Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 12
Undraverð bænheyrsla
Umferðasali einn frá St.Louis segir
yfirmanni sínum frá því að hann
hafði selt mikið af vörum kaup-
manni einum sem, hann þekkti fyrir
að vera áreiðanlegur í viðskiptum og
sannkristinn maður. Sex mánuðum
síðar gerði verslunin sem hann vann
fyrir, honum aðvart um að reikning-
urinn hefði ekki enn verið borgaður
og bað hann svo fljótt sem unnt væri,
að grennslast eftir ástæðunni fyrir
drættinu.
Þegar hann heimsótti verslun
viðskiptamanns síns, fann hann að
annar maður var þar til að annast
um verslunina. Fékk hann fréttir af
því þar, að vinur hans hefði verið
veikur af bólunni og hann verið ein-
angraður í fleiri mánuði. Veikin
hafði verið svo þung að hann gat
enn ekki farið út, svo að umferðar-
salinn gat ekki séð hann, en hann
skrifaði honum og fékk bréf aftur
þess efnis að reikningurinn yrði
borgaður svo fjótt sem unnt væri.
Aðrir sex mánuðir liðu. Kaup-
maðurinn fann að verslunin hafði
tapað stórkostlega meðan hann var
veikur en hann endurnýjaði loforð
sitt við umferðasalann um að hann
skyldi ábyrgjast greiðslu á skuldinni.
Umferðasalinn bar svo fullkomið
traust til kaupmannsins að hann bað
verslunarhúsið að bíða eftir greiðsl-
unni frekar en að afhenda lögmönn-
um innheimtu á skuldinni. Þeir
gerðu það.
Ennþá liðu sex mánuðir og nú
kom bréf frá versluninni sem seldi
vörurnar, um að innkalla skuldina
eða að öðrum kosti höfða mál á móti
kaupmanninum. Nóttina áður en
umferðasalinn átti að mæta við-
skiptamanni sínum, svaf hann mjög
órólega og dreymdi að hann væri
staddur á heimili þessa vinar síns,
sem skuldina átti að lúka. Þar var
fjölskyldan rétt að því komin að hafa
morgunguðsþjónustu, og þótti hon-
um að sér væri boðið að taka þátt í
henni. Faðirinn opnaði Biblíuna og
kvaðst ætla að lesa 23. sálm Davíðs.
En þetta voru orðin sem hinn undr-
andi umferðasali heyrði: „Drottinn
er minn bankastjóri. Eg verð ekki
gjaldþrota, í gullnámum lætur hann
mig hvílast; hann gefur mér lykilinn
að fjárhirslu sinni. Hann lætur mig
njóta trausts annarra og sýnir mér
hvernig á að komast hjá málaferlum
fyrir síns nafns sakir. Þó að ég gangi
í myrkri skuldanna, skal ég samt
enga ógæfu hræðast því þú ert með
mér og þitt silfur og gull mun bjarga
mér. Þú greiðir veg minn í augsýn
skuldheimtumanna minna. Þú fyllir
ílát mín með olíu og út af mínum
bikar rennur. Sannarlega fylgja mér
þín góðgirni og miskunn alla daga
lífs míns og ég held áfram verslun í
nafni Drottins."
„Strax á eftir fylgdi slík bæn sem
ég aldrei fyrr á ævi minni hafði
heyrt," sagði umferðasalinn. Traust
hans til Guðs var óbifanlegt og að
endingu bað hann Guð um að blessa
mig, vin sinn.
Morguninn eftir fór umferðasal-
inn til heimilis kaupmannsins í út-
jaðri borgarinnar og barði að dyrum.
Hann var boðinn hjartanlega vel-
kominn og draumur hans um nótt-
ina var alveg endurtekinn, nema
hvað 23. sálmurinn var lesinn orðrétt
eins og hann stóð í Biblíunni. Þegar
kropið var til bænar, þá var bænin
sama efnis og hafði verið í draumn-
um. Hann sagði Guði frá að hann
skuldaði peninga sem væru fyrir
löngu fallnir í gjalddaga og bað hann
að opna sér veg til að borga þá,
þennann dag. Svo bað hann fyrir
umferðasalanum sem nú hafði ásett
sér að fylgja skipun verslunarhúss
þess er hann vann fyrir.
Að lokinni guðsþjónustu, fóru
þeir báðir inn í bæinn. Þeir stað-
næmdust fyrst við dymar á lyfsölu-
búð sem var rétt við hliðina á búð
kaupmannsins. Þar mætti þeim ung-
ur maður sem sagði kaupmanninum
að faðir sinn hefði ásett sér að kaupa
eign sem hann hafði auglýst til sölu.
Hann sagði að faðir sinn hefði sent
sig með peninga til að borga niður í
eigninni og afhenti honum bunka af
seðlum. Afganginn fengi hann þegar
eignarbréfið yrði afhent föður sín-
um. Skuld kaupmannsins var borg-
uð samstundis. Umferðasalinn var
sannfærður um að kaupmaðurinn
muni hafa verið á hnjánum í bæn til
Guðs einmitt meðan hann var að
dreyma og velta sér í rúminu.
Hversu áþreifanlega var ekki bæn
kaupmannsins svarað! Hversu
miklu oftar ættum við ekki að færa
okkar áhyggjur og byrðar yfir á Guð
og treysta því að hann leiði okkur í
gegnum þær. Hann hefur lofað að
hugsa um okkur og sjá fyrir okkur á
þann hátt sem engin annar getur.
Látum reyna á það næst þegar
vandamálin og erfiðin banka uppá.
L.E. Clement.
Arthur S. Maxvell
Nýkomin er út bókin
Biblían og þú - Ljós yfir líðandi stund
eftir Arthur S. Maxweli.
Bókin er 228 blaðsíður og fagurlega prýdd mörgum litmyndum.
Hentar öllum aldurshópum
fjölskyldunnar.
Tilvalin tækifærisgjöf.
Fæst ó skrifstofunni og í flestum bókabúðum.
ÍÆblían og \
Ljós yíir líðandi si
itund
12
Aðventfréttir