Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 23

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 23
kennarinn sagði höfðu djúpa merkingu, eina eftir aðra. Jón bóndi mundi svo sannarlega sögu kennarans, þar sem hann gekk úti undir heiðbláum himnin- um og sáði hveitifræi, líkt og ættmenn hans höfðu gert öldum saman. Kennarinn hafði talað um bónda nokk- urn, sem hafði gengið út til að sá fræinu sínu. Þegar hann dreifði fræinu féll sumt á götuna og fuglarnir steyptu sér niður og átu að. Sumt af fræinu féll í grýtta jörð, þar sem var lítill jarðvegur. Það spíraði, en þegar sólin tók að skína á það, skræln- aði það vegna þess að það hafði ekki get- að skotið niður góðum og djúpum rótum. Sumt af fræinu féll á meðal þyrna og þistla. Það spíraði, en illgresið kæfði fljót- lega litlu plönturnar svo að þær dóu. En sumt fræið féll í góða jörð. Regnið kom. Sólin vermdi það. Og fræið óx upp. Um uppskerutímann tók bóndinn eftir því, að fræið sem hafði lent í góða jarðvegin- um gaf af sér góða uppskeru. Athyglisverð og undursamleg saga, hafði Jón bóndi hugsað með sér. Hann hugsaði um hana meðan hann plægði þvert á plógförin, sem fyrir voru, til að hylja góða fræið með jarðvegi. Hann hafði heyrt kennarann segja, að góða fræið merkti orð Guðs. Hvernig mátti það vera, að orð Guðs skyldi deyja í lífi sumra manna eða að það gæti vaxið og gefið af sér hjá öðr- um 100 sinnum meir? en sáð hafði verið? Kennarinn hafði sagt spaklegar og und- ursamlegar sögur. Þegar Jón bóndi var búinn að plægja, varð honum litið á fræ- ið, sem fallið hafði við jaðar akursins. Þar var jarðvegurinn grunnur og rétt huldi grjótflæmi eitt mikið. Hann vissi vel, að fræin mundu spíra og dafna um sinn en síðan deyja. Eitthvað braust um í huga hans. Hann langaði að vera eins og góði jarðvegurinn. Hann vildi, að orð Guðs fengi komið til leiðar einhverju sérlega miklu og undursamlegu í hjarta hans. Sérstakt verkefni: Lestu hægt og rólega Mark. 4,13—20 eða Matt. 13, 18—23 úr Biblíuþýðingunni frá 1981. Rœðið þær per- sónugerðir, sem jarðvegsgerðirnar eiga að tákna. Biðjið börnin að koma með dœmi um raunverulegar aðstœður, sem skýri á Ijóslif- andi hátt hinar ólíku frægerðir. Dæmi: Það fólk, sem vill ekki einu sinni hlusta á orð Guðs, á sæðið að tákna, sem fuglarnir tíndu upp og átu. Fólk, sem lætur vandamál lífs- ins og áhyggjur spilla allri ævi sinni er þá í sögunni sagt vera sem frœ á meðal þyrna og þistla Iillgresis). Verið sértœk. Áður en þið komið fram fyrir börnin, skuluð þið undir- búa ykkur að segja sögur, sem gefa góð dœmi um þessar fjórar aðstœður. Komið með og sýnið bömunum í deildinni alfa-alfa fræspírur (fleiri frœtegundir má nota en alfa-alfa fræ, t.d. frœ afkarsa, kress o. fl. fljótsprottnum jurtum, sem frœ fást af hér í sérverslunum (blómaverslunum). Leyf- ið hverju barni að fá að halda á krukku und- an smábarnamat. Hafið í hverri krukku nokkur alfa-alfa fræ (eða önnur hentug smáfrœ) til að láta þau spíra. Strengið net yfir krukkuopið. Sé frœið lagt í bleyti í yl- volgt vatn, (svona 1/2—1 sólarhring, áður en nota skal, spírar fræið miklu fyrr en ella. Límið miða með nafni barnsins á krukk- una. Látið síðan hvert barn bleyta (væta) fræið í sinni krukku. Geymið síðan krukk- urnar á hlýjum en dimmum stað (í skáp). Nauðsynlegt er að skola fræið daglega (Það verður kennarinn að sjá um, nema börnin séu látingera það á kvöldin, eða þegar kom- ið er saman í bœnavikunni). Spírumar verða tilbúnar í lok vikunnar (ef alfa-alfa frœ eru notuð). Lima-baunir, sem áður hafa verið lagðar í bleyti (í 1 sólarhring) er hœgt að láta spíra milli nokkurra rakra eldhúsrúllublaða eða á rökum klút. Karsa má láta spíra (og vaxa áfram) á rakri bómull. Á spíruðum lima-baunum má greinilega sjá bæði kím- rótina og byrjun á kímstöngli. Komið með fjögur box eða einhvers konar smáílát með jarðvegssýnum til að sýna börnunum. Sunnudagur Týndi peningurinn Biblíutexti: Lúk. 15,8—10 Rakel skellti hendinni á hálsinn á sér og tók andköf. Það tók hana aðeins fáein augnablik að renna fingrunum yfir peningana. Þar sem áður höfðu verið 10, taldi hún nú aðeins 9 silfurpeninga, sem hún var með um hálsinn. Smellurinn, sem hún hafði heyrt og glampinn, sem hún hafði tekið eftir á rykugu gólfinu þýddi, að einn af peningunum hennar var týndur. Peningurinn var hluti af brúðargjöfum Rakelar. Hann var gjöf frá eiginmanni hennar, sem hann hafði gefið henni þeg- ar hún giftist honum. Sérhver peningur var tákn um ást hans til hennar. Hver peningur merkti að honum þótti vænt um hana og mundi vernda hana. Enn einu sinni fór Rakel fingrum sínum um festina, sem peningarnir voru þræddir upp á. Jú, það var öruggt. Einn peningur- inn hafði dottið á gólfið. Húsið hennar Rakelar var lítið, aðeins eitt herbergi, en vel byggt úr höggnum sandsteini. Lítill gluggi hleypti ferhyrn- ingslöguðum ljósgeisla inn. Húsgögnin voru fábrotin — lágur stólkollur, borð og skápur undir diska. Hlóðir úr leir voru á miðju gólfi og pottar og þurrkaðar jurtir héngu niður úr sperrunum. Herbergið var bæði notað sem eldhús og svefnher- bergi, en strax og búið var að borða kvöldmat, rýmdi fjölskyldan til fyrir svefnmottunum sínum og svo fóru þau að hátta. Rakel kveikti ekki venjulega á lampa um hábjartan daginn af því að olía var dýr. En nú sagði hún við soninn sinn unga: ,,Réttu mömmu olíukrukku." Hún teygði sig eftir litla leirlampanum, sem hún geymdi í gróp í veggnum. Hún reyndi að muna hvar peningurinn hafði dottið. Jafnvel Títus, þriggja ára gamli snáðinn hennar, vissi, að það mátti ekki eyða olíu um hábjartan dag. „Hvað er að?" spurði hann. Rakel útskýrði það fyrir honum, með- an hún hellti sem svaraði einni teskeið af olíu á lampann og kveikti á baðmullar- kveiknum. ,,Farðu nú út að leika þér á meðan ég leita," sagði hún við hann. ,,Þú getur teiknað myndir úti fyrir mömmu í rykið með priki." Rakel tók nú til við að sópa harðtroðna moldargólfið hægt og varlega. Hún stans- aði alltaf öðru hvoru til að rykið hætti að þyrlast upp og settist aftur á gólfið. Hún beygði sig niður að gólfi til að flöktandi ljósið varpaði skímu á peninginn dýr- mæta. En henni var ómögulegt að finna hann. Þá tók Rakel í síða pilsið sitt og lyfti því upp með vinstri hendi. Síðan kraup hún á hné á gólfið til að leita enn einu sinni. Ljósið frá lampanum gaf daufa birtu í hring umhverfis en ekki gat hún komið auga á peninginn. Rakel grúfði sig niður og fór yfir gólfið, hvern smáblettinn eftir annan en ekki fannst peningurinn. Hún þreifaði inn í horn og undir potta en það eina sem hún hafði upp úr því var að hún varð óhrein á höndunum og táraðist af öllu rykinu, sem þyrlaðist upp í augun á henni. Títus litli stóð i dyragættinni, en Rakel hleypti honum ekki inn. ,,Hjálpaðu mömmu að leita þarna sem þú stendur í dyrunum," sagði hún. „Sjáðu til, ég ætla að halda lampanum alveg niður við gólf." Nú skreið hún á fjórum fótum og hafði ekki lengur áhyggjur af því þótt þvo þyrfti pilsið hennar á eftir. Hún skreið á fjórum fótum yfir allt gólfið og rannsak- aði hvern smáblett til að reyna að finna litla silfurpeninginn, sem var henni svo mikils virði. Sólin mjakaðist yfir brennheitan og heiðan himininn og varpaði nú skugga á gluggann hennar Rakelar. Sólarljósið var Aöventfréttir 1. 1990 23 Bara fyrir krakka

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.