Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 6

Bræðrabandið - 01.10.1974, Side 6
Bls. 6 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. Sú hugmynd, að bænin sé ekki nauðsynlega er ein af áhrifaríkustu brögðum Satans til þess að eyðileggja sálir. Bæn er samfélag við Guð, lind vizkunnar, uppspretta stjnpks og friðar og hamingju. Jesús bað til föðurins "með sárum kveinstöfum og táraföllum". Páll hvetur hina trúuðu til "að biðja án afláts" og gera í öllum hlutum óskir sínar kunnar Guði í bæn með beiðni og þakkargjörð. "Biðjið hver fyrir öðrum", segir Jakob. "Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið." (Heb. 5,7; l.Þess. 5,17; Jak. 5, 16.) Foreldrarnir ættu að gera varnarvegg umhverfis börnin sín með einlægum og áköfum bænum. Þau ættu að biðja af fullri trú um það, að Guð muni vera meö þeim og að heilagir englar hans muni vernda þau og börnin þeirra frá hinu grimmilega valdi Satans. í hverri fjölskyldu ætti að vera fastur tími fyrir guðsæknis- stundir kvölds og morgna. En hvað það er viðeigandi fyrir foreldra að safna börnum sxnum saman áður en matar er neytt til að þakka hinum himneska föður fyrir vernd hans yfir nóttina og að biðja hann um hjálp og leiðsögn og umönnun yfir daginn: En hvað það er líka viðeigandi þegar kvölda tekur, að foreldrar og börn safnist aftur saman frammi fyrir honum og þakki honum blessanir liðins dags. Á hverjum morgni skuluð þið helga ykkur og börn ykkar Guði þann dag. Reiknið ekki með mánuðum eða árum. Þau eru ekki á ykkar valdi. Einn skammvinnur dagur er ykkur gefinn. Notið stundir hans til þess að vinna fyrir meistarann eins og það væri ykkar síðasti dagur á jörðu. Leggið öll áform ykkar fram fyrir Guð og framkvæmið þau eða hættið við þau eftir því sem forsjón hans gefur til kynna. Fy^Lgið áformum hans í stað ykkar eigin, jafnvel þótt það kostaði það, að þið yrðuð að hætta við eftirlætisverkefni. A þann hátt mundi lífið mótast meira og meira eftir hinu guðlega fordæmi og "friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir í samfélaginu við Krist Jesúm". Fil.4,7. Faðirinn ætti að stjórna tilbeiðslustundunum, eða móðirin í fjarvist hans, og velja ritningargrein, sem er áhugavekjandi og auðskilin. Athöfnin skyldi vera stutt. Þegar langur kafli er lesinn og langar bænir fluttar, verður athöfnin þreytandi og öllum léttir, þegar henni lýkur. Það er vanheiður fyrir Guð, þegar til- beiðslustxindin er gerð þurr og leiðinleg, þegar hún er svo óskemmtileg og laus við að vera áhugavekjandi, að börnin óttast hana. Feður og mæður, gjörið tilbeiðslustundina feykilega áhugavekjandi. Það er engin ástæða til að þessi stund sé ekki sú skemmtilegasta og ánægjulegasta á öllum deginum. Ef þið sýnið svolitla hugsun viö undirbúning hennar, mun ykkur verða kleift að gera hana áhugavekjandi og gagnlega. Hafið tilbreytni í athöfninni öðru hverju. Spurningar má bera fram um þá ritningargrein, sem lesin var, og bera fram fáeinar einlægar tímabærar athvigasemdir. Lofsöng má syngja. Bænin, sem flutt er ætti að vera stutt og gagnorð. Sá, sem hefur orð fyrir hinum £ bæninni, ætti með einföldum og einlægum orðum að lofa Guð fyrir gæzku hans og biðj hann um hjálp. Börnin ættu eftir því sem aðstæður leyfa aö taka þátt í lestrinum og bæninni. Eilífðin ein mun sýna það góða, sem slíkar tilbeiðslustundir hafa að geyma.

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.