög þeirra o g ákvarðanir aðalfundar og fer með umboð aðalfundarins milli aðalfunda þ.m.t. umboð til að ráða starfsmenn og segja þeim upp störfum ef ástæða þykir til, til að til- nefna stjórnarmenn ef nauðsyn krefur og veita eða afnema starfsréttindi. Til að af- nema starfsréttindi þarf samþykki tveggja þriðju (2/3) hluta stjórnarinnar. 14. grein - Skuldbindingar Samþykki stjórnarinnar þarf til að skuldbinda Samtökin og fara formaður og fjármálastjóri sameiginlega með umboð stjórnarinnar í slíkum tilvikum. 15. grein - Boðun stjórnarfunda a) Formaðurinn eða ritari í fjarveru hans, getur boðað til stjórnarfundar hvenær sem er. b) Stjórnin telst ályktunarhæf ef minnst 5 stjórnarmenn að formanni meðtöldum sækja stjórnarfund að því þó tilskyldu að allir stjórnarmenn sem hægt var að ná til hafi fengið fundarboð. c) Kalla má til fundar í stjórn Samtakanna til að fjalla um knýjandi mál jafnvel þó að færri en 5 séu viðstaddir. Ályktanir slíkra funda eru eigi fullgildar fyrr en álykt- unarhæf stjórn hefur fjallað um þær. VII. kafli - FJÁRMÁL 16. grein - Fjármunir Fjármunir Samtakanna eru þessir: a) Tíund frá hinum ýmsu söfnuðum, sem eru á starfssvæði Samtakanna. b) Allir sérstakir fjármunir, sem fram koma við samskot, arf, dánargjafir eða aðrar gjafir innan starfssvæðis Samtakanna. c) Þeir fjármunir sem veittir eru af Stór- Evrópudeildinni eða öðrum aðilum til stuðn- ings einhverri stofnun eða verkefni Sam- takanna. Ráðstöfun fjármuna skal vera í samræmi við reglur Stór-Evrópudeildarinnar. Gjöfum skal ráðstafað í samræmi við vilja gefenda og í samræmi við gildandi landslög. Fjármunir skulu varðveittir á tryggan hátt í nafni Samtakanna svo sem nánar er kveðið á um í reglugerðum Stór-Evrópudeildarinnar um meðferð fjármuna. 17. grein - Gjafir Samtökin taka við gjöfum frá söfnuðum, hvíldardagsskólum, félögum og einstaklingum til starfsemi Sjöunda dags aðventista utan starfssvæðis Samtakanna og senda þær til fjármálastjóra Stór-Evrópudeildarinnar. 18. grein - Tfund a) Samtökin greiða tíund af tíundartekjum sínum til Stór-Evrópudeildarinnar. 19. grein - Launamál/Starfsmannamál a) Launanefnd, sem skipuð er fulltrúa frá Stór-Evrópudeildinni, formanni Samtakanna, fjármálastjóra Samtakanna ásamt leikmönnum Aðventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.