Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 5
hugann við það, sem þessi heimur hefur
upp á að bjóða; faríseum, sem treyst hafði
verið fyrir frelsunarboðskap fyrir heim-
inn og loks lærisveinunum, sem voru að-
njótandi þeirra forréttinda, að hafa sam-
neyti við Drottin sinn daglega.
Þessi dæmisaga öll snertir viðbúnað
fyrir framtíðina. Á meðan rangláti ráðs-
maðurinn hafði vinnu, leiddi hann ekki
hugann að framtíðinni. En þegar framtíð-
in birtist honum sem bláköld staðreynd,
einbeitti hann sér að málinu af öllum
huga sínum. Viðfangsefnið var ekki það,
hvort ráðabrugg hans hafi verið ótilhlýði-
legt og jafnvel ekki ólögmætt — það, sem
málið snýst um er, að hann hugsaði fram
á veginn! Jesús segir, að börn Guðs, þau,
sem ríki hans munu erfa, eigi að vera að
minnsta kosti jafn „slungin" og umhugað
um framtíðina og börnum þessa heims.
Þýðingarmesti viðburðurinn
Endurkoma Jesú er þýðingarmesti við-
burðurinn, sem þessi heimur mun verða
vitni að. Það er ekki hægt að hugsa til
þess, að við verðum óviðbúin honum. Ei-
lífðarframtíð okkar er langtum þýðingar-
meiri en framtíð okkar til að mynda í
starfi. Ef við getum ráðið við hin verald-
legu mál okkar, ættum við að geta gert
okkur grein fyrir, hvað þarf til, svo að við
getum verið undirbúin fyrir himininn, og
komið því síðan í verk.
En hve það er nú samt auðvelt að hafa
endaskipti á hlutunum og gefa innantóm-
um málum forgang í lífinu. Stundum
verðum við svo altekin af því ,,að klífa
metorðastigann" að svo virðist sem við
glötum andlegum skilningi og dóm-
greind. ,,Þeir, sem verja ævidögum sín-
um í að safna jarðneskum fjársjóðum,
sýna að þeir búa yfir minni visku, minni
hugsun og umhyggju fyrir eilífum vel-
farnaði sínum en rangláti ráðsmaðurinn
sýndi gagnvart sinni jarðnesku fram-
færslu" IChrist's Object Lessons IDœmi-
sögur Krists) eftir E.G.White, bls. 372).
Við þurfum að minnast hve Jesú varaði
við að verða háður þægindum þessa
heims. I sögunni um sáðmanninn féll
sumt af sæðinu meðal þyrna. Jesús sagði,
að þyrnarnir merktu áhyggjur, auðæfi og
nautnir lífsins (Lúkas 8,14), sem kæfa
andlega íhugun hjá okkur. Við þurfum
ekki að vera mjög fjáð til að falla fyrir
slíkum freistingum. Bara það að langa til
að verða ríkur, eða réttara sagt, aðeins að
verja of miklu af tíma okkar og áhuga í
veraldleg mál leiðir til hins sama að lok-
um.
Kjarninn í því sem Jesús sagði var
þetta: ,,Hví að nota orku í að fást við ver-
aldleg málefni, þegar eilífðarörlög ykkar
eru í húfi?"
Sumir skarpgáfaðir menn geta kannski
hugsað um fleiri en eitt efni í einu. En
ógerlegt er að einbeita sér nema að einu
efni í einu því í orðinu felst að hugsunun-
um er beint að einu máli. Páll postuli seg-
ir svo: ,,En eitt gjöri ég . . . Eg seilist eftir
því, sem framundan er, og keppi þannig
að markinu, til verðlaunanna á himnum,
sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist
Jesú" (Fil. 3,14).
Laódíkeusöfnuðurinn, sem um er getið
í Opinberunarbókinni, keppti ekki að
neinu. Hann er ánægður með þáverandi
ástand sitt. ,,Þú ert hvorki kaldur né heit-
ur . . . Þú segir: ,,Ég er ríkur og orðinn
auðugur og þarfnast einskis"" (Op.
3,15—17). Það virðist óhugsandi að slíka
afstöðu megi finna einmitt hjá þeim hópi
manna, sem segist trúa, að Jesús komi
skjótt. Auðvitað ætti þetta fólk, sem sér,
að næstum öll táknin um endurkomu
Krists eru þegar uppfyllt, að vera fullt af
áhuga — vakandi, vökult, allsgáð, eftir-
væntingarfullt og viðbúið. En engill
Laódíkeu segir það vera hálfvolgt og ve-
sælt.
Harry Emerson Fosdick, sem var kunn-
ur prédikari áður fyrr í New York, sagði
frá skólafélaga, sem ákvað að sinna
heimavinnu sinni ,,á vísindalegan" hátt.
Hann keypti sér sérstakt skrifborð, þar
sem hann gat látið bókina liggja með viss-
sum halla, lampa, sem brá nægilegri
birtu yfir bókina, augnskyggni, sem úti-
lokaði alla utanaðkomandi birtu, inniskó
ogjakka svo að hann kæmist í lestrarskap
til að sinna alvarlegu námi. Svo kom þessi
námsmaður heim og lagaði til á sér fötin,
stillti lampann, augnskyggnið, skrifborð-
ið og bókina — og steinsofnaði. Líkt og
Laódíkeumaður!
Að afneita hinu augljósa
Það er hluti af þessari mynd, að einmitt
þeir sem þvertaka fyrir að vera Laódíkeu-
menn, eru þannig fullkomið dæmi um
hugsunarhátt þeirra. Þeir sem segja:
„Vakning er fyrir einhverja aðra. Sjálfur
er ég alveg viðbúinn" eru einmitt þeir
sem mesta þörf hafa fyrir vakningu. Því
eru hvatningarorð Jesú þessi: „Verið
brennandi af áhuga og gjörið iðrun." Iðr-
ist hálfvelgju ykkar, sjálfsánægju, þess,
hve skjótt þið semjið ykkur að háttum
heimsins. Verið brennandi af áhuga —
sem er algjör andstæða hálfvelgjunnar.
Verið upptendruð ^af áhuga.
Fyrir nokkrum mánuðum hélt aðvent-
söfnuðurinn heimsþing sitt. Eftir að hafa
hlýtt á skýrslur um framgang fagnaðarer-
indisins í mörgum löndum, samþykkti
söfnuðurinn áætlun um alheimsboðun.
Ekki átti framar að vinna í pörtum. Allur
heimurinn er athafnasvið okkar og allir
okkar kraftar beinast að því að boða
heiminum öllum fagnaðarerindið. „Dag-
ar, vikur og mánuðir líða en við höfum
einum deginum, einni vikunni, einum
mánuðinum skemmri tíma til að sinna
verki okkar. I mesta lagi fáein ár í viðbót
og þá mun raustin, sem við getum ekki
neitað að svara, hljóma og segja: „Gjör þú
reikningsskil ráðsmennsku þinnar""
(Sama rit, bls. 373,374).
Viltu gefa Guði heit í dag eða endur-
nýja heit þitt? Frestaðu því ekki til viku-
loka, ekki einu sinni til kvölds. Gerðu þér
grein fyrir hvað í húfi er: Eru höfuðatrið-
in í lífi þínu — það er að segja, það sem þú
lætur þér virkilega annt um — er það að
leiða þig í áttina til himins eða í burtu
þaðan? Héldi líf þitt áfram á sömu braut
og það nú er, hvar mundi það þá enda?
Páll postuli flutti söfnuðinum í Kólossu
þessi hvatningarorð — og vissulega okk-
ur einnig: „Fyrst þér því eruð uppvaktir
með Kristi, þá keppist eftir því, sem er
hið efra, þar sem Kristur situr við hægri
hönd Guðs. Hugsið um það, sem er hið
efra, en ekki um það, sem á jörðinni
er . . . Deyðið því hið jarðneska í fari yð-
ar: Hórdóm, saurlifnað, losta, vonda fýsn
og ágirnd, sem ekki er annað en skurð-
goðadýrkun . . . Iklæðist því eins og
Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjart-
ans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hóg-
værð og langlyndi . . . En íklæðist yfir allt
þetta elskunni, sem er band algjörleik-
ans . . . Hvað sem þér gjörið í orði eða
verki, gjörið það allt í nafni Drottins Jesú
og þakkið Guði föður fyrir hann" (Kól.
3,1-17).
Síðasta setningin dregur fram kjarna
málsins alls: „Gjörið það allt í nafni
Drottins Jesú." Ef við gefum Guði slíkt
heit, mun okkur „finnast fátt um hið fá-
nýta veraldarprjál." Þegar við gerum það
heit, að hafa Krist fyrstan, síðastan og
bestan í öllu, mun allt annað fá þann sess,
sem því hæfir — og við munum taka þann
sess, er hæfir okkur, en hann er við hlið
Jesú nú og um eilífð.
Spurningar til umræðu
1. Útskýrið Lúkas 16,8—'Húsbóndinn
hrósaði rangláta ráðsmanninum." Hver
er húsbóndinn hér?
2. Hversu mikið af fjármunum okkar
tilheyrir Guði og hve mikið okkur
sjálfum?
3. Útleggið dæmisöguna um rangláta
ráðsmanninn, þannig að hún eigi við (a)
söfnuðinn, (b) líf ykkar sérstaklega.
Neal C. Wilson var for-
seti heimssambands Sjö-
unda dags aðventista
þar til íjúlí 1990.
Aöventfréttir 1. 1990
5
*EGISTÍB