Aðventfréttir - 01.01.1995, Qupperneq 3

Aðventfréttir - 01.01.1995, Qupperneq 3
FRA STARFINTU Saga aðventsafnaðarins hefur mótast að töluverðu leyti af fórnfúsri þjónustu kvenna. Ein þeirra, Ellen White, hafði meiri áhrif á sköpun safnaðarins en nokkur önnur persóna og rit hennar hafa mikil áhrif enn í dag. Aðrar konur hafa einnig gegnt áhrifastöðum svo sem fjármálastjórnun Aðalsam- takanna. En í flestum tilvikum þó hafa konur innan aðventsafnaðarins þjónað bak við tjöldin svo lítið bæri á. Þær hafa í kyrrþey séð um barnastarfið, að- stoðað í fullorðins hvíldardags- skólanum, saumað og skúrað, eldað og bakað, sinnt líknarstörfum o.s.frv. og almennt séð haldið safnaðarlífinu gangandi. Og þannig er það í mörgum tilvikum enn í dag. Eftir svo margra ára trúfast og ómissandi framlag kvenna til safnaðarlífsins er tími til komin að athyglinni sé beint að þætti kvenna í söfnuðinum og verður það sérstak- lega gert í ár. Aðalsamtökin og Stór- Evrópudeildin hafa helgað árið 1995 aðventkonunni og Samtök aðventista hér á landi hafa ákveðið að sama skildi verða upp á teningnum hjá okkur. Því hefur verið ákveðið að Birthe Kendel frá Stór-Evrópudeildinni muni leggja leið sína um Island í lok mars mánaðar, en henni hefur verið falin skipulagning á kvennaráðstefnum og kvennastarfi í hinum ýmsu löndum deildar- innar. Tilgangur heimsóknar hennar hér er að konur innan safn- aðarins komi saman til skrafs og ráðagerða og til að kynnast því starfi meðal kvenna sem Birthe hefur stað- ið fyrir innan deildarinnar sem hefur eftirfarandi að meginmark- miði: AðventFréttir 1,1995 1. Að hvetja hverja aðventkonu til að nýta að fullu þær sérstöku gáfur sem hún býr yfir samhliða öðrum innan safnaðarins heildarstarfinu til uppbyggingar. 2. Aðtengjakonurinnansafnaðarins nánari vináttuböndum til gagn- kvæms stuðnings og skapandi miðlunar á hugmyndum og upplýsingum. 3. Að stuðla að því að framlag kvenna í starfi og stjórnun safnað- arins verði enn áhrifaríkari og áberandi en verið hefur. Þriggja manna nefnd hefur verið mynduð til að veita þessu starfi hér forstöðu og til að þjóna sem tengiliður við Birthe Kendel og veitir Úlfhildur Grímsdóttir henni forstöðu. Aðrir í nefndinni eru Unnur Halldórsdóttir Murdoch og Guðný Kristjánsdóttir. Nú þegar hefur nefndin tekið til starfa og hefur staðið fyrir almennum kynningarfundi í Suðurhlíðarskóla 8. febrúar s.l. Annar fundur fór fram 22. febrúar kl. 20:00 einnig í Suðurhlíðar- skóla. Einnig er stefnt að því konur sjái um guðsþjónustuna í Reykjavíkur- kirkjunni hvíldardagi 4. mars. Heim- sókn Birthe Kendel verður 24. - 26. mars og verður nánar auglýst síðar. Þau tóku þátt í símavörslu fyrir hönd Samtakanna, frá vinstri: Sigríður Hjartard., Estíva Ottósd., Sigurður Erlingsson, Sigurborg Ólafsd., María Ericsd., Kristinn Ólafsson, Stella Leifsd. Vantar á mynd: Söndru Huldud., Sigríði Kristjánsd., Guðnýju Kristjánsd. Alþjóðleg bænavika Alþjóðleg bænavika mun í ár fara fram dagana 8.-12. mars og verður dagskráin í Reykjavík sem hér segir: Miðvikudagur 8. mars Kristskirkja Landakoti kl. 20:30 Ræðumaður: Sr. Halldór Gröndal Fimmtudagur 9. mars Herkastalinn kl. 20:30 Ræðumaður: Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup Föstudagur 10. mars Aðventkirkjan kl. 20:30 Ræðumaður: Michael Fitzgerald Laugardagur 11. mars Fíladelfíukirkjan kl. 20:30 Ræðumaður: Eric Guðmundsson Sunnudagur 12. mars Dómkirkjan - útvarpsmessa kl. 11:00 Ræöumaður: Hafliði Kristinsson Alþjóða bænadagur kvenna Bænasamkoma á Alþjóða bænadegi kvenna sem í ár fellur á föstudaginn 3. mars verður í Dómkirkjunni og hefst samkoman kl 20:30. Ræðumenn verða eftirtaldar konur: Eirný Ásgeirsdóttir frá Ungu fólki með hlutverk, Katrín Söebeck frá Veginum og Málfríður Finnbogadóttir frá KFUK. Kór Aðventkirkjunnar í Reykjavík mun syngja en stjórnandi samkomunnar veröur Elísabet Daníelsdóttir frá Hjálpræðishernum. Söfnunln til hjálpar Súðvíkingum Söfnuðurinn tók þátt í söfnuninni Samhugur í verki vegna snjóflóð- anna í janúar með ýmsum hætti. Fyrst og fremst stóðu systrafélögin Alfa, að frumkvæði félagsins í Reykjavík, að söfnun meöal safnaðarmeðlima í hinum ýmsu söfnuðum hvíldardaginn 22. janúar. Árangur þeirrar söfnunar varð kr. 550.000. Á vegum Hjálparstarfs aðventista var leitað eftir aðstoð frá nágrannalöndum okkar og Stór- Evrópudeildinni. Sem viöbrögð við þessu bárust framlög frá starfinu í Noregi, Alþjóða líknarsjóði Stór- Evrópudeildarinnar, sænska ADRA og söfnuðinum í Færeyjum að upphæð kr. 1,350,000.-, þar af yfir 1 milljón frá Noregi. Einnig tóku 11 einstaklingar á okkar vegum þátt í símavörslu fyrir söfnunina í húsa- kynnum Stöðvar tvö. Aðventfréttir vilja koma innilegu þakklæti til allra sem tóku þátt ( þessu átaki á einn eða annan hátt.

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.