Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 14

Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 14
Eftir Eric Guðmundsson Sigur Krists - sigur þinn Páskar boða mestu gleðifregn allra tíma. Það eru mestu gleði- tíðindi allrar sögunnar að erkióvinurinn, syndin og af- leiðing hennar, dauðinn, er ekki lengur ósigrandi skaðvaldur, en að lífið hefur sigrað og að máttur þess hríslast um alla sköpunina og brýst fram á ólíklegustu stöðum. Rifjum upp viðburði páskanna með orðum þekkts höfundar: „Að- faranótt fyrsta dags vikunnar hafði verið lengi að líða. Myrkasta stund hennar, rétt fyrir dögun, var komin. Kristur var enn fangi í sinni þröngu gröf. Steinninn mikli var á sínum stað. Rómverska innsiglið var órofið. Rómversku varðmennirnir voru á varðbergi. . . . Þá varð landskjálfti mikill, því engill Drottins sté niður af himni. Tygjaður alvæpni Guðs yf- irgaf þessi engill hina himnesku sali. Bjartir geislar af dýrð Guðs fóru fyr- ir honum og lýstu leiðina. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem ör- endir. . . . Jarðskjálfti var til vitnis þegar hann endurheimti lífið með sigurhrósi. Hann, sem sigrað hafði dauðann og gröfina, gekk út úr graf- hvelfingunni með fótataki sigurveg- ara við titrandi jörð, leiftur eldinga og þrumugný" Þrá aldanna 584. En þú segir ef til vill: Til hvers að fagna nú yfir þessum sigri sem unn- in var endur fyrir löngu? Hvað með mína daglega baráttu? Hvernig leys- ir sigur Krists yfir dauðanum mig undan því að bíða stöðuglega lægri hlut í því stríði? Harm fór, yfirgaf þessa jörð, þennan vígvöll - fór til að njóta sælu himnaríkis eftir vel unnið verk hér á jörðu? Hvað hefur hann skilið eftir okkur til styrktar og huggunar í erfiðleikum okkar? Hver þekkir ekki hina þrotlausu baráttu við hið illa þar sem enginn sigur virðist mögulegur? Vera má að þú getir sett þig í spor hins fræga rússneska kristna höfundar, Leos Tolstoys: „Þú prédikar vel, en lifirðu prédikun þína í eigin lífi? Þetta er afar eðlileg spurning sem ég er alltaf að fá í höfuðið. Venjulega er henni varpað fram í sigurtón svo sem eins og til að þagga niður í mér. „Þú pré- dikar, en hvernig lifirðu?" Og ég svara með því að segja að ég prédiki ekki, að ég sé ófær um það, þó ég hafi brennandi löngun til þess. Mér er eingöngu kleift að prédika gegn- um gjörðir mínar, og þær eru gjör- spilltar. .." Það er sorglegt að lesa æviágrip Tolstoys og sjá að þetta er eins konar samantekt reynslu hans. Röntgen augu hans á mannshjartað gerðu hann að stórmenni skáldsagnanna en einnig að angistarfullri kristinni persónu. Sem lax á leið til hrygn- ingastöðvanna barðist hann gegn straumnum alla ævi, en örmagnaðist að lokum siðferðislegri örmögnun. Kristur fór, það er rétt, yfirgaf þessa jörð til að njótá sælu himnarík- is eftir vel unnið verk hér á jörðu. En málefni jarðarbúa hafa ekki liðið honum úr minni eitt augnablik! Hann hefur ekki skilið okkur eftir munaðarlaus heldur þjónar okkar þörfum daglega og vill veita okkur sigur í öllum kringumstæðum okkar, þá gjöf sem Tolstoy uppgötvaði ekki, hina stórkostlegu náð Guðs. Guð veitir okkur kraft af hæðum, sem er „sami áhrifamikli, kröftugi máttur- inn, sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum. . . . Hann (hefur) end- urlífgað oss með Kristi, þegar vér vorum dauðir vegna misgjörða vorra. Af náð eruð þér hólpnir orðn- ir" Ef 1.19,20,2.4,5. Höfundur Hebreabréfsins veitir okkur innsæi í þessa þjónustu: „Er vér þá höfum mikinn æðsta prest sem farið hefur gegnum himnana, Jesú, Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna. Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en án syndar. Göngum því með djörfung að hásæti náðar- innar, til þess að vér öðlumst mis- kunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma" Heb 4.14-16. Hásæti náðarinnar. Þetta er lykil- staðurinn fyrir þig og mig að upp- götva. Þar þjónar Kristur í hinum himneska helgidómi „Guði til hægri handar". Þar miðlar hann af krafti sínum sem leystist úr læðingi í páskasigri hans. Greinilega er það að koma fram fyrir þennan þjónandi prest, Jesú Krist, eina von okkar um lausn og lykillinn að því forðabúri máttarins er bænin. Hvað er þá sönn bæn? Hún ristir miklu dýpra en að vera persónuleg fhugun eða orðræða. Hún er andleg tjáskipti við skapara himins og jarð- ar, að öllu leiti andlegt mál. Því er ár- angur bænarinnar ekki á mannlegu færi heldur Guðs sjálfs með þátttöku Heilags anda. Enn fremur, samkvæmt höfundi Hebreabréfsins, þá er meðalganga Jesú nauðsynleg. Eins og bænin er gagnslaus án Heilags anda þá er hún líka máttlaus án Sonar Guðs. Hinn mikli æðsti prestur verður að ganga inn fyrir fortjaldið fyrir okkur. Þar til þetta á sér stað erum við algerlega aðskilin frá hinum lifandi Guði. Að reyna að bera fórn fram fyrir Guð sem hefur ekki verið roðin dýrmætu blóði guðssonarins eru mikil mistök og vonlaust verk. En fyrir mátt blóðs Krists hefur Guð brotið sérhvert vald á bak aftur, hefur „flett vopnum tignirnar og völdin, leitt þau opin- berlega fram til háðungar og hrósað sigri yfir þeim í Kristi" Kól 2.15. Hebreabréfið talar um hásæti, „hásæti náðarinnar." Hvað felur þetta í sér? í bæn komum við fram fyrir föður okkar á himnum, en ein- nig konung alheimsins. Náðarstóll- inn sem við komum fram fyrir er konungshásæti. Hvernig ber okkur þá að ávarpa hann sem á hásætinu situr? Okkur ber að koma í lotningar- fullri auðmýkt fram fyrir konung konunganna, Drottin allra drottna. En þetta hásæti megum við einnig nálgast í gleði og fögnuði. Úr því ég 14 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.