Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 9
Vestmannaeyjaferð
unga fólksins
Helgina 15. til 17. febrúar fóru
rúmlega 20 ungmenni aðventkirkj-
unnar, til Vestmannaeyja. Veðrið lof-
aði ekki góðu, og ekki var útlit fyrir
að yrði flogið. En það er gott að vera
í sambandi við þann sem stjórnar
veðri og vindum og um kvöldið á
föstudeginum voru allir komnir til
eyja heilir á húfi með Guðs hjálp.
Þegar við sem komum með Herj-
ólfi, þessu yndislega skipi, til Vest-
mannaeyja var tekið vel á móti okk-
ur við bryggjuna eins og ávalt. Þar
voru nokkrir heimamenn komnir til
að keyra farangur okkar upp í safn-
aðarheimilið sem við gistum í um
helgina. Þegar við komum þangað
var þar gæsla fyrir börn, og hvað er
betra en að koma að brosandi barna-
hóp eftir rúmlega 3 tíma megrunar
siglingu til Vestmannaeyja.
Við byrjuðum hvíldardaginn á
því að vakna klukkan 9 og borða
saman morgunmat. Þar á eftir byrj-
uðum við hvíldardagsskólann síðan
guðþjónustu þar strax á eftir. Eftir
kirkju þá var komið að því að ganga
í hús með könnun um aðventkirkj-
una í Vestmannaeyjum og 3ABN
sjónvarpsstöðina. Við skiptum okk-
ur niður í hópa og fórum tvö og tvö
saman. Eg og Hlynur fórum saman í
tvö hverfi og gekk það ágætleg. í
fyrstu var fólk ekki alveg tilbúið í að
eyða tíma í okkur þar sem Vest-
mannaeyjaliðið í handbolta var að
keppa í sjónvarpinu. En þegar á leið
þá fór fólk að taka vel í okkur meðal
annars vegna þess að Vestmannaeyja
liðið vann leikinn. Fólk og þá sér-
staklega eldra fólk var sérstaklega
tilbúið til að tala við okkur um
hvernig þeir mundu eftir aðventist-
um þegar þau voru ung og að þau
hefðu sótt skóla í aðventkirkjunni.
Flest þeirra þekktu aðventistana í
bænum og fóru um þá einungis góð
orð. Ég man sérstaklega eftir því
þegar við vorum komin að síðasta
húsinu en þar bjó eldri kona sem
bauð okkur Hlyni inn. Og þegar sú
spurning kom upp hvort hún vissi
um eitthvað sem einkenndi að-
ventista þá sagði hún „Já það veit ég,
þetta er allt saman gott fólk".
Um fjögur leytið fóru nokkur
okkar með miða í bæinn til þess að
auglýsa samkomuna okkar um
kvöldið og á meðan fóru hinir sem
eftir voru á sambýli og áttu þar not-
arlega stund með þeim sem þar
bjuggu.
Um kvöldið héldum við svo sam-
komuna og höfðu allir gaman af.
Síðar um kvöldið héldum við svo
okkar vanaföstu keppni í Trivial per-
suit og var ég beðin um að þegja um
öll úrslit hvað það varðar. Snemma
næsta dag fullyrti keppandi stúlkna-
liðssins að einn strákanna hafi verið
að lesa spurningarnar og læra þær
greinilega utan að til að undirbúa sig
fyrir næstu keppni sem ég vona að
miklu fleiri geti tekið þátt í. Þeir sem
ekki gátu séð sér fært um að koma
ættu að skella sér með næst því það
er ekkert skemmtilegra en að gubba
saman í Herjólfi, ja eða fljúgja, en
það sem skipti mestu máli er að það
er frábært að fá tækifæri til þess að fá
að boða og fá fólk til að koma í kirkj-
una okkar og líka að fá að kynnast
þessu yndislega fólki sem er í Að-
ventkirkjunni í Vestmannaeyjum. Ég
hef ekki tekið upp úr töskunum mín-
um í þeirri von um að við fáum ann-
að tækifæri á að fara þangað miklu
fleiri saman fljótlega. Mig langar að
enda á því að vitna í Jesú sjálfan í
Matteus 28; 18 til og með 20 vers.
„AHt vald er mér gefið á himni og
jörðu. Farið pví og gjörið allar þjóðir að
lærisveinum, skíriðþá í nafniföður, son-
ar og heilags anda, og kennið þeim að
halda allt það, sem ég hefboðið yður. Sjá
ég er með yður alla daga allt til enda ver-
aldar,"
Með kveðju og þökk fyrir
skemmtilega helgi. Marinó Muggur
Þorbjarnarson.
Other programmes
Oiploma in Islamic Studies
Certificate and Diploma in Christian Counselling
For further information contact:
Neuubotd College, St Marks Rond, Bracknell
Berks, RG42 4AN, England
Tel:+44 (0)1344 407421
Your ‘Future: reacft for ít at ...
Visit our website at www.newbold.ac.uk
‘Fíewfofd CofCegt
‘Enafancf
School of English
UK Undergraduate Prpgrammes
BA/BA(Hons)/Humanities
Theological studies)
BA/BA(Hons)/Biblical S
USA Undergraduate Degrees
BS Accounting, BS Management
BS Behavioral Sciences (Psychology S
BA English and/or History
General Education credits available
Postqraduate Deqrees
Biblical, Pastoral and Theological Studies
for English Courses:
Summer School in English
27 August to I2 Deccmber 2(KK
20 June to I7)ulv 2<H>2
Degree courses also available
Apply to: Dlrector of Admissions, Newbold College,
St Marks Road, Bracknell, Berks RG42 4AN. England
Tel: +44 (0)1344 407421 Fax: +44 (0)1344 407405
email: admissions@newbold.ac.uk
finance@newbold.ac.uk
Visit: WWW.newbold.ac.uk
• •oo accredited by
ÍSSÍSÍI The British Cotmcil
Aðventfréttir
9