Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 16
víngarði Drottins. Þar skiptir starfið, þjón-
ustan höfuðmáli, en ekki endurgjaldið. Sé
þjónustan við Guð rétt skilin, erum við
með henni búin að hljóta gjöf, öðlast for-
réttindi.
Hugleiðið til að mynda hinar sterku
hamingju-, þakklætis- og gleðitilfinning-
ar, sem fylla hjarta okkar, þegar við leið-
um einhvern til Krists. Augu okkar ljóma
og við verðum sérlega hýr á svipinn að
verða vitni að því er þau gefast Kristi og
láta skírast í hans nafni.
Hvað getur veitt meiri innri ánægju? Er
það ekki endurgjald í sönnustu merkingu
þess orðs?
Hið sama má segja um fylgd við Krist
almennt. Að vera virkur í þeirri fylgd er
bæði gjöf og forréttindi. Lífið með Kristi
er í sjálfu sér laun. Okkur veitast sérstök
auðæfi — auðæfi sem taka langt fram öll-
um jarðneskum auði.
Til grundvallar öllu þessu er þekkingar-
auður — eða vitneskjan um það að við
hvílum í hönd Guðs, að við eigum föður
á himnum, sem elskar okkur, sem hefur
áhuga á okkur og leiðir okkur um rétta
vegu. Kannski skiljum við ekki alltaf,
hversu viturlegt það er að ganga á vegum
hans, en það megum við vita, að ef við
göngum á þeim og treystum honum
ævinlega, munum við sjá það að lokum
að þeir munu reynast okkur það besta
sem hugsast getur. Því að ,,vér vitum, að
þeim sem Guð elska, samverkar allt til
góðs" (Róm. 8,28).
Að ganga örugg
Ef við höfum þessa sérstöku þekkingu,
getum við því runnið æviskeið okkar í ró-
semi og trausti, því að þá eigum við þessa
fullvissu, að „hvorki dauði né líf . . .
hvorki . . . hæð né dýpt, né nokkuð ann-
að skapað muni geta gjört oss viðskila við
kærleika Guðs, sem birtist í Kristi Jesú
Drottni vorum.”
Og það er enn meiri auðlegð sem fellur
þeim í skaut sem hefja starf snemma í
víngarðinum: fullvissan um endurlausn-
ina — um það, að vera barn Guðs, sú upp-
lifun að lifa lífi, sem hefur gildi og sú
tilfinning að vera einhvers virði, sem
veitist fyrir vitneskjuna um að vera skap-
aður í mynd Guðs.
Allt þetta og margt fleira eru blessanir,
sem veitast lærisveinum Krists þegar í
þessu lífi og þeim, sem honum þjóna. Frá
þessum sjónarhóli séð hafa þeir, sem
starfað hafa í víngarðinum frá því
snemma morguns, hlotið fjölmargar
blessanir fram yfir þá sem komu á síð-
ustu stundu. En hvað þessir síðbúnu hafa
farið margs á mis! En það er gleðilegt að
þeir skyldu koma þótt seint væri!
Sé dæmisagan skoðuð þannig, verður
hún allt í einu deginum ljósari, þótt við
fyrstu sýn hafi okkur virst erfitt að túlka
hana. Við sjáum að það er enginn forrétt-
16
indahópur og að enginn er ranglæti beitt-
ur. Hafi einhverjir farið einhvers á mis
eru það þeir.sem komu á síðustu stundu
og urðu því af öllum þeim góðu kostum,
sem þeir nutu sem komu snemma. En
jafnvel á elleftu stundu hlotnaðiat þeim
sama blessunin og þeim sem á undan
þeim komu: hina dýrmætu vitneskju um
að vera í hendi Guðs, sú upplifun að lifa
lífi, sem hefur gildi og sú tilfinning að
vera einhvers virði, sem veitist fyrir vitn-
eskjuna um að vera skapaður i mynd
Guðs. I þessum skilningi öðlast þeir í
rauninni sömu laun og hinir, sem fyrr
komu.
Merkir það, að þeir,
helgað hafa allt œviskeið
sitt kristilegu starfi og
þjónustu muni engra
blessana njóta fram yfir
þá sem koma á
síðustu stundu?
Og það er eitt enn sem veitist hvorum-
tveggja að sama marki, dýrmætasta gjöf-
in, sem til er — eilíft lif. í þessu efni verður
það ljóst, að í þjónustu Guðs eru allir jafn-
ir, því að ekki getur verið um æðri laun að
ræða en sjálft eilífa lífið. Þeir sem fyrstir
komu geta ekki beðið um meira. Þeim
sem komu seint var ekki hægt að gefa
neitt minna. Eilíft líf verður að vera hið
sama fyrir alla.
Dæmisagan um verkamennina í vín-
garðinum hjálpar okkur til að skoða,
hvaða hvatir liggja að baki þjónustu okk-
ar. Hvers vegna ert þú kristinn? Hvers
vegna ert þú lærisveinn Krists? Hvers
vegna starfar þú í víngarði hans?
Kærleikur ætti að vera hvöt okkar —
kærleikur til Jesú og kærleikur til sam-
ferðamannanna.
Ef við skynjum þetta til fulls mun þjón-
usta okkar og fylgd við Jesú ekki mótast
af hugsuninni um endurgjald, heldur
fremur af viðleitni til að sýna Drottni
kærleika okkar og þakklæti fyrir það sem
hann hefur fyrir okkur gert. Og ef við
höfum í reynd upplifað sams konar kær-
leika í okkar lífi, getum við ekki komist
hjá því að veita honum áfram til sérhvers
sem á vegi okkar verður.
Guð leitar fólks, sem er fúst að fara út
í víngarð hans. Hvílík forréttindi falla
okkur þá í skaut! Það eitt væri nægileg
laun í sjálfum sér. Kannski hefur þú hik-
að þar til nú. Minnstu þess, að dagurinn
er brátt á enda. Senn kemur nóttin. Það er
ekki langur tími eftir. Við ættum að grípa
tækifærið, sem við höfum — að svara
Guði játandi. Jesús bíður þín, vegna þess
að hann elskar þig — og kærleikur hans
er þó sannarlega ríkuleg laun!
Spurningar til umræðu
1. Er það rangt að vænta launa? Hvern-
ig tók Jesú á þessu máli? Hvað er vegið og
metið?
2. Hvað hafa, að mati höfundar, þeir
verkamenn, sem komu snemma, fram yf-
ir hina síðbúnu?
3. I hverju eru allir verkamenn jafnir?
Hvað segir þetta okkur um hjálpræðið?
Harald Knott er formað-
ur Sambandsins í Suð-
ur-Þýskalandi.
Aöventfréttir 1. 1990
M31SIÍ