Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 7

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 7
Jafnvel þótt þræli þessum virðist hafa gengið vel og hann verið efnilegur, þá varð töfin á heimkomu húsbóndans og loforðið óuppfyllta um stöðuhækkun, aðeins til þess að hann sýndi sitt rétta eðli. Drykkjuvenjur hans tóku að sýna, að það var ekki húsbóndi heimilisins, sem hann lét sér annt um, heldur hugsaði hann aðeins um sjálfan sig. Hann lét sér ekki annt um félaga sína, hina þrælana. Reyndar greinir dæmisagan frá grimmd hans gagnvart þeim. Að kjósa frelsi Ekki var farið á sama hátt með alla þræla á fyrstu öld. Sumir þrælar fengu ekki aðeins herbergi og fæði, menntun, sjúkrahúsvist og grafreit, heldur einnig vissa fjárhæð, sem gat gert þeim kleift að kaupa sér frelsi. Það gat með öðrum orðum komið að því, að þrælar á fyrstu öld kveddu heimili húsbónda síns, ef þeir kusu það og þeim var opin leið til slíks vals. En gerðist þræll óvæginn gagnvart öðr- um þrælum og sinnti ekki skyldustörfum þeim, sem honum bar að inna af hendi á heimili húsbónda sins, var öllum ljóst, að hann var kominn í andstöðu við heimilis- fólkið og reyndar heimilið allt. Hann var hægt að selja, hvaða húsbónda, sem kaupa vildi. I flestum tilvikum komu húsbændur fram við þræla sína af virð- ingu og létu þá finna, að þeir væru hluti af fjölskyldunni og tilheyrðu henni. Sá þræll, sem hugsaði þannig: ,,Langur tími mun líða, þar til er húsbóndi minn snýr aftur heim á leið,” lætur hljóma brýna aðvörun til allra sjöunda dags að- ventista. Við höfum oft á tíðum haldið, að tímaáætlun Guðs sé sú sama og okkar og höfum við því átt í vandræðum með að skilja, hví Kristur sé enn ókominn. Við ályktum sem svo, að Guð hafi haft yfrinn tíma til að fullna dóminn. Og sökum þess að við berum ekki skyn á, hvernig forsjón Guðs starfar, hafa sum okkar fyllst óánægju og vonleysi. Oskynsamir en kappsfullir trúbræður, sem finna út nýjan tímaútreikning, hvenær sem nýtt stríð brýst út eða náttúruhamfarir gerast, aðeins til að sjá útreikninginn bregðast, hafa stundum magnað efasemdirnar og gert þær þungbærari. Dæmisaga Mattheusar er ætluð okkur nú á dögum. Það eina, sem þrælnum var ætlað að gera var, að matreiða fyrir fjölskylduna. Þetta var ósköp einfalt og hversdagslegt verk, dagleg skylda, sem nauðsynlegt var að sinna. Dæmisagan táknar hið daglega líf okkar, hin daglegu störf, hin nauðsynlegu störf fyrir daglegu brauði, að sjá fyrir fjölskyldum okkar og lifa sem kristnir menn með samúð í huga. I vissum skilningi merkir dæmisagan það að við eigum að sýna trúmennsku og Vzð erum hér til að sýna trúmennsku og heiðarleika í daglegu lífi er vzð híðum endurkomu Krists heiðarleika í daglegu lífi. Dæmisagan greinir hvergi frá því, hve lengi húsbónd- inn er í burtu, enda er það ekki þýðingar- mikið atriði í sögunni. Við getum hvorki skelft okkur né heiminn til iðrunar með því að boða, að Kristur komi aftur á tilteknum tíma. Það er sama, hversu freistandi er að setja fram tilgátu um, hvenær Kristur kemur, þá gefur það okkur ekki þann árangur, sem við kunnum að hafa vonast eftir. Ef við störfum að þeim málefnum sem snerta fjölskyldu meistarans, sýnir það, að við erum trúir verkamenn. Við þurfum að sinna starfsskipun Drottins (Matt. 19,20) og er við uppfyllum köllun okkar glöð í bragði, eigum við ,,að vænta nú sonar (Guðs) frá himnum" af þolgæði (1. Þess.1,10). Aminning Matteusar um að „vera vakandi" bendir til þess að við eigum að meta ástæðurnar fyrir því að trúa á skjóta endurkomu Krists. Vonumst við fyrst og fremst eftir að komast hjá því að þurfa að deyja? Eða höldum við að okkur verði bjargað frá því að þurfa að spjara okkur í erfiðum heimi? Eða vonumst við kannski eftir að geta sloppið við að þurfa að vaxa upp tilfinningalega og andlega? Sé svo munum við verða fyrir sárum vonbrigðum. Ef við berum í raun og veru vonina um endurkomu Krists í hjarta okkar, leiðir hún okkur ekki til að víkjast undan hinum storkandi viðfangsefnum þessa lífs og frá því að vera umhyggjusamar og uppörvandi manneskjur. Tökum því merkingu dæmisögunnar alvarlega. Sem kristið fólk eigum við að annast fjölskyldu Guðs — allan heiminn. Hætt- um að freista þess að láta áætlun Guðs laga sig að kerfi okkar. Við eigum hina sælu von. Gerum hana ekki að drungalegum vonbrigðum. Og þar sem orðið tö/'lýsir fremur vonbrigðum okkar og kjarkleysi, frekar en tímaáætlun Guðs, skulum við forðast að nota það í sambandi við endurkomu Krists. Okkur er ekki mögulegt að hafa neinn skýran og skilmerkilegan skilning á orsökum og afleiðingum þess hvernig Guð starfar hér í heiminum. I alheim- inum eru mýmörg flókin mál, sem eru ofar okkar skilningi. Höfundar rita Biblíunnar gefa aðeins mjög knöpp drög atburða og spádóma með tíðum og stórum eyðum í tíma á milli. Þar sem Guð sá ekki ástæðu til að fylla upp í þessar eyður, skulum við varast að gera það. Hinn ótrúi þjónn reyndi að meta það, hvenær vænta mætti húsbónda hans heim aftur. Eigum við að segja að hann fyllti upp í eyðurnar sinar eigin hugmyndir um það, sem hann taldi eðlilegan tíma til fararinnar? Dæmisagan sýnir að hegðun sem byggist á von um laun eða hótun um hörmungar gefur ekki rétta mynd af okkar innsta eðli. Þegar launin, sem eru ástæða hegðunarinnar, fást ekki, látum við af þessari ákveðnu hegðun og tökum upp þá sem okkur er eiginleg og er í sam- ræmi við hið eiginlega eðli okkar. Þar sem Guð í visku sinni hefur ekki séð ástæðu til að gefa upp nákvæma dagsetningu fyrir endurkomu Drottins, væri skynsamlegt af okkur að fylgja ráðleggingu Gamla testamentisins: „Vona á Drottin, ver öruggur og hugrakkur, já, vona á Drottin" (Sálm. 27,14). Spurningar til umræðu 1. Hvernig getum við komið í veg fyrir að von okkar varðandi endurkomu Krists dofni? 2. Hvers vegna sér Guð ekki ástæðu til að veita okkur nákvæma vitneskju um, hvenær vænta megi endurkomu Drottins? 3. Höfundur stigur upp á að við ættum að forðast að nota orð, sem merkja töf, í sambandi við endurkomu Drottins. Hvers vegna segir hún það? Ertu sammála? 4. Með hvaða hætti er best að bíða Drottins? Madelynn Jones-Halde- man, Th.D. er prófessor í trúarbragðasögu við Loma Linda Háskóla aðventista í Riverside í Kalíforníu í Banda- ríkjunum. Aöventfréttir 1. 1990 7

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.