Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 3

Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 3
Bls. 3 - BRÆÐRABANDIÐ- 2. tbl. áherzla á "réttlæti fyrir trú" vakið aðventsöfnuðinn svo mjög, að Ellen White gat sagt, að "háa hrópið" væri þegar byrjað. Af þessum sökum hefur ein spurning yfirgnæft allar aðrar á þsesum ársfundi 1973: Hvað hefur komið fyrir boðskapinn og reynsluna, sem mörkuðu upphaf á boðun hins síðasta boðskapar aðvörunar og áskorunar til heimilisins árið 1892? Þó við í einlægri leit okkar að svörum höfum enga tilhneigingu til að ásaka þá, sem boðskapurinn barst fyrst til né þá, sem hafa gegnt forystuhlutverki innan starfsins til þessa, erum við ákveðnir í að finna sérhver mistök liðins tíma tilað komast hjá þeim í dag og læra af þeim. En umfram allt erum við sannfærðir um, að aðaláhyggjuefnið sé núverandi reynsla, leiðin frá því, sem ekki var nógu gott í fortíðinni, til skjóts sigurs. Tími haustregnisins hefur staðið yfir í mörg ár. Við gerum okkur grein fyrir því, að á meðal okkar finnast margir, sem hafa fulla, sigursæla reynslu. Þeir hafa fariö í gegnum "vorregns-reynsluna" og eru fagnandi í Drottni. En þetta réttlætir ekki sjálfsánægju eða fögnuð. En í söfnuðinum sem heild er Laódíkeu-ástandið ríkjandi eins og því er lýst af hinu Sanna vitni í 0]3. 3:14-19. Fundurinn hefur því í leit sinni að þeim sérstöku ástæðum, sem í dag orsaka mistök og töf, beint athygli sinni að þrem aðalatriðum: 1. Leiðtogar o^ einstaklingar hafa ekki að fullu tekið greiningu og áskorun Krists til Laódíkeusafnaðar- ins í Op. 3:14 - 22 sem persónulegan boðskap. 2. Leiðtogar og einstaklingar eru á sumum sviðum óhlýðnir gagnvart guðlegum fyrirmælum bæði varðandi einstai'lingsbundna reynslu og framkvæmd þess verks, sem söf.'uðinum hefur verið falið. 3. jjeiðtogar og einstaklinpar hafa enn ekki lokið því stárfi, sem söfnuðinum var falið. Viðbrög við boðskapnum til Laódfkeu.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1974)
https://timarit.is/issue/362478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1974)

Aðgerðir: