Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 7
Bls 7 -BRÆÐRABANDIÐ- 2. tbl.
fluttur til alls heimsins (Op. 14. og 18.) Við truum
því að systir White hafi gert það ljqst, að Kristur
getur ekki komið fyrr en allur heimurinn hefur fengið
sanngjarnt tækifæri til að heyra hinn frelaandi boðskap
Guðs. Hún skrifaði t.d.: "Hefði fólk Guðs framkvæmt
fyrirætlun Guðs um að flytja heiminum náðarboðskapinn,
væri Kristur þegar kominn." (6T, bls. 450.)
Guð var fús að leiða verk sitt til skjqts sigurs
í kjölfar 1844 - hreyfingarinnar, árið 1888 og aftur 1901
(meðal annars). Hvers vegna hefur það dregizt? Hvað
er hægt að gera núna?
Þreföld áskorun.
Sem svar við þessari spurningu, senda fulltrúarnir
á ársfundinum 1973 eftirfarandi áskorun til allra
starfsmanna og meðlima um allan heim. Áskorunin er þre-
föld.
1. Opnið án frekari tafa hjartadyrnar alveg fyrir
Frelsaranum, sem bíður og grátbænir (Op. 3:20). Veitið
Jesú aðgang sem alvaldi lxfsins. Látið hann koma inn
í hjartað og breyta því og stjórna. Lifið undir áhrifum
"vorregnsins" í samræmi við allt það ljós, sem þið hafið.
Iðkið allt, sem Guð hefur ráðlagt ykkur.
2. Leg^ið til hliðar allan mótþróa, sem hefur of
lengi ha’ft ahrif á ákvarðanir einstaklings og
safnaðarins. Þetta mun undirbúa leiðina fyrir endurnýjun
"haustregnsins", sem hefur dregizt allt frá fyrstu árum
safnaðarsögu okkar, því Guð getur ekki sent Andann í
fyllingu sinni, meðan fólkið skeytir ekki um þær leið-
beiningar, sem hann í náð sinni hefur sent gegnum þennan
sama Anda - Anda spádómsins.
3. Gerið nýtt heit um að vinna að hlutverki safnað-
arins að flytja boðskap englanna þriggja til þeirra mill-
jóna, sem byggja jörðina. Þetta heit krefst rersónulegrar
helgunar, persónulegs vitnisburðar og persónuiegra fórna.
Auk þess felur það í sér, að hver meðlimur leiti innilega
til Guðs í bæn um "haustregn" máttar Heilags anda til
þess að vitnisburðurinn í orði og athöfn geti verið
áhrifaríkur, sannfærandi og kærleiksríkur.
Við trúum því, að allur himinninn sé reiðubúinn að
gera stórvirki fyrir söfnuðinn, sem flytur síðasta náðar-