Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 30

Aðventfréttir - 01.05.1988, Síða 30
stjórnarinnar og skólanefndar Hlíðardals- skóla, skal árlega en oftar ef þurfa þykir endurskoða laun fastráðins starfsfólks Sam- takanna og leggja fram tillögu til hugsan- legra breytinga á launum fyrir stjórn Sam- takanna, sem ásamt stjórn Stór-Evrópu- deildarinnar hefur ákvörðunarrétt í þeim málum. b) Laun lausráðins fólks skulu ákveðin af stjórn Samtakanna. c) Ef ekki er um að ræða sérstakan skriflegan samning milli Samtakanna eða stofnana þeirra og starfsmannsins er uppsagnar- frestur þrír mánuðir, eða eins og landslög gera ráð fyrir. 20. grein - Endurskoðun a) Reikningar Samtakanna og stofnana þeirra skulu endurskoðaðir árlega af endurskoð- anda Stór-Evrópudeildarinnar, sem skal hafa óhindraðan aðgang að bókhaldi Samtakanna. b) Fjármálastjóri Samtakanna skal endurskoða reikninga safnaðanna að minnsta kosti einu sinni á ári og skal hafa óhindraðan aðgang að bókhaldi safnaðanna. VIII. kafli - SÉRÁKVÆÐI 21. grein - Lagabreytingar Viðbætur eða breytingar á lögum þessum er því aðeins hægt að gera, að tveir þriðju hlutar (2/3) viðstaddra fulltrúa á löglegum aðalfundi samþykki þær. Slíkar tillögur skal bera fram fyrir fulltrúana með að minnsta kosti eins dags fyrirvara. Ef nauðsynlegt reynist að boða til aukafundar vegna tillögu um breytingu á lögum þessum skal gera grein fyrir henni við boðun fundarins. 22. grein - Slit Slíta má Samtökunum ef þrír fjórðu (3/4) viðstaddra fulltrúa á löglegum aðalfundi eru því samþykkir. Eignir Samtakanna að frádregnum skuldum skulu þá ganga til Stór-Evrópudeildar- innar. Lög þessi fyrir söfnuð Sjöunda dags aðventista á íslandi, sem er löggilt trúfélag skv. lögum nr. 18/1975, um trúfélög, og nýtur réttinda skv. ákvæðum þeirra laga, voru þannig staðfest á 30. aðalfundi Samtaka Sjöunda dags aðventista á íslandi í apríl 1988. FRÁ # STJÓRNARNEFND Samþykkt var eftirfarandi tillaga frá stjórn- arnefnd um stjórnir og starfsfólk Samtakanna fyrir næsta kjörtímabil: Formaður: Eric Guðmundsson Ritari/fiármálastióri: Jóhann E. Jóhannsson Deildarstiórar: Almenningstengsladeild: Jón Hj. Jónsson Heilsu- og bindindisdeild: Jón Hj. Jónsson Hvíldardagsskóladeild: Þröstur B. Steinþórsson Leikmannadeild: Steinþór Þórðarson Menntamáladeild: Erling B. Snorrason Prestadeild: Eric Guðmundsson Ráðsmennskudeild: Jóhann E. Jóhannsson Trúfrelsisdeild: Óráðstafað Útgáfudeild: Trausti Sveinsson Æskulýðsdeild: Þröstur B. Steinþórsson STJÓRN SAMTAKANNA: Formaður samtakanna Aðventfréttir 5. 1988

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.