Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 13

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 13
fulltrúar hans og ég er sannfærður um að Guð hefur falið Sjöunda dags aðventistum að boða sérstakan boðskap á þessum síðustu tímum veraldarsögunnar — boðskap hinna þriggja engla í Opinberunarbókinni 14.12. Okkurerfahðaðboðahiðeih'fa fagnaðarerindi sem kallar alla menn til að tilbiðja Guð, til að halda boðorð hans og til að hafa trúna á Jesú. í þessum tilgangi er það okkur gleðiefni að helga tíma okkar, hæfileika og eignir Guði því við erum ráðsmenn hans. Þetta gerum við í ljósi þess að „með því að gefa Jesús gaf Guð allan himininn okkur til frelsunar."11 Skýringar neðanmáls: 1. Jon Johnston, „Growing Me-ism and Materialism,“ ChristtanityToday Institute, 17. jan. 1986 bls. 16. 2: Tom Sine, The Mustard Seed Conspiracy, bls. 78. 3. Sama rit, bls. 78. 4. T ony Campolo, Adventist Review, 20. apríl 1989, bls. 10. 5.. Christ’sObjectLessons,hls. 342. 6. DeNeed L. Brown and Patricia Davis, „ForVirginaTeens, Emptiness Amid Plenty,“ Washington Post, 8. des. 1991. 7. Um mataræði, bækur, áfengi, reykingar, skemmtanir, o.sv.frv, sjá Christian Behavior,“ Seventh-day Adventist Believe, bls. 272-292. 8. Counsels on Stewardship bls. 15. 9. Campolö, bls. 10. 10. Eugene Linden, Time, 13, júlí 1992, bls. 68. 11. The Desire ofAges, bls. 565. SAMSTARF GUÐS OG MANNS Eftir Ellen G. White Guð er ekki háður þátttöku manna í framkvæmd fyrirætlana sinna. Hann gæti hafa gert engla að flutningsmönnum sannleikans. Hann gæti hafa boðað vilja sinn með eigin röddu sinni eins og lögmálið var kunngjört frá Sínaí fjalli. En í þeim tilgangi að vekja anda gjafmildi og fórnfýsi hið innra með okkur hefur hann valið menn sem framkvæmdaraðila verks síns. Sérhver framkvæmd sjálfsfórnar sem unnin er öðrum til blessunar mun styrkja anda góðvildar og góðgerðarsemi í hjarta gefandans og efla henn í samstöðu sinni við frelsara heimsins, hann, sem „gjörðist fátækur yðar vegna, þótt ríkur væri, til þess að þér auðguðust af fátækt hans.“ Einungis ef við uþþfyllum hinn guðdómlega tilgang sköþunar okkar getur líf okkar orðið okkur tilblessunar. Allar þær góðu gjafir sem Guð gefur manninum verða honum einungis til bölvunar ef hann nýtir þær ekki öðrum til blessunar og verki Guðs hér á jörðu til eflingar. R&H, 7.des. 1886. Ef Guð hefur blessað okkur með allsnægtum þá er það ekki réttmætt að við notum tíma okkar til og beinum athygli okkar að því sem hann hefur gefið okkur að láni í ríkari mæli en að honum sjálfum. Gefandinn er gjöfinni meiri. Við erum verði keyþt, ekki erum við okkar eigin. Höfum við gleymt hvílíkt verð var greitt fyrir endurlausn okkar? Er þakklætið lífvana í hjörtum okkar? Gerir kross Krists ekki líf í þægindum og óhófi skömm til?... Við njótum nú ávaxta hinnar takmarkalausu sjálfsfórnar hans. Við skulum því gefa á meðan það er á okkar valdi. Vð skulum vinna á meðan okkur gefst þróttur til. Við skulum starfa meðan dagur er. Helgum tíma okkar og fjármuni þjónustu Guðs þannig að við að lokum munum njóta velþóknunar hans og launa. R&H, 17. okt.1882. Gjafmildi er okkur ekki svo eiginleg dyggð að við öðlumst hana fyrir tilviljun. Hana verður að rækta. Við verður af ásettu ráði að vilja heiðra Guð með eigum okkar, og við megum ekki láta neitt freista okkar að ræna Guð tíund og gjöfum sem eru hans réttmæta eign. Við verðum að vera hyggin og vinna kerfisbundið og stöðuglega í líknarstarfi okkar gagnvart mönnum og þakklætistjáningu okkar til Guðs fyrir ríkulegar gjafir hans í okkar garð... Þegar við þrettum Guð, þrettum við okkur sjálf. Við látum himneskan fjársjóð frá okkur fara til þess eins að eiga meira af þessum heimi. Þetta er tjón sem við getum ekki afborið. Ef við lifum þannig að við öðlumst blessanir Guðs munum við njóta auðgandi áhrifa handar hans í tímanlegum viðskiþtum okkar. En ef hönd hans vinnur gegn okkur megnar hann að ónýta öll okkar áform og dreifa mun hraðar en okkur tekst að safna. 5T 271,272. Aðventfréttir 5.1992 13

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.