Aðventfréttir - 01.01.2002, Qupperneq 11

Aðventfréttir - 01.01.2002, Qupperneq 11
Linda Porter Carlyle: ___ Ksssaa-,. t \ r~* II ' i Orin hennar g — f f \ ( y' \ l mommu i \ f u Jóh. 15:13 „Enginn á meiri kærleik en pann að leggja lífsitt í sölurnar fyrir vini sína." amma og Sara sátu í stóra stólnum hans pabba sem var uppáhalds staðurinn þeirra. Þar gátu þær setið saman og spjallað. Mamma ætlaði að fara að lesa fyrir Söru söguna um það þegar Jesús var krossfestur. Hún byrjaði á því að lesa versið sem fylgdi sög- unni: „Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína." „Veistu hvað þetta vers er að segja okkur"? spyr mamma. Sara hristi höfuðið, nei! „Það er að segja okkur að þegar við elskum einhvern mjög mikið þá erum við tilbúin að gera hvað sem er til að koma í veg fyrir að hann lendi í vandræðum eða hættu. Ég get sagt þér sögu um dálítið sem kom fyrir mig þegar ég var lítil stelpa sem út- skýrir hvað ég á við." „Oh, gott!" sagði Sara og kom sér vel fyrir í fanginu á mömmu. „Ég elska sögur!" „Ég man ekki alveg hvað ég var gömul „ byrjaði mamma. „Líklega hef ég verið um það bil ellefu ára." „Þá varstu nú ekki lítil!" greyp Sara inní. Þetta er einfaldur órói saman settur úr krossum með orðin úr Jóh. 15.13 í miðjunni. „Kannski ekki," sagði mamma og hló. „Þegar ég hugsa um það núna þá finnst mér ég hafa verið lítil. En allavega, mamma hafði verið að kenna mér að elda mat. Mér fannst gaman að elda og eitt kvöldið ætlaði ég að sjá um kvöldmatinn alveg sjálf. Ég kveikti á fremsta brennaranum á eldavélinni svo hann myndi hitna. Síðan setti ég pönnuna innar á elda- vélina. Ég fylgdist með brennaran- um verða heitur og eldrauður. Þá teygði ég mig yfir hann til að ná í pönnuna en peysan mín kom við heita brennarann. Veistu hvað gerð- ist?" „Hvað?" spurði Sara. „Peysan mín var logandi," sagði mamma. „Ég leit niður og sá að ég var að brenna!" „Hvað gerðist svo?" spurði Sara. Augu hennar voru orðin mjög stór af spenningi. „Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera," útskýrði mamma. „Ég stóð bara þarna og öskraði. Pabbi minn var úti í bílskúr og heyrði í mér. Hann kom hlaupandi inn í eldhúsið til að athuga hvað væri að. Hann sá mig logandi, hljóp til mín og henti mér niður á gólf og slökkti eldinn með lófunum." Efni: 1. Pappír, (best er að nota karton- pappír) 2. liti (málningu, tússpenna eða tré- liti) 3. skæri 4. sogrör eða grönn prik 5. snæri eða garn. 6. límmiða Leiðbeiningar: Búðu til 4 krossa eins og myndin sýnir og skrifið KÆRLEIKUR í miðju krossanna. Gaman er að nota skraut- lega liti og jafnvel glimmerlím til að skreyta krossana. Skreytið bæði að framan og aftan. Búðu til göt efst í krossana og settu band í götin. Prikunum eða sogrör- „Fékkst þú brunasár?" spurði Sara. „Það fékk ég svo sannarlega," svaraði mamma. „Ég er enn með ör eftir brunann. Viltu sjá þau?" Hún hneppti frá blússunni og sýndi Söru örin. Sara leit á mömmu sína og það fór hrollur um hana. „Pabbi minn, afi þinn, stoppaði ekki til að hugsa um það að hann gæti meitt sig. Hann sá að ég var í mikilli hættu og bjargaði mér og hann brenndi sig líka á höndunum. En honum var alveg sama um það hann hafði bjargað litlu stelpunni sinni. „Það er alveg eins með Jesú þeg- ar hann kom til þess að frelsa okkur úr þessum synduga heimi, „ hélt mamma áfram. „ Hann var særður mjög, mjög illa þegar hann dó á krossinum fyrir okkur. En hann var að frelsa börnin sín." „Jesús hefur líka ör, er það ekki mamma?" spurði Sara. Ég man eftir að þú sagðir mér það einhvern tíman." „Það er alveg rétt hjá þér, „ sagði mamma. „Jesús er enn með sín ör á höndum og fótum frá því að hann var negldur á krossinn. Þú getur séð þessi ör þegar þú kemur í himininn. Jesús er með þessi ör því hann frels- aði þig. „Þegar þú sérð örin þín, þá getur þú munað eftir því hvað afi elskar þig mikið, er það ekki mamma!" „Jú, það er alveg rétt!" sagði mamma. Sara leit á mömmu sína og sagði „ég er glöð yfir því að Jesús dó til að frelsa mig. Ég er líka glöð yfir því að afi bjargaði þér úr eldinum." Mamma faðmaði Söru að sér. unum er komið fyrir í kross og bundið um miðjuna. Festið krossana við enda prikan- na. Utbúið spjald fyrir miðju óróans og skrifið á það versið úr Jóhannes 15:13 „Enginn á meiri kærleik en þann að leggja líf sitt í sölurnar fyrir vini sína." Klipptu út hring úr Cherrios- eða haframjölskassa eða notaðu pappa- disk. Settu gat í miðju hringsins og komdu honum fyrir ofan á prikun- um. Hringurinn hjálpar til við að óró- inn haldi jafnvægi. Skemmtilegt er að skreyta hring- inn með málningu og/eða límmið- um. Aðventfréttir 11

x

Aðventfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.