Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 24

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 24
Bara fyrir krakka henni ekki lengur til hjálpar. Tárin streymdu niður kinnar hennar og hún þerraði þau með óhreinum höndunum. Hún átti von á manni sínum heim bráð- lega. Hún mátti til með að finna peninginn! Hún hætti um stund og hugsaði. Kannski hafði hann rúllað út í eitthvert hornið. Hún byrjaði nú út við eina hlið herbergisins og fór vandlega yfir allt í átt- ina að miðju. Hún var orðin aum á hnján- um, svo að hún breiddi pilsið undir þau til að vernda þau gegn strábútunum og steinnibbunum, sem voru á gólfinu og voru þegar farnar að valda því að úr þeim blæddi. Hún hóf að leita einu sinni enn, hægt og vandlega. Hún hélt ljósinu ná- lægt gólfinu og hallaði lampanum, svo að ljósið félli á silfurpeninginn. Hún fann fyrir honum með fingrunum og sá hann með augunum, áður hún vissi það í hjarta sér. ,,Títus!" kallaði hún. ,,Ég er búin að finna hann!" Og þar með hljóp litli drengurinn í fangið á mömmu sinni. Rakel flýtti sér að hnýta peninginn í hornið á vasaklút og þrýsti svo vasaklútn- um djúpt niður í pilsvasann. Því næst hljóp hún út og kallaði til nágranna sinna: „Mirjam! Sara! Ég er búin að finna gift- ingarpeninginn minn. Ég leitaði hans klukkustundum saman og nú er ég búin að finna hann!" Höfuð birtust í dyragættunum og augu kíktu út um glugga. Sara hætti að sópa og Mirjam hvarf frá brauðbakstrinum og þær hröðuðu sér út á stíginn þar sem Rak- el stóð. „Gleðjist með mér," sagði Rakel við þær. Rödd hennar dillaði af hlátri. ,,Ég er búin að finna týnda peninginn minn." Lexía: Dœmisagan sýnir Guð sem húsmóð- ur, sem leitar að peningi. Peningurinn tákn- ar einhvern mann, sem er á villigötum. Lát- ið börnin gefa dæmi um fólk, sem týnt er (er á villigötum) án þess að vita það. (Hugsan- legt svar: fólk, sem aldrei hefur heyrt um Jesú). Takið eftir því að íþessari sögu hœttir Guð ekki leitinni, fyrr en hann er búinn að finna það sem týnt er. Þá kallar hann á ná- granna sína (hverja tákna nágrannarnir?) til að samgleðjast sér. Sérstakt verkefni: 1. Búið til ,,Biblíu- lampa" með því að hella örlitlu af olíu í bolla eða á undirskál. Setjið bómullarkveik ofan í olíuna og kveikið svo á kveiknum. Slökkvið síðan öll önnur Ijós. 2. Ung börn hefðugaman afað lita ,,peninga"úrpappír, klippa þá svo út, þrœða þá síðan upp á band og bera þá svo eins og brúðirnar í Biblíunni gerðu. Stundum voru peningarnir hafðir á enninu. 3. Leikið söguna og látið börnin skiptaH á hlutverkum. Mánudagur Góði hirðirinn Biblíutexti: Matt. 18,12—14; Lúk. 15,3—7; Christ's Object Lessons (Dœmisögur Krists — ekki til á íslensku), bls. 85—188 Dagurinn hjá hirðinum hafði bæði verið langur og þreytandi en því get- ur nú hirðir alltaf búist við. Hirðirinn hafði vaknað árla morguns, strax og fyrstu geislar sólarinnar tóku að birtast út við sjónarrönd. Hann hafði hrist höfuðið, nuddað stírurnar úr augunum, teygt úr sér og staðið á fætur. Hann hafði heyrt dauft kindajarmið, og hvernig sumar gömlu ærnar jöpluðu og rumdu og stórir og stæðilegir hrútar nöldruðu hásum rómi. Hann brosti með sjálfum sér og leit í áttina til réttarinnar, þar sem 100 ullar- prúðar kindur biðu þess að hann kæmi og hleypti þeim út. Hann svaf í litlu skýli til hliðar við rétttina og dálítið fyrir ofan hana. Með því móti gat hann séð allar kindurnar í einu. Það gat komið sér vel ef vanda bæri að höndum og þær þörfnuð- ust hjálpar hans. Morgunninn hafði verið svalur, svo að hann hafði sveipað yfirhöfninni þétt að sér. Hann hafði kallað á sérstakan hátt, sem kindurnar hans þekktu og vissu að átti við þær. Hver fjárhirðir hafði sitt eig- ið kall eða hljóðmerki, sem var ólíkt því- sem aðrir hirðar notuðu. Hann hafði tek- ið lokuna frá timburhurðinni og kallað á kindurnar að fylgja sér. Hirðirinn hafði gengið á undan kind- unum. Hann hafði ekki rekið þær. Þær höfðu fylgt hljóminum í röddinni hans. Þær höfðu gengið langa leið. Um tíma gengu þær eftir vegi milli akra, þar sem kornið bylgjaðist. Féð hafði verið hlýðið og gegnt boði hirðisins um að snerta ekki kornið. Loks höfðu þau komið að græn- um haga. Hirðirinn hafði stöðvað þær á meðan hann gekk í flýti yfir hagann. Vökulu augun hans höfðu séð jurt, sem hefði reynst fénu skaðleg hefði einhver kindin étið hana og hann hafði náð henni upp með rótum. Loks hafði hann kallað á féð og það hafi flýtt sér út á hagann. Meðan það var á beit, hafði hirðirinn tek- ið fram poka, sem í var hans eigin máltíð, brauð og ostur. Eftir að hafa lokið snæð- ingi hafði hann drukkið stóran sopa úr flöskunni sem hann hafði meðferðis. Nú var komið kvöld. Þetta hafði ekki verið erfiður dagur. Engin villidýr höfðu verið að angra féð. Kannski hafði þeim fundist of heitt í veðri. Það hafði tekið drjúga stund að ausa upp vatni til að fylla drykkjarkerin og brynna fénu. Þegar á allt var litið var féð fegið að koma aftur heim í réttina. Eftir að hann yrði búinn að koma fénu örugglega fyrir, hafði hann hugsað sér að kveikja svolítið bál, útbúa sér máltíð, leika um stund á reyrflautuna sína og fara síðan að hátta. Kindurnar höfðu gengið inn um lágar dyrnar á réttinni ein eftir annarri. Hann kallaði hverja með nafni og stansaði öðru hvoru til að hella olíu í skrámu, sem ein- hver kindin hafði fengið við að koma við þyrnirunna eða til að klappa einhverri á kollinn. Hann taldi kindurnar hverja á eftir annarri um leið og þær gengu inn: ,, . . . 97,98,99 ..." Til að byrja með leit hann yfir fjárhópinn rannsakandi augna- ráði. Níutíu og níu. Eina kind vantaði. Hvaða kind var það? I augum fólks sem þekkir ekki til kinda eru þær allar eins — lömbin, ærnar og hrútarnir. Og úr fjarlægð virtist kind merkilega lík klettunum og steinunum, sem stóðu upp úr jörðinni, bæði úti í hög- unum og í fjallahlíðunum. Líkt og klett- arnir voru kindurnar gráleitar að sjá því að rykið af jörðinni settist í ullina á þeim. Hirðirinn beygði sig undir dyraopið, lok- aði dyrunum á eftir sér og gekk innan um féð. Hann kom auga á Söru, stóra á með svartan blett í enninu. Hann sá Litla krútt og Glaum, Maríu og Grána. Hver kind hafði sitt nafn, sem oft byggðist á sérein- kennum hennar. Og allt í einu var honum það ljóst. Það var Þytur. Þytur, ævintýra- gjarn lambhrútur, hafði ekki komið heim með hjörðinni. Hirðirinn kallaði lágt til að róa kind- urnar, lokaði dyrunum og tók upp hirðis- staf sinn. Hann vildi ekki skilja þær eftir án þess að einhver fylgdist með þeim. Þjófar gætu brotist inn og stolið einni kindinni eða jafnvel öllum, meðan hann var í burtu. Okunnugur maður, sem ætti leið framhjá, kynni að grípa lamb til að fá sér í matinn. En Þytur var dýrmætur. Hann var há- vaðasamur lambhrútur, sem gat stokkið mjög hátt. Hirðirinn gat ekki hugsað sér, að Þytur yrði að vera einn um nóttina. Sólin gekk til viðar bak við hæðirnar, þegar hirðirinn skundaði til baka eftir stígnum. Hann gerði sér ekki vonir um að finna Þyt nálægt heimili hans, en hann hóf samt að kalla. Þegar svo dimmt var orðið, að hann sá ekki handa sinna skil, kveikti hann á blysi úr koli, sem hann bar með sér. Hann hélt blysinu hátt yfir höfði 24 Aöventfréttir 1. 1990

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.