Aðventfréttir - 01.01.1995, Qupperneq 11
einstakling sem verðugan okkar
innilegasta kærleika og umhyggju.
Kristur dó nú einu sinni fyrir okkur
öll!
Fá orð lýsa hlutverki hins kristna
betur en orðið „mannasættir." Slík
persóna - sú sem leiðir fólk saman,
leysir deilur og starfar sem meðal-
göngumaður milli þeirra sem gerst
hafa fráhverfir hverjir öðrum - eru
ómetanlegir í hvaða samfélagi sem
vera skal. A sama hátt og storminn
lægði jafnskjótt og Jesús steig um
borð (Mt 14.32), þannig á fólk að
verða vart við hann bæði á
ákveðnum stöðum, á þjóðlegum
grundvelli og jafnvel á alþjóðlegu
stigi.
Við vanrækjum eina af höfuð-
skyldum okkar sem kristinna
manna ef við höldum okkur frá
fólki, stöðum eða aðstæðum sem
þurfa á þjónustu sáttargjörðarinnar
að halda. Það starf er kjarni Elía boð-
skaparins, síðustu viðvöruninni sem
söfnuðurinn veitir heiminum á
síðustu dögum. „Hann mun snúa
hjörtum feðra til barna sinna og
hjörtum barna til feðra sinna" (Mal
4.6). Hvaða lýsing á sáttagjörðinni
tekur þessari fram?
Þegar lærisveinarnir komu saman
í loftstofunni á hvítasunnunni, voru
þeir allir sem „eitt hjarta og ein sál"
P 2.1. Ellen White greinir frá því, að
þegar „þeir hafi lagt til hliðar alla
misklíð hafi þeir gerst nánir í kristi-
legu samfélagi ... Byrðin af frelsun
sálna lá þungt á þeim" (The Acts of
the Apostles, bls. 37). Þeir voru
sameinaðir, þeir höfðu hitt hinn
upprunalega frelsara og þeir höfðu
boðskap að flytja.
En það var samt einn þýðingar-
mikill þáttur, sem vantaði - Heilagur
andi. Það er Andinn, sem gefur
söfnuðinum líf. Lærisveinarnir
höfðu fundið kraft Andans í fjöl-
mörgum tilvikum og Jesús hafði
heitið því áður en hann hvarf á brott
héðan, að huggarinn (Andinn) yrði
með þeim að eilífu.
En Heilagur andi er hæstráðandi.
Andinn á okkur - við eigum ekki
Andann. Andinn kaus að koma yfir
lærisveinana á hvítasunnudaginn
og búa í þeim því að það var rétti
tíminn og staðurinn samkvæmt
hinum guðlega vilja. Enginn mann-
legur máttur getur þvingað
Andann, engin mannleg viðleitni.
Ekki megna slíkar áætlanir að koma
neinu til vegar, sem hefur varanlegt
gildi, án Andans. Andinn veitir
gjafir náðar Guðs til að gera
söfnuðinn hæfan til að sinna hlut-
verki sínu og þjónustu. A fjórum
stöðum í bréfum sínum setur Páll
fram lista yfir hinar ýmsu gjafir
Andans og útskýrir tilgang þeirra. Ef
hægt er að tala um að sumar gjafir
séu fremri en aðrar, þá mættí benda
á að þær gjafir sem varða boðun
fagnaðarerindisins eru ávallt
nefndar fyrst, síðan gjafir til
þjónustu og sérhæfðar gjafir síðast.
En allar þessar gjafir gera mönnum
kleift að gegna vissu hlutverki fyrir
söfnuðinn, fremur en að veita vald
og umboð til að gegna einhverju sér-
stöku embætti.
Einn þýðingarmikill lærdómur,
sem má lesa út úr þessum listum er
sá að gjafir Andans eru ætlaðar
öllum söfnuðinum, ekki bara
einhverju broti af honum eða
prestum eingöngu. Sennilega setur
Páll þetta skýrast fram í Efesusbréfi
4.8-12. Það er aðeins einn líkami og
einn Andi, segir Páll (4. vers), og
hverjum lim þessa líkama hefur
Kristur gefið gjafir - postula, spá-
menn, trúboða, hirða og kennara -
tíl að undirbúa lýð Guðs tíl að sinna
þjónustu.
Eigi söfnuðurinn að gegna hlut-
verki sínu, er það alger nauðsyn að
skilningur sé á þessari hugsun og
henni hrint í framkvæmd. Hafir þú
meðtekið Krist sem frelsara þinn og
verið skírður í hans nafni og inn í
líkama hans (söfnuðinn), þá ert þú
prestur. Málið snýst ekki um það,
hvort kristínn maður verður prestur
eða ekki heldur til hvers konar
þjónustu hann eða hún hafi verið
kölluð. Þeir sem þjóna sem hirðar og
útbreiðsluprédikarar þurfa að gera
sér grein fyrir því, að þeirra
þjónustu er best lýst sem hjálpar-
þjónustu. Fyrir blessun Heilags
anda er hlutverk þeirra fólgið í því
að skapa farveg hinum miklu mögu-
leikum sem í söfnuðinum búa.
Þörf fyrir alla
Hvenær sem Páll skrifar um and-
legar gjafir, þá gerir hann það með
þeim skilningi að þær eigi við
söfnuðinn sem líkama Krists. Þetta
er sennilega sú líking varðandi
söfnuðinn, sem mest ber á og notuð
er í Biblíunni. Sú staðreynd að Páli
fannst nauðsynlegt að nota líkinga-
mál til að lýsa söfnuðinum, segir
okkur að engin mannleg orð eða
hugtök nægja tíl að lýsa hinum guð-
lega og mannlega veruleika, sem í
söfnuðinum býr.
Auðvitað er hægt að öðlast
djúpan andlegan skilning með því
að kynna sér það, sem Páll hefur að
segja um söfnuðinn sem líkama
Krists. í Rm 12.4-8 er aðallær-
dómurinn eining í margbreyti-
leikanum. Guð hefur gefið safnaðar-
fólkinu margvíslegar gjafir. Sérhver
gjöf og hver limur er nauðsynlegur
til að starf safnaðarins geti gengið
hnökralaust. Líkami sem misst hefur
einn lima sinna er fatlaður. Það er
brýnt að við nærum hvert annað af
því að við erum „hver um sig annars
limir" (5. vers).
Þetta leiðir okkur að öðru atriði
Páls: Hvert öðru háð. Rétt eins og
handleggur eða fótleggur geta ekki
lifað ef þeir hafa verið teknir af
líkamanum, þannig getur kristinn
maður ekki lifað af kjósi hann að
einangra sig frá trúsystkinum
sínum.
I lKor 12. setur hann fram sömu
tvö atriðin og hér hafa verið rakin að
framan en bætir við því þriðja -jafn-
ræði. Við eigum ekki að líta á okkur
sem öðrum æðri eða að gjafir okkar
séu þýðingarmeiri en annarra. „En
nú hefur Guð sett hvern einstakan
lim á líkamann eins og honum
þóknaðist" (18. vers).
Ennfremur segir Páll í Efesusbréfi
4. kapítula, ef líkami fær næringu
hlýtur hann að vaxa. Á sama hátt
hlýtur sá söfnuður að vaxa tíl fulls
þroska, sem nærist á orði Guðs og
nær "vaxtartakmarki Krists
fyllingar" (13. vers). Safnaðaraðild er
miklu meira en að hafa nafn sitt á
kirkjubókunum. Við erum öll
þýðingarmiklir þættir í hinu mikla
áformi Guðs að frelsa mannkynið.
Pétur skrifaði að við hefðum verið
kölluð út úr þessum heimi til að
„víðfrægja dáðir hans," sem kallaði
yður frá myrkrinu til síns undur-
samlega ljóss." (lPt 2.9).
Til hvers er söfnuðurinn eigin-
lega? Hann er tíl í því augnamiði að
vinna verk foringja hans, Jesú Krists.
Eins og hann kom til að lifa lífi
þjónustu og opinbera kærleika
Guðs, þannig á söfnuðurinn að bera
vitnisburð um líf hans, dauða og
upprisu. Fyrir tilstilli safnaðar síns,
sem fylltur er Andanum, á Kristur
að vera holdi klæddur í heiminum.
Þýðandi: Sigurður Bjarnason
'Eða: kirkja
2Eða: kirkjan
3Eða: Þeir sem safnað hefur verið saman.
4Eða: kirkjunnar
5Eöa: kirkjunni
AðventFréttir 1,1995
11