Aðventfréttir - 01.01.1995, Síða 2

Aðventfréttir - 01.01.1995, Síða 2
besta en einnig þeir eru háðir takmörkunum mannlegrar dóm- greindar og viðburða utan þeirra áhrifasviðs. Sem einn af „bræðrunum" þá viðurkenni ég svo sannarlega að okkur tekst ekki alltaf að hitta naglann á höfuðið. Ég viðurkenni það án þess að hika og við verðum að læra af mistökum for- tíðarinnar og leyfa þeirri þekkingu að hjálpa okkur í framtíðinni. Ég tel það ógnvekjandi þegar safnaðar- stjórnendur telja sig óskeikula. En það er margt sem hefur átt sér stað innan okkar deildar á árinu 1994 sem ég þakka Drottni fyrir. Til dæmis má nefna myndun safnaðar í Albaníu og þar er einnig búið að byggja og vígja nýja kirkju. Einnig hafa verið byggðar u.þ.b. 20 nýjar kirkjur í Pakistan því söfnuðurinn þar hefur hafið starf á svæðum þar sem ekkert starf var áður, aðallega í stærri borgum með fleiri en milljón íbúa. Söfnuðir okkar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen hafa verið hluti þessarar Deildar í nákvæmlega eitt ár. Þetta ár hefur verið ár mikilla framkvæmda í lífi safnaðanna þar. Ég fagna vegna mikils fjölda ungs fólks innan safnaðar okkar. Við verðum þess sérstaklega vör í Austur-Evrópu en ekki einungis þar. Ég sé þetta einnig skírt og greinilega í mínum eigin söfnuði í St. Albans. Mér er sagt að í Póllandi séu um 70% safnaðarmeðlima ungt fólk og um 70-80% allra safnaðar- meðlima séu fyrstu kynslóðar aðventistar! Þetta eru athyglisverðar tölur jafnvel þótt við tökum mið af því að mikill fjöldi safnaðarmeðlima okkar í Póllandi fluttist til Vestur- landa á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Ég fagna vegna þeirrar vakningar innan Deildarinnar varð- andi trúboðsstarf sem kemur fram í árlegri innsöfnun safnaðarins. Þegar endanlegar tölur varðandi inn- söfnun birtast fyrir 1994 er líklegt að þær verði þær hæstu sem nokkurn tíma hafa sést. Já svo sannarlega, það er líf í söfnuðinum. Drottinn er með fólki sínu. En allt er ekki með kyrrum AÐVENTFRÉTTIR 58. árgangur -1. tbl. 1995 ÚTGEFANDI: S. d. aöventistar á íslandi Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Eric Guömundsson Setning og umbrot: Skrifstofa aöventista Filmuvinna og prentun: Prenttækni hf. kjörum. Það eru atriði sem við verðum að skoða alvarlega varðandi persónulegt andlegt líf, varðandi persónulega forgangsröðun í notkun fjármuna, varðandi persónulega þátttöku í lífi og vitnis- burði safnaðarins. Þetta eru persónubundin efni sem er einungis hægt að fást við persónu- lega. Þegar allt kemur til alls get einungis ég fengist við mitt eigið líf. Því miður virðumst við eiga betur með að leiðrétta aðra en að fást við eigin vandamál. Þegar kemur að lífi náunga míns þá eru ýmsir hlutir sem best er að leggja í hönd Drottins. Það er gott fyrir mig að gera mér grein fyrir að hvað snertir samband mitt við aðra þá felast mikil andlegheit í kærleiksríkri og opinni afstöðu og umburðarlyndi. Og þá eru það sameiginleg mál- efni alls safnaðarins. Jafnvel þó að okkur sé að takast að laga ýmis fjár- hagsleg vandamál verðum við að viðurkenna að það svið er kannski hið lítilmótlegasta þar sem okkur er sameiginlega áfátt. Enn meira grundvallaratriði er (1) sameiginlegt traust og (2) sannfæring hvers einstaklings fyrir sig um ábyrgð og eignaraðild að söfnuðinum. Hið dæmigerða þeir/við gljúfur milli presta eða starfsmanna og leik- manna safnaðarins verður að hverfa. Það er hugsunarháttur sem er ekki af hinu góða og sem hindrar líf og vöxt safnaðarins. Eini munurinn á milli okkar er byggður á þeim verkefnum sem okkur eru sett fyrir. Það er allt og sumt! Presta- stéttin á ekki söfnuðinn. Þegnar safnaðarins eru allir eignaraðilar að söfnuðinum. Það mun ekki verða nein breyting á högum safnaðarins, sérstaklega ekki hér í Evrópu, fyrr en við höfum skilið þessa hluti rétt. Ég velti því fyrir mér hvað 1995 mun bera í skauti sér. Eða kannski snýst það ekki um hvað árið muni veita mér sem þiggjanda heldur hvað ég sem framkvæmdaaðili mun gera úr því. Þó að framtíðin sé örugglega í hendi Guðs þá er tíminn og tækifærin sveigjanlegt hugtak sem hægt er aðlaga. Morgun- dagurinn er gjöf. Hvernig mun ég og þú nýta okkur þá gjöf? Sumir taka með sér svo mikinn farangur frá fortíðinni að þeir sligast. Fjölskylda þeirra og söfnuður finnur fyrir því sama. Ég á erfitt með að framfylgja þessu þó að ég viðurkenni að vonbrigði og vonir sem brugðust eru erfiðar að sætta sig við. En hættum nú að ofsækja okkur sjálf! Þetta er nýr dagur (eða nýtt ár). Guð hefur ekki fyrirskipað okkur stöðugt að burðast með vandamál fortíðarinnar á bakinu. Spurningin er: Hve innilega óskum við (eða ég) þess að þetta sé nýtt ár í þeim mæli sem okkur er unnt að hafa áhrif þar á? Þegar ég bið fyrir ykkur þarf ég á því að halda að þið minnist mín í bænum ykkar. Ég bið þess að von og ekki örvænting muni einkenna hugsun okkar og viðhorf á árinu 1995. Ég bið þess að við munum gerast þátttakendur í þessu ári af djörfung og á skapandi hátt. Ég bið þess að þið munuð leggja hinu góða lið á árinu og þeim sem hrópa á hjálp, í hljóði eða upphátt. 1995 getur orðið mjög farsælt nýtt ár. Þýðing: Eric Guðmundsson Dr. Jan Paulsen formaður Stór-Evrópudeildarinnar AðventFréttir 1,1995 2

x

Aðventfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.