Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 8

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 8
tekið ákvörðun um að fylgja Orði Guðs í hvívetna. Tveir piltar um tvítugt sem eru aðventistar heimsóttu mig oft og sóttust eftir því að fá að fara með mér í heimsóknir. Það var kærkomið enda þurfti ég á hjálp þeirra að halda við að túlka fyrir mig. En þegar þeir kynntust sálnavinnandi starfi fráfyrstu hendi og sáu þá baráttu sem fólkið háðivarðandifagnaðarerindið, fylltust þeir svo miklum áhuga á þessu starfi, að þeir létu ekkert tækifæri ónotað til að koma með mér inn á heimili fólksins. Annar þeirra ákvað að gerast vakningaprédikari þrátt fyrir að hann er langt kominn með nám sitt sem rafvirki. Ungverjar eru einstaklega gestrisið fólk. Bæði aðventistar og aðrir vildu allt fyrir mig gera. Þetta er fórnfúst fólk, eins og kom í ljós á árinu á undan samkomuhaldinu, en þá gerði þessi 50 manna söfnuður í Veszprém sér lítið fyrir og byggðu nýja kirkju með öllu tilheyrandi. Gjaldmiðillinn heitir forinta og kostaði kirkjubyggingin alls 6 milljónir forintur, og voru um 2 milljónir af þeirri upphæð í gjafavinnu. Afganginn, 4 milljónir, gaf fólkið af takmörkuðum fjármunum sínum, en einnig voru í gangi ýmsar leiðir til fjáröflunar í um tvö ár. Meðallaunin þama eru um 15.000 forintur á mánuði. Þetta dæmi sýnir hve miklu þessar 2 5 fjölskyldur safnaðarins gátu komið í verk á innan við tveimur árum. Söfnuðurinn á kirkjuna skuldlausa í dag. Steinþór Þóröarson UNDIRLEIKARIFYRIR HAFNARFJARÐARSÖFNUÐ Söfnuðurinn í Hafnarfirði er stöðuglega í leit að undirleikara fyrir samkomur sínar þar eð söfnuðurinn á engum hljóðfæra- leikara á að skipa. Ef einhver orgel eða píanóleikari gæti séð sér fært að taka að sér undirleik þar um lengri eða skemmri tíma mun það bæta úr brýnni þörf. Áhugasamir vinsamlega hafið samband við Lilju Guðsteins- dóttur í síma 92-14222. NYR SAMKOMUSTAÐUR í HAFNARFIRÐI Rétt áður en blaðið fór í prentun bárust þær fréttir að nú hefur tekist að fá afnot af nýjum og hentugum samkomusal fyrir Hafnarfjarðarsöfnuð. Góðtemplarar hafa nýlega endurnýjað húsakynni sín að Suðurgötu 7 og mun söfnuðurinn koma saman þar frá og með 19. desember. Þó mun samkoman sem átti að vera 2. janúar falla niður. KYOUC - er mest seldi hvítlau ku r veraldar - er lyktarlaus - er lífrænt ræktaður og laus við skordýraeitur og tilbúinn áburð - er unninn í u.þ.b. 2ja ára kælitæknivinnslu að lokinni ræktun - ergæðaprófaður 250 sinnum á framleiðslutímanum - hefur meiri og betri áhrifen hrár hvítlaukur - er framleiddur undir hæstu gæðaframleiðslustöðlum Kyolic daglega - það gerir gæfumuninn Fáanlegur í hylkjum, töflum eða í fljótandi formi Helstu sölustaðir: Hellsu-oglyfjaverslanlroghellsuhornvörumarkaða. 8 Aöventfréttir 5.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.