Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 11

Bræðrabandið - 01.10.1974, Blaðsíða 11
Bls. 11 - BRÆÐRABANDIÐ 10. tbl. Préttir frh. Innsöfnunin. Þegar við starfsmennirnir héldum út á landsbyggðina í ágústmánuði í hina árlegu innsöfnunarferð okkar, kom strax í ljós, að eitthvað óvenjulegt var að gerast. Aukning þess fjár, sem safnaðist á hinum ýmsu stöðiim varð svo mikil að þess munu engin dæmi fyrr. Algengt var að ýmsir staðir gæfu 100% meira en á s.l. ári. Á Dalvík varð aukningin 250%. Það voru glaðir safnarar, sem sneru heim frá Snæfellsnesi, norðvesturlandi og norðausturlandi. En hér syðra virðist sagan ætla að endurtaka sig. Reykjavíkur- söfnuður er um það bil að tvöfalda árangur sinn frá því í fyrra, en þá söfnuðust Kr. 611 þúsund. í Grindavík varð aukningin 300% á einu ári. Það hefur verið mér mikið ánægjuefni að sjá áhuga þeirra, sem safnað hafa í ár, en þeir mættu vera fleiri, sem leggðu hönd á plóginn. Enn er því tækifæri til þess á ýmsum stöðum hér suðvestanlands. Söfnunin á landinu öllu er þegar komin einni milljón yfir síðastliðið ár, en þá varð lokatalan 2,4 milljónir. Það eru góðar líkur á að okkur takist að safna inn 4 milljónum að þessu sinni. Þótt innsöfnunarstarfinu sé enn ekki lokið, vil ég nota tækifærið hér til að þakka öllum þátttakendum í innsöfnuninni hjartanlega fjrrir vel unnin störf. Steinþór Þórðarson. MINNING: Frá fyrstu kynnum okkar, Helga mín minnist ég þín í sambandi við nýþvegin þvott og brosandi blóm í gluggum. ÞÚ varst svo mikil húsmóðir. En síðar þegar söfnuður hér í Keflavík hafði verið stofnaður og Alfa félagið tók til starfa, undir þinni stjórn, og við fórum að vinna að basarnum okkar þá kemur urmull af litlum vettlingum inní myndina. Hve oft sátum við ekki saman með prjónana okkar og töluðum um okkar hugðar- mál, hina eilífu von Guðs barna, svo báðum við fyrir börnunum okkar og öllu öðru sem við elskum á þessari jörð. Þökk fyrir samveruna Helga mín. í Guðs friði. Þú varst kona sem eftir lastur blessaða minningu. Ó.J.

x

Bræðrabandið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.