Aðventfréttir - 01.01.1995, Page 8

Aðventfréttir - 01.01.1995, Page 8
Hola ! Qué Tai ? Jóna Björg Hjálmarsdóttir skrifar frá Guatemala trausti og að vera opinskár. Þessir foreldrar sýna lífi barna sinna áhuga, en gera sér líka grein fyrir eigin veikleika og eigin þörf á að vaxa. Þeir ala í brjósti sér elsku til raunverulegs Guðs, sem elskar þau og lætur sér annt um þau. Þau hvetja börnin til að spyrja og þreifa fyrir sér. I lífi sínu hafa þau rúm fyrir Guð, sem er meiri en þau sjálf og sem mannkynið þekkir ekki enn til hlítar. Slíkir foreldrar geta sagt við lítið barn: „Þú hafðir á réttu að standa, en ég á röngu. Fyrirgefðu mér! Hjálpaðu pabba að gera betur." Unga fólk, getið þið fyrirgefið okkur? Foreldrar, getið þið fyrirgefið ykkur sjálfum? Getið þið fyrirgefið foreldrum ykkar? Þessi áhyggjuefni snerta ekki aðeins ættmenn. I hinu kristna sam- félagi, þeirri stóru fjölskyldu, erum við öll börn og erum hvert öðru bræður og systur og foreldrar. Þetta er staðurinn fyrir hina særðu, veik- byggðu og smáu. Hér verður að vera öruggt skjól fyrir börnin. Við verðum að láta okkur annt hvert um annað. Leiðbeiningar Jesú eiga erindi til okkar allra. Þið getið ekki sagt að þau séu ekki ykkar börn því Jesús sagði ykkur: „Það sem þið gerið einum af þessum smælingjum, hafið þið gert mér." Við börnin og unglingana vil ég segja þetta: Gefist ekki upp á að þjóna Guði, jafnvel þótt ykkur finnist jþið séuð að gefast upp á okkur. Eg bið ykkur að hjálpa okkur að læra, hvernig við getum verið eins og börn, hvernig getum verið ykkur lík. Ron Hyrchuch er æskulýðsprestur við Sligo kirkju Sjöunda dags aðventista í Takoma Park í Maryland í Bandaríkjunum. Grein þessi birtist í 17. júní 1993 í safnaðarblaðinu Adventist Review. Þýðandi: Sigurður Bjarnason Ný og breytt símanúmer Ný símanúmer tóku gildi 01.02.95 Samtökin: 588 7800 Símbréf: 588 7808 Frækornið: 588 7100 Guatemala 21. nóvember 1994. Þá er ég loks sest niður til að skrifaykkur nokkrar línur. Já hingað til Guatemala er ég þá loks komin og reyndar búin að dvelja hér síðustu 12-13 vikurnar, þ.e. síðan 2. september. Ég hef það bara mjög gott! Hér starfa ég sem sjálfboðaliði á Hogar Los Pinos, Receiving Center. Heimili fyrir börn sem eru foreldralaus eða þá að foreldrarnir eiga í einhverjum vandræðum svo þau gefa börnin hingað. Hér eru börn sem hafa fundist í ruslagámum, verið seld fyrir 1500- 2000 kr. o.s.frv. Sögurnar eru margar og ekki í hávegum hafðar. Börnin eru á aldrinum 1 mánaða til 7 ára og mitt starf felst í því að hugsa um þeirra andlegu og líkamlegu þarfir. Samtökin sem reka þetta heimili heita International Childrens Care, ICC og voru stofnuð fyrir um 16- 17 árum fyrir tilstilli Folkenbergs, þessi samtök reka heimili víða um veröld. Hér í Guatemala eru tvö heimili, annað er í höfuðborginni en hitt í þorpi sem heitir Peteng Poptun eða Los Pinos í Poptun. Þar eru um 150 börn frá 4 ára aldri. Krakkarnir dvelja á þessu heimili fyrir foreldralaus börn þangað til þau eru uppkomin eðaallttil 25 áraaldurs eðajafnvel lengur. En þau eru líka löngu farin að vinna hin ýmsu störf þarna í þorpinu. í Poptún er skóli frá barnaskóla alveg upp í háskóla. Þar er líka kirkja, o.fl. Mér skilst nú samt að lífið þarna sé mjög frumstætt, en þau framleiða sitt eigið rafmagn o.s.frv. og svo er ICC að reyna að koma nútíma menningu að á þessum stað. Hér í Los Pinos er alltaf nóg að gera. Þó eru matmálstímar alveg sérlega annasamir og hávaðasamir! Þá vilja allir borða á sama tíma og það gengur alveg upp með eldri krakkana en þau yngri 0-2 ára þurfa miklu meiri athygli og eru flest mötuð, það vill svo til að 0-2 ára börnin eru „börnin mín“ þ.e. þau sem ég sé um. En einhvern veginn reddast þetta alltaf! Hér er ýmislegt gert til að stytta börnunum stundir, á morgnana kemur kennari og sér þeim eldri fyrir ýmsum afþreyingarefnum svo fá þau að leika sér. Á hvíldardögum er farið með 10- 12 krakka í kirkju og þá er eftirvæntingin orðin svo mikil hjá þeim að allt er á suðupunkti rétt áður en lagt er af stað. Einnig eru nokkur af þeim elstu í skátum og tóku þau þátt í skrúðgöngu niður „Laugarveginn" hér. Þessi skrúðganga átti sér stað 4. sept. og var í tilefni afmælis SDA skátastarfsins hér. Voru þarna saman komnir hátt í 1000 skátar og þótti það vera fámennt.! SDA safnaðarlífið er blómlegt hér. í október stóðu yfir útbreiðslusamkomur í 18-20 skipti Skátar í skrúðgöngu 8 AðventFréttir 1,1995

x

Aðventfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.