Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 3

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 3
SUMARMÓT AÐ HLÍÐARDALSSKÓLA 1992 Spjallað á sumarmótí. Árlegt sumarmót safnaðarins var haldið að Hlíðardalsskóla dagana 31. júlí-2. ágúst s.l. Mótið var með líku sniði og undanfarin ár, þó lauk mótinu á sunnudagskvöldinu í stað mánudags hádegis eins og verið hefur. Ræðumaður mótsins var Björgvin Snorrason og hafði hann valið orðin: „Drottinn kemur“ sem kjörorð mótsins. Björgvin fjallaði um uppfyllingu spádóma Biblíunnar á mótinu sérstaklega með tilliti til stöðu mála í Evrópu í dag. Allt efni mótsins var hljóðritað og fæst á skrifstofu Samtakanna á hljómsnældum fyrir kr. 1,800. Mótið hófst á föstudagssíðdegi þ. 31. júlí á að mótsgestum var úthlutað herbergi af húsmóður mótsins, Lailu Guðmundsson. Sjaldan hefur aðsókn verið meiri en með útsjónarsemi tókst að útvega gistiaðstöðu fyrír alla. Síðan var boðið til kvöldverðar kl. 19:00. Setningarsamkoma mótsins hófst kl. 20:30 og var efni Björgvins þá: „Sigur frelsis Guðs“. Á hvíldardagsmorgninum var hvíldardagsskólinní umsjá Þrastar B. Steinpórssonar.formannshvíldar- dagsskóladeildar Samtakanna. Hann og Bjami Sigurðsson í sameiningu sáu Björgvin Snorrason, aðalrceðumaður mótsins. um yfirferð lexíunnar sem peim fórst mjög vel úr hendi. Efni Björgvins á guðsþjónustunni var: „öruggt frelsi hinstrúaða." Hádegisverður var snæddur í formi lukkupotts eins og undanfarin ár en öll skipulagning máltíða var í höndum Jeanette Snorrason og tókst það allt sérlega vel. Kl. 15:00 var síðdegissamkoma en þá fjallaði Björgvin um „hlutverk Evrópu í ljósi spádóma Ritningarinnar" og kl. 16:30 sýndi hann heimildarmynd sembreska sjónvarpsstöðin BBC lét gera um stöðu Rómverskkaþólsku kirkjunnar í Evrópu og Bandaríkjunum. Um kvöldið var söngsamkoma á sal í umsjá Esterar Ólafsdóttur og Karenar Sturlaugsson. Mikið var um létta og skemmtilega tónlist á þessari samkomu og fór hún einkar vel fram í alla staði öllum þeim sem til staðar voru til mikillar ánægju. Mikil og góð tónlist einkenndi í raun þetta mót og átti Ester veg og vanda að skipulagningu hennar. Það sannaðist enn einu sinni að mikið er um hæfileikafólk á tónlistarsviðinu innan okkar raða. Kvöldhressing var á boðstólum eftir söngsamkomuna og þarnæst, eftir sólarlag, skemmtu yngri mótsgestirnir og hinir ungu í anda sér konunglega á sal á kvöldvöku. Síðan var „marserað“, sungið umhverfis varðeld og að lokum farið í sund þannig að hinir úthaldssömustu fóru í rúmið þegar líða tók á seinni hluta nætur! Efni mótsskólans fyrir hádegi á sunnudeginum var: „Hrun Sovétríkjanna", en síðdegis voru frjálsar umræður á sal um þetta efni og annað sem fjallað hafði verið um á mótinu. Um kvöldið var síðan lokasamkoma. Mótið var vel sótt og ber að þakka öllum sem lögðu sitt af mörkum til að gera það ánægjulegt og eftirminnilegt. Ekki minnst ber að þakka Björgvin sem bar fram tímabæran og áhugaverðan boðskap sem mótsgestir munu lengi búa að. Síðast en ekki síst viljum við þakka Guði fyrir nærveru Anda hans og ríkulegar gjafir hans okkur til handa á þessu móti. EG. Erling, Erlendur og fleiri í borðstofu. Aðventfréttir S. 1992 3

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.