Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 8
Bls.8 -BRÆÐRABANDIÐ- 2. tbl.
kall Guðs. Við trúum því, að Guð búi yfir ýmsu dásamlegu
óvæntu til handa hverjum þeim safnaðarmeðlim, sem
helgar sig algjörlega áformi himinsins.
Eftirfarandi orð bera greinilega með sár, að sönn
vakning mun eiga sér stað: "Áður en síðustu dómar Guðs
falla yfir jörðina, mun slík vakning frum-guðhræðslu
eiga sér stað meðal fólks Guðs að ekki hefur þekkst
frá tíma postulanna. Anda og mætti Guðs mun verða úthellt
yfir börn hans." (GC, bls.464). Það er líka ljóst,að Satan
mun leitast við að koma í veg fyrir vakningu þessa.
"Óvinur sálnanna þrair að hihdra þetta starf; og aður
en tíminn kemur fyrir slíka hreyfingu, mun hann leitast
við að hindra hana með því að koma með falska eftirlík-
ingu. I þeim söfnuðum, sem hann getur haft undir blekk-
ingarvaldi sínu, mun hann láta það lita út sem sér-
stökum blessunum Guðs sé úthellt þar; svo mun virðast
sem mikill trúaráhugi sé til staðar." (sama bók). Ef
tungutals-hreyfingin, sem breiðist óðfluga út um allan
heim í dag, er hin falska vakning, sem Andi Guðs segir
fyrir um, þá hlýtur sá txmi að vera í nánd að Guð úthelli
haustregninu yfir síðasta söfnuð sinn.
Þess vegna skorum við á safnaðarmeðlimi okkar hvar-
vetna að taka höndum saman ásamt starfsliði konferens og
safnaða um mikla vakningu og umbætur, sem gera Guði kleift
að opinbera mátt sinn og dýrð fyrir þurfandi, ráðalausum
heimi. Með allri þeirri heilögu alvöru, sem við eigum
til, skorum við á sérhvern meðlim að rannsaka orð Guðs
í alvöru og leita fyrst Guðs ríkis og hans réttlætis og
biðja um úthellingu Heilags anda. (sjá TM, bls. 506-512).
Tíminn er naumur, "Fyrir því skuluð og þér vera
viðbúnir, því að nanns-sonurinn kemur á þeirri stundu,
sem þér eigi ætlið" (Matt. 24:44). (Sj4 einnig 6T, bls.
406;. og ÍSM, bls. 67).
If_tt_Tf_,f_T?_If_II_tT_If^.
Ritstjóri og ágyrgðarmaður: Sigurður Bjarnason
Utgefendur: Aðventistar á Islandi