Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 3

Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 3
Bls. 3 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl BOÐSKAPUR FR AÐALSA A STARFSMÖNNUM MTAKANNA Fjölskylda Sjöunda dags aöventista um víða veröld sameinast enn á ný í sambæn, þakkar Guði fyrir stöðugar náðargjafir hans, lofar hann fyrir þá trú og von, sem býr í hjörtum einstaklinganna og biður um stjrrk til að lifa sigursælu lífi í þessum sjmduga heimi. Samfélagsböndin styrkjast fyrir bæn. Ungir og eldri, ríkir og fátækir, fólk af ólíkum kjmstofnum og þjóðlöndum mætist sem jafningjar þegar það beygir kné sín frammi fjrrir skapara sínum. Þetta árið er uppbygging bænavikulestranna með nokkuð öðru sniði en verið hefur. Heildarefnið er: "Lifandi gjörður með Kristi". Robert H. Pierson, formaður Aðalsamtakanna samdi fjrrsta lesturinn, sem er grundvöllur hinna. Allir lestrarnir utan þess fjrrsta eru samdir af Morris Venden sem er skólaprestur við La Sierra skólann í Bandaríkjunum. Við treystum því að það að hafa einn höfund leiði til þess að meira samhengi verði og fjrrir blessun Heilags anda leiði það til þess að söfnuðurinn verði lifandi gjörður með Kristi. Þegar áform verða lögð fjrrir samkomur bænavikunnar 1974 stingum við uppá, að á kvöldsamkomunum verði auk lestranna gefinn tími til persónulegra vitnisburða, sérstakrar bænastundar og umrasðna um efnið í lestrunum. Sumir söfnuðir geta sett tvö kvöld til vitnisburða, tvö til sérstakrar bænastundar og tvö til umræðna. Við lok hvers lestrar eru gefnar tillögur um umræðuefni. Viö vonum sannarlega, að þessi basnavika leiði í lífi þínu til varanlegs samfélags við Drottin. Ritstjóri og ábyrðarmaður: Sigurður Bjarnason. Ötgefendur: Aðventistar á íslandi.

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.