Aðventfréttir - 01.01.1995, Page 6
PABBI, ÉG
FYRIRGEF ÞÉR
EFTIR RON HYRCHUCK
„En hverjum þeim, sem tælir tilfalls
einn af þessum smælingjum, sem á
mig trúa, væri betra að vera sökkt í
sjávardjúp meÖ myllustein hengdan
um háls" (Mt 18.6).
Konan mín, hún Terry, var komin
með hríðir. Fyrsta barnið okkar,
Karissa, var um það bil að sjá
dagsins ljós í fyrsta sinn. Kvíðinn og
næstum yfir mig kominn af
hræðslu, reyndi ég samt að vera
góði eiginmaðurinn og að gera það,
sem við hjónin höfðum lært á nám-
skeiðinu, sem við höfðum sótt
saman. Þegar ég færði mig nær
henni til að leiðbeina henni um
öndun, þreif hún allt í einu í háls-
málið á dauðhreinsaða sloppnum
sem ég var í, dró mig alveg upp að
sér að sagði: „Þegiðu." Ég náði
naumast andanum en þannig hélt
hún mér í þessari óþægilegu stöðu
þar til Karissa kom í heiminn.
Starfsfólk sjúkrahússins vafði í
skyndi utan um hana teppi og lagði
hana svo í fangið á mér og sinnti
einnig Terry. Tvær greinilegar
hugsanir komu upp í huga mér - og
ég man þær eins greinilega og þetta
hefði gerst í gær. Sú fyrri var svona:
„Uss, sú er ljót! En við eigum hana!"
Sú seinni var þannig: „Ég er viss um
að það verður erfitt þegar hún þarf
að fara að heiman til framhalds-
náms!"
Alvarleg reynsla
Að eignast barn er dásamlegasta
og alvarlegasta reynsla í lífinu. Og
eftir að hafa lifað fjórtán ár með
dóttur minni, man ég enn þessar
gagnstæðu kenndir, fögnuð og ótta.
Fögnuð yfir því að hún var mitt
barn, dóttir mín, fallega stúlkan mín
- full af lífi, elsku og orku. Hins
vegar var óttinn yfir því, hvað yrði
um hana. Hvað verður hún? Hvað
mun henni finnast um foreldra
sína? Má ég vera henni til hjálpar
eða mun ég særa hana? Mun
einhver annar særa hana? Mun
verða allt í lagi með hana eða mun
hún taka slæma ákvörðun snemma
sem verður henni fjötur um fót það
sem eftir er ævinnar?
Og spurningarnar virðast enda-
lausar: Hef ég í sannleika gert allt
gott fyrir hana? Hef ég hjálpað
henni til að kynnast Guði? Og hafi
ég gert það, þá hvers konar Guði?
Þegar hún biður: „Faðir vor, þú sem
ert á himnum," mun hún þá hafa
mynd í huga sér af föður, Guði sem
hún geti treyst skilyrðislaust og er
heiðarlegur og opinn, finnur hverja
kvöl hennar og lætur sér annt um
hana? Mun hún hafa mynd í huga
sér af föður, sem segir, þegar hún
finnur til: „Mér þykir þetta leitt?"
Aðstæður eru stöðugt að breytast
fyrir börn sem lifa og eru að vaxa
upp í þessum heimi. Og þessar
breytingar eru ekki allar til góðs.
Orð Drottins er þetta:
Ekki skemma fyrir
börnunum mínum
Upplýsingar, fengnar úr manntali
Bandaríkjanna frá 1979, sýna að á
70% bandarískra heimila voru gift
hjón. Það er að verða ljóst að núna
alast æ fleiri börn upp með aðeins
öðru foreldrinu. I Bandaríkjunum
nýtur innan við helmingur barna
þess að alast upp á heimili þar sem
faðir er. Og samkvæmt fjölmiðlum
virðist töluverður hluti barna, sem
hafa feður sína búandi á heimilinu,
þurfa að þola misþyrmingu af þeirra
hálfu annað hvort líkamlega, kyn-
ferðislega eða sálfræðilega.
Þegar við biðjum: „Faðir vor, þú
sem ert á himnum," hvaða mynd
birtist þá í hugskoti þeirra? Hið eina
sem þau geta gert sér í hugarlund er
mynd af föður í þessum heimi,
hvernig sem sú mynd kann nú að
vera. Þú og ég eru fyrirmynd
barnanna okkar. Eins og þau sjá
foreldra sína, eins og þau sjá föður
sinn og eins og þau sjá feður
yfirleitt, þannig sjá þau Guð í hug-
skoti sínu. Er sú guðshugmynd sem
við höfum mótað í huga barna okkar
sá Guð sem fær þau til að þrá hann?
Eða eru tilfinningar þeirra til hans
líkar tilfinningum unga mannsins,
sem sagði eitt sinn við mig: „Ef faðir
er eina nafnið sem til er fyrir Guð,
ætla ég að afneita honum."
Jesús sagði: „En hverjum þeim
sem tælir til falls einn af þessum
smælingjum, sem á mig trúa, væri
betra að vera sökkt í sjávardjúp með
myllustein hengdan um háls" (Mt
18.6).
Gleöi barna
Börn fá okkur til að brosa. Við
tengjum þau í huga okkar við gleði-
leg atvik: Til að mynda brúðkaup.
Litli drengurinn, sem heldur á
Biblíunni og gengur svo gætilega
fram kirkjugólfið í smókingjakka;
blómastúlkan, sem finnst hún vera
búin að fá nóg og hlunkast niður á
kirkjugólfið þegar athöfnin stendur
sem hæst. Við sjáum þau fyrir okkur
á heitum sumardegi hlaupa gegnum
úðann frá vökvaranum með bros á
vör, eða detta út af sofandi í fangi
okkar eftir langan dag í skemmti-
garðinum með rauða bletti eftir
ávaxtasafa í hvítum bolnum og út-
ötuð í framan eftir sleikjubrjóst-
sykursát og smurð sinnepi um allt
andlitið.
Að sjá fyrir sér þessa dýrmætu
litlu anga með Jesú sjálfum vermir
hjörtu okkar og augu okkar fljóta í
tárum.
Fyrir Jesú þjóna börn samt miklu
þýðingarmeiri tilgangi en að vekja
hlýjar en óljósar tilfinningar í
hjörtum okkar. Þau eru sköpun
hans og eru fyrirmynd þeirra, sem
vilja ganga inn himnaríki.
Versið sem er að finna í upphafi
þessarar greinar er í Matteusar-
guðspjalli 18. kafla strax á eftir
fremur leiðinlegum stælum milli
lærisveinanna. Þeir voru að deila
um það hver væri næstur í valda-
stiganum á eftir Jesú. Þá langaði alla
í þann heiðursess. Það var svar Jesú
við löngun þeirra í embætti og vald
að Jesú kom með lítið barn til þeirra
sem fyrirmynd hins mesta í himna-
6
AÐVENTFRÉrriR 1,1995