Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 4
I
í félagslegri og guðfræðilegri stöðu í þjóð-
félaginu. Jesús ávarpaði alla þessa hópa
manna í máli sínu.
Misnotkun á aðstöðu
I sögu sinni sagði Jesús, að ,,maður
nokkur ríkur," hefði haft ráðsmann, eða
bústjóra til að líta eftir öllum sínum mál-
um fyrir sig. Bústjóri þessi var settur yfir
alla búsýslu vinnuveitanda síns — kaup
og sölu varnings, birgðavörslu, stjórnun
starfsliðsins, bókhald, já, allt. Stöðu hans
fylgdi mikil ábyrgð og hefur hann trúlega
hlotið umbun í samræmi við hana. En þá
barst húsbóndanum til eyrna, að maður
þessi, sem hann hafði borið svo mikið
traust til, væri traustsins ekki verður.
Okkur er ekki greint nákvæmlega frá
því, hvernig hann notfærði sér aðstöðuna
hjá húsbónda sínum. Kannski dró hann
sér fé, þáði mútur til að tryggja einhverj-
um áframhaldandi viðskipti eða hann
gerði leynilegt samkomulag, svona undir
borðið. Til eru margar leiðir til að sýna
sviksemi en aðeins ein til að vera heið-
arlegur.
Húsbóndinn kallaði bústjórann á sinn
fund til að hann stæði fyrir máli
sínu. Hann hafði nægar sannanir til að
geta rekið manninn á stundinni, en hann
vildi gefa honum kost á að koma sínum
málum fyrst á hreint, áður en hann stigi
svo afdrifaríkt skref að vísa honum úr
vistinni. Kannski sýndi hann með því of
mikla linkind. Kannski hefði hann átt að
ráða sérstakan rannsóknarmann og veita
honum völd til að bregðast við eins og
hann taldi þörf á. Var húsbóndinn einum
of barnalegur að gefa manni með svo
vafasama lyndiseinkunn kost á að færa
eigin bækur í lag, áður en hann fengi lagt
þær í hendurnar á þeim, er við tæki af
honum? Eða var húsbóndinn í rauninni
að kunngera sína eigin siðfræði og opin-
bera grundvallareðli sitt með því að auð-
sýna traust og góða trú?
Bústjórinn gerði sér grein fyrir, að
hann var kominn í mjög alvarlega klípu.
Hann mundi ekki aðeins missa vinnuna
mjög fljótlega, heldur yrði sennilega hin
óheiðarlega starfsemi hans senn á vitorði
allra annarra landeigenda, svo að hann
gæti aldrei framar gert sér vonir um að
hreppa annað starf svipaðs eðlis. Hann
sagði með sjálfum sér, að hann gæti ekki
sinnt erfiðisvinnu, vinnu, þar sem reyndi
á handafl og líkamlega burði. Og auðvit-
að var hann stoltari en svo, að hann gæti
hugsað sér að hrapa úr stöðu bústjóra eða
ráðsmanns fyrir stórbúi og gerast aumur
betlari. Honum var aðeins ein leið fær —
hann yrði að bjarga sér með klókindum
sínum.
Svo hann kom sér niður á áætlun, sem
var í samræmi við hið ótrausta í eðli hans.
Hann renndi augunum yfir listann yfir
útistandandi skuldir, sem var að finna í
bókhaldsgögnunum og hófst síðan handa
um að kalla inn alla skuldara húsbónda
síns. Hann spurði þá einn af öðrum,
hvort þeir gerðu sér grein fyrir, hve mikið
þeir skulduðu landeigendanum. Hverj-
um og einum bauð hann að breyta færsl-
unum, þannig að skuld þeirra yrði aðeins
brot af hinni raunverulegu skuldastöðu.
Með þessu móti kom hinn óheiðarlegi
bústjóri sér í mjúkinn hjá þeim og kom
skuldurum húsbónda síns í þá aðstöðu,
að þeir stóðu í þakkarskuld við hann.
Þegar hann missti vinnuna, fyndu þeir
sig skuldbundna til að endurgjalda
greiðasemi hans og taka hann að sér.
Leiða aðalatriðin í lífi
okkar okkur til
himins eða frá
himninum?
Ýtarleg frásögn af hinni siðferðilega
röngu framkomu ráðsmannsins barst
húsbóndanum til eyrna. Þó að hann væri
sá, sem fór með skarðan hlut frá borði í
þessum kringumstæðum, neyddist hann
til að játa, að bústjóri hans hafði, sam-
kvæmt mannlegum staðli, sýnt klókindi
í samningum.
En nú er komið að því atriði sögunnar,
sem var ástæða þess að Jesús sagði hana.
Jesús lagði ekki blessun sína yfir óheiðar-
lega breytni ráðsmannsins, ekkert frekar
en að hann gæti hrósað rangláta dómar-
anum eða fávísu meyjunum fimm. En
þessi ráðsmaður sýndi hæfileika til að
leggja áform fyrir framtíðina með því að
grípa tækifærin, sem gáfust, og nýta þau
af útsjónarsemi og hiklaust.
Það var marga siðræna lærdóma hægt
að draga af dæmisögu Jesú, rétt eins og
það voru margir ólíkir hópar, sem fengu
að hlýða á hana. Dæmisagan var sönn
saga og þetta tiltekna atvik var vel þekkt
á meðal tollheimtumannanna í áheyr-
endaskaranum. Sem stétt voru toll-
heimtumenn upp til hópa fjárplógs-
menn. Þeir voru tilbúnir til að neyta allra
bragða, hvort sem þau voru heiðarleg eða
ekki, til að græða fé. I dæmisögu Jesú var
að finna bæði átakanlegt og sorglegt
dæmi um, hversu langt niður á við gróða-
fíknin getur leitt menn.
Þarna var annan lærdóm að finna fyrir
farísea. Guð hafði treyst Gyðingaþjóð-
inni fyrir gífurlega stóru forðabúri and-
legra blessana og þekkingar. Til var ætl-
ast að þeir deildu þessum blessunum
með öðrum, svo að allur heimurinn yrði
leiddur í frelsandi samfélag við Guð,
skaparann. En þeir höfðu safnað saman
þessum blessunum handa sjálfum sér,
rétt eins og ráðsmaðurinn í dæmisögu
Jesú hafði farið með eigur húsbónda síns
eins og hann ætti þær.
En jafnvel þótt eigingjarnir væru,
höfðu farísearnir engar ráðstafanir gert
gagnvart framtíðinni. Hugur þeirra var
bundinn við líðandi stund. En þeir hefðu
átt að taka til sín kafla úr sögunni um
rangláta ráðsmanninn. Með því að breyta
háttum sínum, með því að hugsa um vel-
farnað annarra, gátu þeir gert viðbúnað
fyrir sín eigin eilífðarörlög.
Svo að enginn misskilji, hvað ég er að
fara, verð ég að endurtaka, að með dæmi-
söguþessari var Jesús ekki að gerast tals-
maður sviksemi eða undirferli. En hann
var að leggja ríka áherslu á, að við þyrft-
um að líta fram á veginn, að gera viðbún-
að fyrir framtíðina. Ef heiðarlegir kaup-
sýslumenn gera það og jafnvel svika-
hrappar, hvers vegna geta þá ekki ,,börn
ljóssins," þegnar himnaríkis verið jafn
framsýnir?
Þá setti Jesús fram staðhæfingu, sem
virðist vera í mótsögn við allt annað og
hefur valdið mörgum heilabrotum við
fyrstu sýn. Hann kemst þannig að orði í
Lúkas 16,9: ,,Aflið yður vina með hinum
rangláta mammón, svo að þeir taki við
yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum
sleppir." Biblíuskýrendum skilst, og El-
len White er á sama máli, að með „hinum
rangláta mammón" sé í þessu tilviki ekki
átt við rangfenginn ágóða, heldur sé ein-
faldlega verið að draga fram muninn á
fjármunum þeim, sem við notum hér á
jörðu, og hinni andlegu auðlegð á himn-
um (sjá Christ's Object Lessons eftir
E.G.White (Dœmisögur Jesúj, bls. 371).
Við eigum með öðrum orðum að nýta
fjármuni þá, sem við öflum hér á jörðu,
þannig að þeir verði til þess að gleðja Guð
og englana. Þegar svo peningar verða
verðlausir og allt tímanlegt bregst, munu
englarnir taka á móti okkur fagnandi inn
í himininn. Jesús heldur áfram í 12. versi
og segir: ,,Og ef þér reynist ekki trúir í því
sem annars er (þessa heims gæðum),
hver gefur yður þá það, sem yðar er (him-
neskar blessanir)?"
Útlegging dæmisögunnar
Lærdómar þeir, sem draga má af dæmi-
sögu þessari, eiga erindi til allra. Lífið er
alvarlegra en svo, að við getum leyft okk-
ur að vera niðursokkin í tímanleg eða
jarðnesk mál. Hvar eigum við heima í
þessari dæmisögu? Við erum nefnilega
líka á meðal áheyrenda Krists. Kannski
mætti skoða okkur sem sambland allra
hópanna þriggja, sem hinn upprunalegi
áheyrendaskari Jesú var samansettur af:
tollheimtumönnum, sem voru með allan
4
Aöventfréttir 1.1990