Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 8
MANUDAGUR Að nota það, sem við höfum Dæmisagan um talenturnar greinir okkur frá örlátum ástmanni EFTIR BOB og BEV BRETSCH Lesið Matt. 25,14—30 Finnst ykkur þetta ekki hljóma eins og gort? Fyrsti þjónninn svaraði. ,,Hvað ég hafi ver- ið að gera? Ja, þú gafst mér fimm og ég hef grætt fimm í viðbót." Hinn þjónninn svaraði sömuleiðis: ,,Þú gafst mér tvær og ég græddi aðrar tvær." Það var eins og þessir menn, sem komu til húsbóndans, vildu að hann tæki eftir árangri þeirra. ,,Sjáðu, hvað við höfum gjört. Ertu ekki stoltur af okkur?" En eiginlega gerðist það nú ekki. Sagan er svona: ,,Maður nokkur, sem er að fara í ferðalag felur dyggustu þjónum sínum eignir sín- ar til varðveislu. Hann einfaldlega skipti auði sín- um á milli þeirra. Hann nefndi ekkert um heim- komu sína við þá. Hann gerði rétt í því að biðja þá ekki að fjárfesta í neinu. Hann lét þá ekkert vita um, að þeir yrðu dæmdir eftir því hvernig þeir færu með féð, sem hann fól þeim í hendur. Hann sagði þeim ekki, að hann vildi fá féð, þegar hann kæmi til baka. Samt vissu þeir þetta einhvern veginn. Kannski fólst það í því, að ,,æðri" meistarinn gaf ''undir" þjónum sínum eigur sínar þeim í hendur. Kannski var það af því, að þeir þekktu persónu- leika hans og vissu, hvað gjafir hans fólu í sér. Þegar hann sneri heim aftur voru þeir undir það búnir að láta honum í té það, sem hann hafði falið þeim í hendur. Fyrsti þjónninn skilaði húsbónd- anum fimm talentum og auk þess öðrum fimm. Húsbóndinn var hæstánægður. Næsti þjónn skil- aði tveim talentum, auk hinna tveggja, sem meist- arinn hafði fengið honum í byrjun. Hrósyrðin, vel gjört, hljómuðu í eyrum þeirra. Þriðji þjónninn skilaði aðeins einni talentu. Hann hafði ekkert gert við það sem húsbóndi hans hafði falið honum. Húsbóndinn var óánægður yf- ir þessu — ekki aðeins vegna þess að hann þurfti á því að halda að skil yrðu gerð, heldur vegna þess að þjónn hans hafði ekkert gert sökum þess að hann var hræddur. Húsbóndi hans lét því þann með tíu talenturnar fá þessa einu til viðbótar og rak þriðja þjóninn úr vistinni. Hann gat ekki haft mann í þjónustu sinni, sem var hræddur við hann. Dómurinn i samhengi við annað Þegar Jesús sagði þessa sögu, setti hann hana í samhengi við dóminn og það að vera viðbúinn. Hann var að segja okkur, að við vissum ekki, hve- nær dómurinn færi fram og því yrðum við að vera viðbúin. Síðan útskýrði hann, hvernig við eigum að vera viðbúin. Hann minnti okkur á að vera við- búin, ekki að hefjast handa við undirbúning. Að hefj- ast handa við undirbúning á við þá, sem ekki eru kristnir. Þeir sem þekkja ekki Krist eða hjálpræði hans þurfa að hefjast handa við undirbúning. En kristnir menn, sem vita hvaðan þeim kemur hjálp- ræði, er sagt að vera viðbúnir: í Kól. 1,12 er hinum kristnu ráðlagt að þakka "föðurnum, sem hefur gjört oss hœfa til að fá hlutdeild í arfleifð heilagra, í ljósinu." Þetta felur ekki í sér vanrækslu eða sinnuleysi. Þvert á móti endurnærumst við af gleði yfir vit- undinni um framtíð okkar- framtíð, sem við eig- um örugga í föðurnum og syninum fyrir starf Heilags anda. Sökum þessa leyfum við Guði að ljúka verkinu, sem hann byrjaði í okkur við aftur- hvarf okkar. Lyndiseinkunn okkar ummyndast, ráðist er í gegn syndinni og hún yfirbuguð þar sem hún á upptök sín og kærleikur er látinn í ljós í at- höfnum okkar og viðbrögðum og fyrir tilstilli þeirra. Mynd af þræli I þessari sögu bregður Jesús upp þrem myndum í orðum til að tjá sannindi þau, sem hann vildi fræða fólkið um. Fyrsta myndin, sem hann málar, er af þjóni. I rauninni er maður þessi þræll. Hús- bóndi hans á hann með húð og hári. Hvað sem við getum ímyndað okkur að felist í því að vera þræll, verður grundvallaratriðið alltaf í því máli einfald- lega þetta: þræll er valdalaus og býr ekki yfir nein- um mætti. Og sennilega er þetta grundvallaratriðið í sögu Jesú. Þrælarnir þrír eignuðust nóg auðæfi til að gerbreyta lífi sínu, þótt valdalausir væru og byggju ekki yfir neinum sérstökum mætti. En lyndiseinkunn þeirra kom fram í þvi, hvern- ig þeir notuðu auðinn. Sumir sálfræðingar tjá okkur, að einn helsti drif- kraftur eða grundvallarhvöt mannnsins sé sú at- orka, sem hann leggur í að eignast völd. Við sækj- umst eftir völdum vegna þess að með þeim getum við verndað okkur og ástvini okkar og auk þess haft áhrif á umhverfi okkar og þar með stjórnað öðrum. Við getum ekki komist hjá þvi að hafa af- skipti af völdum. Við verðum annaðhvort fyrir barðinu á öðrum mönnum, sem reyna að eignast meiri völd eða af þvi að við sækjumst sjálf eftir þeim. En sé maður þræll liggur það í hlutarins eðli, að hann er valdalaus og magnlítill. Ef það erum við, þú og ég, sem brugðið er upp mynd af í þessari sögu, verður valdaleysi okkar og magnleysi grundvallaratriði. Ekki að furða þótt margir kristnir menn komi sér undan kalli Guðs til þjón- ustu. Engum líkar að vera valdalaus og máttvana. Samt er þetta það sem krafist er. Þræll hefur engin eigin völd, en hann hefur aðgang að völdum hús- bóndans, sinni hann verki hans. 8 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.