Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 27
Hann plantaði
víngarði
Biblíutexti: Matt. 7,24—27
Eitt sinn flutti afar heimskur maður til
Palestínu. Hann hafði nóga pen-
inga milli handa, en hann var bara
ekki neitt sérlega slyngur að fara
með verðmæti. Hann vissi hvað
hann vildi og hann átti nóg af pen- /
ingum til að kaupa það sem hann
langaði í. Hann langaði í yndislegt \
hús og stórt, sem reist yrði fjarri \
smáhýsum hinna fátæku.
Hann valdi sér undursamlegan
stað undir húsið sitt. Palestína er
að mestu leyti hrjóstrug. Mestan
hluta ársins rignir lítið og þar sem
ekki rignir, er sjaldgæft að sjá gras og lítið
er um tré. Landið er samt fallegt með alla
vega löguðum hæðum og dalverpum. Og
þegar sólin kemur upp á morgnana og
sest á kvöldin, teygja sig langir skuggar
yfir sandbreiðurnar. Maðurinn ákvað að
byggja húsið sitt á fallegri sléttri lóð.
Hann réð smiði og múrara og verkið
hófst. Hann ætlaði að láta byggja húsið úr
vönduðustu gerð steina sem fáanleg
væri. Herbergin á fyrstu hæð ætlaði hann
að láta byggja umhverfis húsagarð. Þakið
á annarri hæð átti að vera verönd, þar
sem fólk gat sest niður og ræðst við eða
jafnvel sofið undir stjörnubjörtum himn-
inum. Hann ætlaði að láta byggja gripa-
hús fyrir geitur, sauðfé og asna öðrum
megin við húsið.
Búið var að gera grunninn og að reisa
eins metra háa veggi þegar ferðalangur
átti þarna leið framhjá. Ferðamaðurinn
gapti af undrun. ,,Hvað ertu að gera?"i
spurði hann ríka mannninn.
,,Geturðu ekki séð það. Eg er að byggja
hús. Er þetta ekki besti byggingarstaður
heims?" Sá heimski bandaði með hand-
leggnum i áttina hæðanna sem risu svo
fallegar í fjarska.
,,Þú mátt ekki byggja húsið þitt héma.
,,Þú ert að byggja húsið þitt á sandi. Þegar
fer að rigna, mun það skolast á brott. Svo
byggir þú hérna í breiðu gili. Það mun yf-
irfyllast þegar fer að rigna."
Augun í heimska manninum rang-
hvolfdust undir þykku augnabrúnunum.
Munnurinn á honum, sem var næstum
hulinn undir þykku, svörtu skeggi, opn-
aðist nú upp á gátt og hann skellihló. ,,Eg
er enginn bjáni!" sagði hann. ,,Ég mundi
aldrei byggja húsið mitt á sandi. Þetta er
góð lóð. Og þegar flæðir, berst flóðið ekki
alla leið hingað. Næsta á er í fjögurra kíló-
metra fjarlægð." Hann sneri sér við og
varð starsýnt á verkamann einn, sem
hafði hætt barsmíðinni og farið að leggja
vel við hlustirnar.
Okunnugi maðurinn laut niður og tók
upp handfylli af jarðveginum. Hann
nuddaði hann milli fingranna og kreisti
hann svo í hnefanum. Sandborinn jarð-
vegurinn tók að renna í fyrstu hægt og ró-
lega út á milli fingra hans en svo hraðar
og hraðar.
,,Ja, ég hefði nú gjarnan
(viljað verja nokkrum tíma
með þér og ræða við þig,"
sagði heimski maðurinn,
tók undir handlegginn á
manninum og ýtti honum af
stað, ,,en nú verð ég að halda
áfram að vinna. Smiðirnir og
múrararnir hætta að vinna ef
ég fylgist ekki með þeim."
Þetta varð fallegt hús. Þegar
heimski maðurinn stóð uppi á
þaki gat hann séð margra
kílómetra leið. Hann brosti
því hann var svo hreyk-
inn yfir húsinu sínu.
sunnan megin í slakkanum. Svo hafði
hann í hyggju að bæta við einu herbergi
eða svo eftir eitt eða tvö ár. Konan sem
hann ætlaði að fara að eiga hlyti að verða
stórhrifin af þessu stóra húsi.
Allt fór vel í fyrstu. Konan kom og
henni þótti svo vænt um nýja húsið sitt.
Þarna var djúpur brunnur, sem hún gat
farið í og sótt sér vatn til að vökva garðinn
sinn, þar sem spruttu agúrkur, laukur og
melónur.
Það byrjaði að rigna í september. Það
voru bara smáskúrir. Maðurinn hló með
sjálfum sér, þegar hann minntist þess,
sem ókunnugi maðurinn sagði. Það var
ekkert hægt að finna að húsinu hans. Já,
reyndar gegnbleytti rigningin sólbakað
landið, svo að nú varð jarðvegurinn það
linur að hann gat byrjað að plægja. Lífið
lék svo sannarlega við hann.
Svo kom að því að það fór að rigna fyrir
alvöru, alveg eins og hellt væri úr fötu.
Konan hans hljóp um allt húsið til að
reyna að þétta það, svo að vindurinn sem
fylgdi rigningunni, smygi ekki inn. En
maðurinn hló bara, þar sem hann stóð úti
á akri og virti fallega og sterka húsið sitt
fyrir sér.
Kolsvört ský hrönnuðust upp á himnin-
um. Elding leiftraði yfir himinhvolfið. Og
langt í burtu, þar sem hann gat ekki séð,
hvolfdust milljónir lítra af vatni á sólbak-
aðar hæðirnar. Það voru engin tré til að
stöðva vatnsrennslið. Það var held-
ur ekkert gras til að drekka
það í sig. Svo þúsund
smálækir runnu nú yfir
Miðvikudagur
Einkar
heimskur
maður
Aöventíréttir 1. 1990
27
Bara fyrir krakka