Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 3
HVÍLDARDAGUR Er reiknað með einhverri framtíð í áformum þínum Við þörfnumst þess að fylgja Kristi bæði tafarlaust og algjörlega. EFTIR NEAL C. WILSON Foröast skaltu Ekki voru allar dæmisögur, sem Jesús sagði, þess eðlis, að í þeim benti hann mönnum á að fara og gera slíkt hið sama. Sumar bentu í gagn- stæða átt — hvað ætti að forðast eða að gera ekki. Stundum dró hann lærdóma af spilltu mannlegu eðli til að skýra muninn á því, hvað við annars vegar og Guð hins vegar höfumst að. Hann sagði til að mynda sögurnar um rangláta dómarann (Lúkas 18,1—8) og um vininn ágenga (Lúkas 11,5—13) í því augnamiði. í dæmisög- unni um meyjarnar tíu (Matt. 25,1—13) höf- um við dæmi um hvorttveggja, hið jákvæða og neikvæða, það sem okkur ber að gera og hið neikvæða, það sem við ættum ógert að láta. Dæmisagan, er ég nota sem inngang að lestrum þessarar viku, er sagan um rangláta ráðs- manninn, sem er að finna í Lúk. 16,1—12. Jesús sagði þessa dæmisögu fyrst og fremst lærisveinum sínum til lærdóms og gagns. En fleiri voru einnig viðstaddir eins og venjulega og hlýddu á frásögn hans. í þessu til- viki voru viðstaddir, auk lærisveina hans, bæði tollheimtumenn og faríse- ar, sem táknuðu sjálfar andstæðurnar Verið velkomin að njóta blessana bænavik- unnar árið 1990. Þó að við tiltökum viku, er við ákveðum að nota sérstakar stundir til bænagjörðar og andlegra iðkana, þýðir það alls ekki, að ein vika á ári sé nægileg til slíkra mála. En það er einmitt sökum þess að við skynjum, að það, sem heiminum tilheyrir, eigi of mikla hlutdeild í lífi okkar, tiltökum við slíka viku sérstaklega í þessu ákveðna augnamiði. Með því kappkostum við, að auka vitund okkar á þörfinni fyrir æ nán- ara samfélag í hverri viku við Drottin okkar og frelsara, Jesú Krist. Sé á heildina litið, varðar heiti lestra þessarar viku mikilvægi þess að búa sig undir endurkomu Krists. Það getur eitt vita að hann sé að koma, já, jafnvel að trúa því, að hann komi skjótt og svo enn annað að vera viðbúin komu hans. Þegar Jesús kom til jarðarinnar fyrra sinni, var mörgum ljóst af rannsókn spádómanna, að koma hans var fyrir dyrum, en þó voru þeir í hjarta sínu óviðbúnir komu hans. Til að vera okkur til aðstoðar við þennan undir- búning, munum við rannsaka sumar af dæmisög- unum, sem Jesús sagði á svo áhrifaríkan hátt, er hann fræddi áheyrendur sína um þetta efni. Jesús notaði dæmisögur sem kennsluaðferð, en ekki einvörðungu til að skýra mál sitt, þannig að þegar áheyrendur hans komust í hinar algengu, hvers- dagslegu aðstæður, sem hann ræddi um í sögunum, sem hann sagði, minntust þeir þeirra andlegu lærdóma, sem hann hafði dregið af þeim. Með þessu móti voru ræður hans títt endurteknar í lífi þeirra. Það var næstum því, sem þeir gætu heyrt rödd hans hljóma á nýjan leik, þegar þeir komust í þær kringumstæður sem hann hafði lýst svo lifandi fyrir þeim eða þeir tóku þátt í hinum algengu störfum, sem svo oft voru uppistað- an í hinum einföldu en eftirminnilegu og at- hyglisverðu sögum, sem hann sagði. Aöventfréttir 1. 1990 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.