Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 9

Aðventfréttir - 01.01.1995, Blaðsíða 9
og var Dr. Milton Peperini Garcia helsti ræðumaður. Hann er Argentínumaður og starfar sem yfirmaður Voz De Esperanza (Voice of Hope í USA). Fyrri hvíldardaginn á þessu tímabili var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Union Radio, útvarpsstöð SDA hér í Guatemala, í tilefni 15 ára afmælis útvarps- stöðvarinnar og öllum samkomum D. Peperini var útvarpað. Athöfnin var haldin í SDA kirkjunni í Zona 15 en þar eru aðventistar með skrifstofur og húsnæði fyrir starfsmenn. Þetta nýja húsnæði er þarna á sama svæði (Ampus). Jóna matar uppáhaldið sitt Borginni er skipt í Zona (hverfi) sem eru númeruð, ég bý t.d. í Z-13 og fer í kirkju í Z-1 sem er Central kirkja. Union Radio var stofnað fyrir 15 árum að tilstilli Folkenberg, hann starfaði hér niður frá á þeim árum og kom þá Los Pinosa af stað. Seinni hvíldardaginn var svo útskrift af námskeiðinu og skírn - 61 manns voru skírðir. Þessar samkomur voru vel sóttar öll kvöld en þær voru haldnar í leikfimissal SDA skólans hér í borginni í Z-7. Á lokasamkom- unni var svo margt fólk að það stóð úti, sat inni í kirkjunni og horfði á athöfnina úr sjónvarpi o.s.frv. Það var lífsreynsla í sjálfu sér að geta fylgst með þessu öllu , mjög ánægjulegt. Guatemala er um 9-12 milljóna íbúa land. í höfuðborginni eru rúmlega 2 milljónir, en það virðist enginn vita nákvæmar tölur um fólksfjöldann hér en það er týpist Guate! Að Guatemala liggja Beliz, Mexico, Honduras og El Salvador. Guetemala er land andstæðanna! Guate er öðruvísi! eins og þið sjáið á ég erfitt með að lýsa tilfinningunum sem ég hef upplifað hér. Síðustu mánuðir hafa verið tími upplifana, á allan hátt! Ég er alltaf að sjá eitthvað nýtt og kynnast einhverju nýju og ég hugsa að Guate muni halda áfram að koma mér á óvart. Menningin hérna er svo andstæðukennd, bilið milli ríkra og fátækra er M JÖG stórt og ókljúfanl- egt. Hér býr fólk sem lifir á rusla- haugunum, á götunni, í pappahús- um eða er svo lánsamt að eiga kofa með moldargólfi sem er jafnframt rúmið þeirra. Og svo er það hinn hópurinn sem á svo mikið af peningum að það býr í „höllurn" og þarf nokkra lífverði fyrir hvern fjölskyldumeðlim ! Reyndar er þarna millivegur en maður tekur þó mest eftir þeim fátækustu og svo þeim ríkustu. Hér keyra Bensarnir eftir götunum og svo er næsta farartæki maður sem dregur á eftir sér vagn (oft vinnuna sína) eða notar asna til þess. Svona er hægt að telja upp andstæður, þar sem gamli tíminn og nýi tíminn mætast. Hér í Guate er mikið um alls kyns spillingu og eru yfirvöld ekki undanskilin. Fólk virðist vera sátt við núverandi forseta, en fyrirrennarar hans lifðu við alsnægt- ir það sem eftir var ævinnar, þó á forsetinn, De Leon, erfitt uppdráttar þar sem samstarfsfólk hans er ekki við eina fjölina fellt. Einnig er það opinbert leyndarmál að ef lögreglan stoppar þig þá bara stingur þú peningum að þeim og þá líta þeir í burtu. Hér er stór verslunarmarkaður með börn, þau eru svo seld áfram til annarra landa, á lífi til ættleiðingar, eða látin (þá drepin) og líffæri þeirra notuð fyrir önnur börn o.s.frv. Þeir sem standa í þessum viðskiptum fara ýmsar leiðir við að útvega börnin, þeir hirða þau af götunni, borga ungum óléttum stúlkum smá peninga fyrir börnin þeirra o.s.frv. o.s.frv. í Guate er mikið af börnum, það er nokkuð sem maður tekur strax eftir, og er sagt að 50% allra barna sem fæðast hér deyi áður en þau ná 7 ára aldri! Guate á þó sínar góðu „Höfuð herðar hné og tær“ hiiðar líka. Landið er mjög fallegt, fólkið er fallegt og mjög einlægt og indælt. Tungumálið er spænska og auðvitað menning sem getur verið mjög spennandi og skemmtileg . Maður getur ekki annað en brosað þegar maður stendur í strætó, troðfullur bíll með gírstöngina milli fótanna og fullt af litlu fólki með svart hár og brún augu horfir á mann! Skondið! Eða þegar maður ferðast um í pickup (þar sem strætóar eru í felum vegna hækkunar áfargjöldum sem kostaði mikil vandræði og nokkur mannslíf) og svo stoppar bílstjórinn á næstu bensínstöð kaupir bensín og dvelur svo á klósettinu smástund á meðan við bíðum aftan á pallinum! Já það er óhætt að segja að ég hafi kynnst mörgu nýju hér, lent í mörgum ævintýrum og á ég eftir að lifa á þessu alla ævi. Ég vona að þið hafið það gott þarna heima á Fróni. Guðveri með ykkur. Hasta la vista, Ykkar Jóna Björg Leikfimissalur AðventFréttir 1,1995 9

x

Aðventfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.