Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 19

Aðventfréttir - 01.01.1990, Blaðsíða 19
HVÍLDARDAGUR Dœmisagan um meyjarnar 10 hefur nokkuð að segja okkur um viðbúnað okkar fyrir endurkomuna. EFTIR ELLEN G. WHITE Er ljósið okkar fiöktandi? Lestur þessi er kafli úr bók Elien G White, Christ's Object Lessons (um dæmisögur Krists), blaðsíðu 405—421. Til að gera upplestur auðveldari hefur löngum setningum í upprunalega verkinu verið skipt niður í tvœr setningar eða fleiri. — Ritstjórar. Kristur situr ásamt lærisveinum sínum á Olíufjallinu. Sólin er sest á bak við fjöllin og kvöldskuggarnir sveipa himininn. Fyrir sjónum þeirra blasir íbúðarhús svo uppljóm- að, að engu líkara er en stofna eigi þar til einhverr- ar stórrar hátíðarstundar. Ljós berst út um glugga og dyr, og hópur eftirvæntingarfulls fólks bíður allt í kring. Það bendir til, að brúðarganga muni brátt birtast. Víða í Austurlöndum fara brúðkaup fram að kvöldlagi. Brúðguminn gengur fram á móti brúði sinni til að fara með hana heim til sín. Brúðhjónin ganga svo í blysför að heiman frá föðurhúsum brúðarinnar, þangað sem þau eiga að búa, þar sem veisla er búin öllum boðsgestum. Það sem fyrir augu Krists ber, er hópur manna, sem bíður brúð- hjónanna til að slást í för með þeim . . . Þar sem Kristur sat og horfði á hópinn, sem beið brúðgumans, sagði hann lærisveinunum söguna um meyjarnar tíu. Lífsreynsla þeirra átti að vera dæmi um það, er söfnuður Guðs, sem uppi yrði rétt fyrir endurkomu hans, mundi upplifa . . . Tveir hópar Þessir tveir hópar áhorfenda tákna tvo hópa manna, sem segjast vera að bíða Drottins. Þeir eru kallaðar meyjar af því að trú þeirra er hrein. Lamparnir merkja orð Guðs. Sálmaskáldið segir: „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mín- um" (Sálm. 119,105). Olían er táknmynd af Heilögum anda . . . I dæmisögunni segir, að meyjarnar tíu hafi farið til móts við brúðgumann. Allar höfðu þær lampa svo og könnur undir olíu. Fyrst í stað mátti engan mun greina á þeim. Eins verður það með söfnuð Guðs, sem uppi verður rétt um þær mundir, er Kristur kemur aftur. Allir hafa öðlast þekkingu á Biblíunni. Allir hafa hlýtt á boðskapinn um að koma Krists sé fyrir dyrum og vænta hans af trúar- trausti. En það er líkt í dæmisögunni og nú. Bið- tími hefst, það reynir á trúna, og þegar heyrist hrópað: „Brúðgun.'nn kemur, farið til móts við hann," eru margir óviðbúnir. Þeir hafa enga olíu í könnum sínum sem fylgja lömpunum. Þá skortir Heilagan anda. An Anda Guðs hefur þekking á orði hans harla lítið gildi. Skorti fræðikerfi sannleikans Anda Guðs megnar það ekki að vekja sálina eða að helga hjartað. Menn geta þekkt boð og fyrirheit Biblí- unnar en lyndiseinkunnin breytist ekki nema Andi Guðs sé með í verki. An upplýsingar Andans munu menn ekki geta greint sannnleika frá villu og munu þeir þá falla fyrir meistaralegum freist- ingum Satans. Ekki hræsnarar Sá hópur manna, sem fávísu meyjarnar eiga að tákna, eru ekki hræsnaran Þeir bera virðingu fyr- ir sannleikanum, þeir hafa haldið sannleikanum fram, þeir laðast að þeim, sem trúa sannleikanum, en sjálfir hafa þeir ekki látið mótast af Anda Guðs. Þeir hafa ekki fallið á klettinn, Jesú Krist, svo að hið gamla eðli þeirra sundurmolaðist . . . Andi Guðs verkar á mannshjartað samkvæmt ósk og samþykki mannsins sjálfs og gefur honum nýtt eðli. En hópur sá, sem fávísu meyjarnar tákna, hefur látið sér nægja yfirborðskennt verk. Þeir þekkja ekki Guð. Þeir hafa ekki rannsakað grundvallareðli hans og ekki haldið uppi samfé- lagi við hann. Þess vegna kunna þeir ekki að treysta, hvernig megi líta til Jesú og fá lifað . . . Þegar að kreppir, kemur lyndiseinkunnin í ljós. Þá sést, hvaða mann við höfum að geyma. Þegar hrópið kvað við um miðnætti: ,,Sjá, brúðguminn kemur, farið til móts við hann", og sofandi meyj- arnar vöknuðu af værum blundi, kom í ljós, hverj- ar höfðu búið sig undir þennan viðburð. Þetta kom báðum hópum að óvörum. En annar hópur- inn var viðbúinn hinu óvænta en hinn reyndist óviðbúinn. Svo er einnig núna. Skyndilegt og óvænt áfall, eitthvað sem fær mannssálina til að kynnast dauð- anum náið, mun leiða í ljós, hvort um raunveru- lega trú á fyrirheit Guðs er að ræða. Þá mun koma í ljós, hvort mannssálin er borin uppi af náðinni. Hin mikla lokaprófraun kemur við lok náðartím- ans, þegar verður of seint að uppfylla þarfir mannssálarinnar. Meyjarnar tíu horfa á, við lok sögu þessarar jarðar. Allar segjast þær vera kristnar. Allar hafa hlotið köllun, nafn, lampa og allar segjast þær vera að vinna fyrir Guð. Greinilega vænta þær all- ar komu Krists. En fimm eru óviðbúnar. Fimm munu fyllast undrun og kvíða og vera utan veislu- salarins . . . Ljósberar í dæmisögunni höfðu hyggnu meyjarnar haft ol- íu á könnum sínum ásamt lömpum sínum. Ljós þeirra logaði skærum loga allan biðtímann um kvöldið. Það jók á lýsinguna, sem var gerð brúð- gumanum til heiðurs . . . Á sama hátt eiga fylgjendur Krists að beina ljósi sínu inn í myrkan heim. Fyrir tilstilli Heilags anda Aöventfréttir 1. 1990 19

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.