Bræðrabandið


Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 4

Bræðrabandið - 01.02.1974, Blaðsíða 4
Bls. 4 - BRÆÐRABANDIÐ -2. tbl. Vegna þess að haustregnsins reynsla er enn ekki komin, hafa fulltrúarnir á þessum fundi nauðbeygðir komizt að þeirri niðurstöðu, að boðskapur Krists til Laódíkeu hafi ekki verið skilinn til fulls eða honum ekki nægilega sinnt. Við höfum enn ekki náð því hámarki atburðarásarinnar, sem sagt er fyrir í eftir- farandi orðum, en það gefur til kynna, að enn er þörf fyrir fólk, sem uppfyllir kröfur hins Sanna vitnis: "Þeir, sem standast allar kröfur og hverja prófraun og vinna sigur, hvað sem það kann að kosta, hafa sinnt ráðum hins Sanna vitnis, og þeir munu öðlast haustregnið og á þann hátt verða búnir undir að verða hrifnir upp." (1T, bls. 187) Boðskapurinn til Laódíkeu felur í sér persónuleg tengsl við Jesú, sem skapa fólk í gæðaflokki, sigursælt fólk, fólk, sem samkvæmt orðum Krists mun sigra "eins og ég sjálfur hef sigraö" (Op. 3:21). Þessi boðskapur mun skapa fólk, sem Guð getur skammlaust sett fram sem sönnunargögn um þá, sem "varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm" (Op. 14:12), fólk, sem hefur lært af reynslunni, að öll gæzka er afleiðing þess að vera studdur af guð- legum mætti. Slíku fólki er hægt að treysta fyrir sér- stökum mætti, því það mun nota hann á sama hátt og Jesús gerði; það mun reyndar á öllum sviðum lífsins endurspegla lyndiseinkunn Jesú. Það að verða lxkur Jesú í orðum og athöfn er markmið þeirrar lífsreynslu, sem kölluð er "réttlæti fyrir trú": "Réttlæti Krists er ekki skikkja, sem hylur syndir, sem ekki hafa verið játaðar og fyrir- gefnar; Það er lífsmeginregla, sem ummyndar lyndiseinkunn- ina og stjórnar athöfnunurn. Heilagleiki er að vera heil- steyptur með Guði: það er algjör undirgefni hjartans og lífsins undir meginreglur himinsins, sem búa þar í." (Da, bls. 555,556). Sem fulltrúar á þessum ársfundi trúum við, að þetta sé kjarni þess, sem söfnuðurinn þarfnast - að skilja og reyna persónulega allt, sem felst í hugtakinu "rétt- læti fyrir trú." Slíkt réttlæti er ]3að, að vilji Guðs kemur fram í lífinu fyrir stöðuga trú á mátt hans. Guö bíður eftir kynslóð aðventista, sem mun sýna, að það er í^raun og veru hægt að lifa samkvasmt lífsleið hans hér á jörðinni; að Jesús gaf ekki fyrirmynd, sem fylgj- endur gætu ekki náð; að náð hans "megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína, lýtalausa..." (Júdas 24).

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað: 2. tölublað (01.02.1974)
https://timarit.is/issue/362478

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

2. tölublað (01.02.1974)

Aðgerðir: