Aðventfréttir - 01.07.1988, Page 3

Aðventfréttir - 01.07.1988, Page 3
 AKUREYRI - ÆSKULÝÐSKÓRINN Föstudaginn 13. maí lagði æskulýðskórinn af stað til Akureyrar ásamt fylgdarliði og prestum. Tekin var rúta á Ieigu og á Ieiðinni voru raddböndin æfð. Þegar komið var til Akureyrar var hópnum skipt niður í tvo hópa. Annar hópurinn lagði íbúð Ómars undir sig en hinn hópurinn fékk svefnpláss hjá Ellu og Skúla. Á hvíldardagsmorguninn vöknuðu allir hressir því úti var sól og gott veður. í nýja samkomu- salnum, Sunnuhlíð 12, var hald- inn hvíldardagsskóli og guðs- þjónusta þar sem mikið var um tónlist bæði frá gestum og heimamönnum. Eftir guðsþjón- ustu var öllum boðið í mat hjá Ellu og Skúla. Eftir að hafa matast var farið að Dvalarheimil- inu Hlíð þar í bæ og sungið og spilað fyrir gamla fólkið. En úti beið okkar sól og gott veður, var því fundinn garður þar sem allir gátu notið veðurbliðunnar. Eftir að hafa snætt kvöldmat hjá gestgjöfum okkar var haldið af stað í áttina að Svalbarðskirkju, en sóknarpresturinn þar, sr. Bolli Gústafsson, Laufási hafði góðfúslega boðið okkur að halda tónleika þar. Er þetta mjög sér- stæð kirkja. Hljómburðurinn þar var alveg sérstaklega góður. Það var svo gott að syngja þar að kórinn hætti ekki fyrr en hann hafði sungið flest lögin sem hann kunni! Þar á eftir bauð kvenfélag kirkjunnar öllum í kaffi. Þótt komið væri kvöld voru margir hressir og ekkert á því að fara að sofa. Þessu liði var keyrt niður í miðbæ Akureyrar og var farið í smá skoðunarferð um bæinn en síðan masserað heim. Morguninn eftir var svo ákveðið að fara í sund. Annar hópurinn vaknaði eldsnemma, gerði morg- unleikfimina, mataðist og pakkaði niður, þaut síðan út á stétt með allt dótið og beið svo eftir hinum hópnum. En ekkert bólaði á hon- Smári bílstjóri í góöum félags- skap - Kristínar og Gyðu Skúla- dœtra Karen söngstjóri, Bjössi og dóttirin Rebekka og Ester undirleikari Sungið í Akureyrarkirkju Sungið á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri Aðventfrétlir 6-7. 1988

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.