Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 18

Aðventfréttir - 01.05.1992, Blaðsíða 18
Fréttir frá heimsstarfínu STEFNIR VATIKANIÐ AÐ ANDLEGU EINRÆÐI? Svissneski guðfræðingurinn pró- fessor Hans Kirng hefur lýst sig sleginn „harmi og hryllingi“ vegna þess að '„Rómarvaldið þaggi niður í einum guðfræðingnum á eftir öðrum sem hefur eitthvað fram að færa“. Þar sem hann talaði frá heimili sínu í Tubingen í útvarpsþættinum „Sunnu- dagur“ á útvarpsstöðinni „Radio Four“, sagði prófessorinn að afsögn frjálslynda guðfræðingsins Leonardo Boff úr prestsembætti yrði að skoða í ljósi „mjög svo afturhaldssamrar stjórnsýslu núverandi páfadóms". Hann kvað Boff vera „fórnarlamb Rannsóknarréttarins“. Kung vitnaði í ónafngreindan fyrrverand biskup sem heimsótti Vat- ikanið með starfsbræðrum sínum. „Þeir sögðu í viðurvist páfa að við lifðum átímum andlegs einræðis. Það var áfall fyrir páfa að heyra það“. Hann kallaði páfadóm „síðasta vígi einræðissinna í Evrópu“, eftir fall Kommúnismans. Honum fannst það vera biskupanna að láta í sér heyra, þar sem þeir, ólíkt guðfræðingum, bæru ábyrgð á „samfélagi okkar, biskupsdæmum og hinni heims- víðtækukirkju“. Nokkrum dögum fyrir afsögn Boffs sagði páfi að uppbyggileg gagnrýni væri velkomin. „Páfinn gefur alltaf frá sér munnlegar yfirlýsingar varðandi kennisetningar sem eru í beinni andstöðu við það sem framkvæmt er í Vatikaninu“, sagði Kung. [The Tablet] ENNFLEIRI SKÍRNIR í ALBANÍU TIRANA, ALBANÍU - Söfnuður Sjöunda dags aðventista í Albaníu fer vaxandi. Samkvæmt upplýsingum frá David Curry, útbreiðsluprédikara Stór-Evrópudeildarinnar; eru 92 skírðir meðlimir í Albaníu í dag. „Við höfum meiri möguleika enn nokkru sinni í þessu áður einangraða landi. í Tírana bíða að minnsta kosti 50 manns eftir skírn. Um 30 manns í Roshen og 40 í Shkodra bíða þess að sameinast kirkjunni. í tveim öðrum borgum, Leza og Elbasan, nokkra kílómetra frá Tirana, eru einnig hópar sem bíða skírnar", segir Currie. Sunnudaginn 2. ágúst skírði Rolf Kvinge frá Noregi, 33 einstaklinga í Adríahafinu í borginni Durres. Hann og kona hans dvöldust fjórar vikur í Albaníu til að þjóna hinum nýja söf- nuði í Tírana og undirbúa fjölda ein- staklinga undir skírn. „Þetta fólk er ávöxtur útbreiðslustarfsins síðas- tliðið vor, en margir til viðbótar hafa beðið um skírn. Eftir margra ára afneitun leita nú margir á vit trúarinnar. Við erum gagntekin af gestrisni þeirra, en einnig ákafanum í leit þeirra að sannleikanum. Þetta kom sérstaklega vel fram þegar við héldum Opinberunarbókarnámskeið fyrir almenning“, sagði Kvinge. Þann 5. september vor 23 ein- staklingar skírðir til viðbótar í Tírana, og fór skírnin fram í sundlaug. Eftir athöfnina var guðsþónusta í Alþjóða æskulýðsmiðstöðinni, þar sem söfnuðurinn hittist reglulega. Þessi hvíldardagur var sérstakur fyrir aðventkirkjuna í Albaníu þar sem Jan Paulsen, formaður Deildarinnar, tók þátt í athöfninni. Þetta var fyrsta heimsókn hans til Albaníu og fyrsta reynsla hans af Heimsboðunarátakinu sem deildin hefur skipulagt í landinu. „Sumir þeirra sem áhuga hafa á Biblíurannsókn, hafa kynnst söfnuð- inum fyrir tilstilli óskírðs foringja úr hernum. En kona hans sameinaðist söfnuðinum í apríl síðastliðnum. Hann er svo ánægður með breytingarnar sem hafa orðið á fjölskyldunni að hann getur ekki annað en vitnað um reynslu sína meðal vina og fjölskyldu í Lezha og Roshen. Sáning fræja og vökvun Heilags anda er hluti reynslu okkar frá Albamu“, segir David Currie. Á meðal nýskírðra trúsystkyna í Tírana eru Thanas, Julia, Viktor og Flora Gjika, tveir synir og tvær tengda- dætur Meropi Gjika sem var fyrsti skírði aðventistinn í Tírana eftir tíma ofsóknanna. „Þú getur ímyndað þér hve andlit ömmu minnar geislar af hamingju. öllþrjúbörninhennarhafa verið skírð og barnabörnin fara að dæmi þeirra“, sagði Esther Pocari, sem sameinaðist kirkjunni ásamt ömmu sinni Meropi og frænku sinni Margeritu þann 18 Apríl. Esther er ritari starfsins í Albaníu. Við bíðum þess nú að fá formlega viðurkenningu á kirkju okkar. Deildin sem sér um slík mál á vegum ríkisstjórnarinnar er enn í mótun. Um leið og það er tilbúið og með nýjum lögum um fasteignir í eigu einstak- linga, getum við hafist handa við fyr stu kirkjubygginguna í Tírana. Ron Edwards frá Cornwall á Englandi verður prestur safnaðarins í Tírana. Hann og fjölskylda hans munu hefja kristniboðsstarf sitt í janúar 1993. Þangað til er guðfræðinemi frá Newbold, Gavin Anthony að nafni, í Tírana og þjónar söfnuðinum þar. (ANR). ALÞJÓÐLEGT HJÁLPARSTARF HELDUR ÁFRAM í KRÓATÍU ZAGREB, KRÓATÍU - Síðan í maí hefur ADRA(Adventist Development and Relief Agency) fengið í hendur allmargar sendingar til hjálpar- starfsins í Króatíu. Kristilegu mann- úðarsamtökin Norrtalje Bistands Center frá Norrtalje í Svíþjóð, hafa sent fimm flutningabíla með ýmsum hjálpargögnum, þar á meðal lyf og umbúðir, matvæli og rúm, sem ADRA hefur séð um að koma til Króatíu til dreifingar á vegum Family Centre of Catholic Caritas. Fjórir gámar af matvælum voru sendir á vegum ADRA til Króatíu í byrjun júlí. Þeim var síðan dreift frá vöruhúsi ADRA í Króatíu. Tvær send- ingar í viðbót voru sendar á vegum aðventkirknanna í New York fyrir mill- igönguADRA. Sænska ríkisstjórnin hefur unnið með ADRA í Svíþjóð, og sent sem samsvarar 5.000.000 íslenskra króna til kaupa á matvælum og hrein- lætisvörum til handa stríðshrjáðum borgurum í Króatíu. Fyrir þetta fé hefur ADRA í Króatíu keypt 100 tonn af matvælum. Þeim hefur verið pakkað í fjölskyldupakkningar, sem hver inni- heldur 16 kg. af matvælum. Aðstoð hefur verið send víðar að úr heiminum fyrir tilstilli ADRA, t.d. frá löndum í sunnanverðu Kyrrahafi að ótöldum öðrum löndum Stór-Evrópu- deildarinnar. [ANR] 18 Aöventfiéttir 5.1992

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.