Aðventfréttir - 01.01.1995, Síða 4
Ráðstefna starfsfólks í
kristilegu starfi
Á vegum Albjóðastarfs
kristniboðssamtaka
Billy Graham
Dagana 16.-18. mars n.k. verður
sjónvarpað frá Puerto Rico út um
allan heim og hingað til íslands
samkomum Billy Graham. Hér á
landi verða samkomurnar haldnar í
nýju íþróttahúsi Fram, Safamýri 26,
Reykjavík kl. 20:00 - 22:00.
Samhliða samkomunum standa
samtök Billy Graham fyrir ráðstefnu
fyrir leiðtoga og starfsmenn í kristi-
legu starfi úr hvaða kristnu trúfélagi
sem er. Ráðstefnugestir verða
einnig tengdir við Puerto Rico með
aðstoð gervihnatta. Ráðstefnan fer
fram í aðalstöðvum KFUM og K,
Holtavegi 28, Reykjavík, 16. - 18.
mars. Rástefnugjald er kr. 3.000.-
og innifalið í því er matur, kaffi og
ráðstefnugögn. Innritun í s. 588
8899 kl. 10:00 -17:00. Þátttakendur
taki með sér Biblíu og ritföng.
Efni ráðstefnunnar er boðun
fagnaðarerindisins og verður
áherslan þrískipt: prédikarinn
(hvernig eigum við að VERA?), boð-
skapurinn (hvað eigum við að
VITA?) og aðferðir (hvað eigum við
að GERA?) Fyrirlesarar auk Billy
Graham sjálfs verða John Gichinga,
Luis Palu, Ravi Zakcharias, Ulrich
Parzany, Gottfried Osei-Mensah,
Billy Kim Michael Baughen og
Leighton Ford.
Kynningarbæklingur með nánari
upplýsin fæst á skrifstofu Sam-
takanna.
Heimílishjálp í sumar
Bresk stúlka, Louise Rowell að
nafni, óskar að búa á íslensku
aðventheimili í tvær til þrjár vikur í
seinni hluta ágúst 1995. Hún óskar
þess að fá að taka að sér hvaða
vinnu sem er innan heimilisins fyrir
uppihaldinu. Hún hefur sérstakt yndi
af börnum og dýrum. Fyrir þá sem
kynnu að óska þess að fá Louise í
heimsókn er heimilisfang hennar:
30 Walkers Green, Marden, Her-
eford HR1 3DU, England.
BOÐ TIL RAÐSTEFNU
AÐALSAMTAKANNA í
UTERECHT í SUMAR
Frá Robert S. Folkenberg formanní Aðalsamtakanna
29. júní til 8. júlí 1995 munu Sjöunda dags aðventistar hvaðanæva að
úr heiminum koma saman í Utrecht í Hollandi og halda ráðstefnu Aðal-
samtakanna.
Ég óska þess að bjóða sem flestum af okkar fólki að koma og vera
viðstatt. Þú þarft ekki að vera fulltrúi til þess að koma. Gestir eru vel-
komnir því við höldum opna ráðstefnu.
Þessi ráðstefna mun fást við einhverjar þær áhrifaríkustu skipulags-
breytingar sem orðið hafa á starfinu síðastliðin 90 ár. Söfnuðurinn mun
gefa fulltrúum tækifæri til þess að taka þátt í umræðuhópum og einnig
könnun meðal fulltrúa sem munu gefa leiðtogum mikilvægar vís-
bendingar varðandi mikilvæg málefni sem söfnuðurinn mun glímavið
næsta fimm ára tímabil. Spennandi upplýsingar og framtíðarverkefni
munu vera kynnt frá Heims-boðunarátakinu og einnig frá deildum
heimsstarfsins varðandi ný tækifæri um boðun. Einnig munu verða
skýrslur á hverju kvöldi um árangur starfs safnaðarins í hinum ýmsu
heimshlutum.
Reynið þess vegna að taka heimsókn til Hollands með í skipulagningu
ykkar á þessu ári til þess að þið getið tekið þátt í sögulegum viðburð í lífi
safnaðarins.
□
Frá G.W. Mandemakar formanni Sambands Sjöunda dags
aðventista í Hoiiandi
Aðventistar í Hollandi eru hreyknir af því að vera gestgjafar ykkar
1995. Við horfum fram til frábærrar ráðstefnu Aðalsamtakanna í Utrecht
með vinum og trúsystkinum frá öllum heimshlutum. Holland eða Niður-
lönd er lítið land og fólksfjöldinn er 15 milljónir. Landið umlykur ósa
tveggja stórfljóta - Rínarfljótsins og Moselfljótsins - og nágrannarnir eru
Þjóðverjar og Belgar. Þó Holland sé lítið land á það sér frækna sögu.
Listaverk hollenskra meistara: Rembrandt, Frank Hals og Vincent van
Gogh eru sýnd í listasöfnum um allan heim. Húmanistinn Erasmus frá
Rotterdam er einnig heimsfrægur.
Holland er konungsríki og þjóðhöfðingi landsins er Beatrix drottning.
Allir salir Jaarbeurs ráðstefnuhallarinnar þar sem ráðstefna Aðalsam-
takanna mun farafram eru nefndir nöfnum konungsfjölskyldunnar.
Utrecht er í miðju Hollands og íbúatalan er 180.000. Höfuðstöðvar
safnaðarins í Hollandi eru staðsettar 15 km. frá Utrecht í íbúðarhúsi
heldri manna fjölskyldu frá 17. öld. Barnaskólinn okkar og elliheimilið eru
einnig þar í næsta nágrenni. Söfnuður aðventista í Hollandi telur um
4.500 skírða meðlimi sem skiptast í 50 söfnuði víðsvegar um landið.
Þessi litli söfnuður í Hollandi lítur á ráðstefnu Aðalsamtakanna í Utrecht
sem einstakt tækifæri til þess að sýna fram á að hann tilheyrir heims-
fjölskyldu aðventista. Við vonum öll að þessi viðburður sem mun eiga sér
stað í Utrecht 1995 muni verða söfnuðinum hér í Hollandi mikil hvatning.
Sjáið þið til - þið munið njóta þess að heimsækja okkur! Ver velkomin
til Utrecht 1995.
□
4
AðventFréttir 1,1995