Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 16

Aðventfréttir - 01.01.2002, Side 16
„Færið alla tíundina í forða- búrið, til þess að fæðsla sé til í húsi mínu, og reynið mig einu sinni á þennan hátt, segir Drott- inn hersveitanna, hvort ég lýk ekki upp fyrir yður flóðgáttum himinsins og úthelli yfir yður yf- irgnæfanlegri blessun. „Eigum við að hlýðnast Guði og færa inn alla tíund og gjafir svo að til sé fæðsla til að uppfylla þörf sálna sem hungra eftir brauði lífsins? Guð býður ykkur að reyna sig núna þegar gamla árið er að renna út, og sjá til þess að á nýja árinu verði fjárhirslur Guðs end- urfylltar. Hann segir okkur að hann muni opna flóðgáttir himinsins og úthella yfir okkur yfirgnæfan- legum blessunum. Hann leggur heiður sinn að veði: „Og ég mun hasta á átvarginn fyrir yður, til þess að hann spilli ekki fyrir yður gróðri jarðarinnar og víntréð á akrinum verði yður ekki ávaxta- laust, segir Drottinn hersveit- anna." Þannig er orð hans trygg- ing okkar fyrir því, að hann muni blessa okkur að því marki, að við munum hafa enn stærri tíund og gjafir til að leggja fram. Engin áhætta 'O, hvílík náðarsamleg, full- komin og alger fullvissa okkur er gefin, ef við aðeins viljum gera það sem Guð krefst af okkur! Takið þessu máli þeim tökum eins og þið tryðuð að Drottinn muni gjöra ná- kvæmlega eins og hann hefur lofað. Vogum einhverju upp á orð Guðs. Margir taka mikla áhættu í ákafa sín- um að verða ríkir; litið er framhjá ei- lífum umhugsunarefnum og göfug- um meginreglum fórnað; samt geta þeir tapað öllu í leiknum. En með því að taka hinu himneska tilboði, þurfum við ekki að taka neina slíka áhættu. Við þurfum að taka Guð á orðinu og ganga fam í hreinskilni og í trú samkvæmt loforðinu og af- henda Guði það sem honum tilheyr- ir. - R & H 8. des. 1896 Ástæða fyrir andstreymi Margir þeirra sem játa kristna trú hugsa vel um sjálfan sig og uppfylla allar ímyndaðar þarfir sínar, en gefa þörfum málefnis Guðs engan gaum. Þeir hafa talið það vera sinn hag að ræna Guð með því að halda öllu, eða eigingjörnum hluta, af gjöfum hans fyrir sjálfan sig. En þeir verða fyrir tjóni í stað þess að hagnast. Stefna Reynum Drottinn þeirra leiðir til þess að haldið er aft- ur miskunn og blessunum. Vegna síns eigingjarna og fégjarna anda hafa margir glatað miklu. Hefðu þeir af fullum og frjálsum vilja við- urkennt kröfur Guðs og uppfyllt kvaðir hans, myndu blessanir hans hafa komið í ljós í auknum afurðum jarðarinnar. Uppskeran hefði orðið meiri. Séð hefði verið nægilega fyrir þörfum allra. Þeim mun meira sem við gefum, þeim mun meira öðlumst við. - R & H 8, des Í896 Loforð með boðum Guðs Skylda er skylda og ætti að fram- kvæmast sem slík. En Guð hefur samúð með okkur í okkar synduga ástandi og lætur loforð fylgja boðum sínum. Hann leggur að lýð sínum að prófa sig og lýsir yfir að hann muni launa hlýðni með ríkulegum bless- unum ... Hann hvetur okkur til að láta af hendi við sig og segir að end- urgjaldið sem við fáum frá honum verði í hlutfalli við það sem við af- hendum honum. „Sá sem sáir með blessunum, mun og með blessunum upp skera." (1 Kor 9.6). Guð er ekki óréttlátur að hann gleymi störfum ykkar og kærleiksverkum. Hversu viðkvæmur og sannur Guð er við okkur! Hann hefur gefið okkur í Kristi ríkulegar blessanir. 'I honum hefur hann undirritað samninginn sem hann hefur gert við okkur. - R & H 3 des. 1901 Hin sanna ástæða fyrir því aá synja Guói 'Eg sá að sumir hafa gefið sem ástæðu fyrir því að þeir aðstoði ekki málefni Guðs að þeir séu í skuld. Hefðu þeir rannsakað gaumgæfilega sitt eigið hjarta, mundu þeir hafa uppgvötað að eigingirni var hin sanna ástæða fyrir því að þeir færðu engar frjálsar gjafir til Guðs. Sumir munu ávallt vera í skuld. Vegna ágirndar þeirra, mun velgengnis- hönd Guðs ekki vera með þeim til að blessa framkvæmdir þeirra. Þeir elska heiminn meira en þeir elska sannleikann. Það er ekki verið að búa þá undir og gera þá hæfa fyrir konungsríki Guðs. -1 T 225. Tíund haldiö vegna van- trausts Sumir hafa orðið óánægðir og hafa sagt: „'Eg mun ekki lengur greiða mína tíund, vegna þess að ég hef ekkert traust á því hvernig haldið er á hlutunum í innsta hring starfsins." En viljið þið ræna Guð vegna þess að þið haldið að fram- kvæmd starfsins sé ekki rétt? Berið fram kvartanir ykkar, skýrt og opin- skátt, í réttum anda, við rétta aðila. Sendið inn beiðnir ykkar varðandi hluti sem þarf að lagfæra og kippa í lag; en dragið ekki frá starfi Guðs og gerist ótrú vegna þess að aðrir gera ekki það sem rétt er. - 9 T 249 Fyrsta skylda til Gubs Sumum hefur fundist þeir vera undir helgri skyldu gagnvart börn- um sínum. Þeir verða að gefa hver- ju þeirra hlut en finnst þeir vera ófærir urn að afla fjár til að aðstoða í málefni Guðs. Þeir koma með þá af- sökun að þeir hafi skyldur gagnvart börnum sínum. Þetta kann að vera rétt, en fyrsta skylda þeirra er gagn- vart Guði... Látið engan sem heldur öðru fram komast að ykkur og fá ykkur til að ræna Guð. Látið ekki börn ykkar stela gjöfum ykkar af alt- ari Guðs til eigin afnota. -1 T 220. 16 Aðventfréttir

x

Aðventfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aðventfréttir
https://timarit.is/publication/973

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.