Bræðrabandið - 01.11.1974, Síða 2

Bræðrabandið - 01.11.1974, Síða 2
Bls. 2 - BRÆÐRABANDIÐ ll.tbl Tvennt er það, sem Guð hefur sett til að hjálpa manninum að muna þennan dýrlega boðskap. Hvíldcirdagurinn, sjöundi dagur vikunnar, átti að minna manninn á vikulega, að Guð einn getur helgað hann og veitt honum nýtt líf (Esek. 20,12). Auk þess stofnaði Kristur helga athöfn, kvöldmáltíðina, til að minna manninn á frelsunar- áformið og hjálpræðið. í söfnuöum okkar er leitast við, að þessi helgiathðfn fari fram einu sinni i ársfjórðungi, þar sem öllum söfnuðinum gefst tækifæri til að helga sig Kristi á ný og rifja upp fyrir sér allt það sem himinninn hefur gert manninum til bjargar og blessunar. Dýrleg eru þau tækifæri að mega vera við- staddur slika athöfn. Við getum lesið um fyrstu kvðldmáltiöina i Jóh. 13. kap. KVÖLDMÁLT ÍÐARBRAUÐ Nokkrar safnaðarsystur hafa verið að spyrja um uppskrift að kvöldmáltiðarbrauði. Hér kemur hún. 1 bolli sigtað heilhveiti, 1/4 teskeiö salt, 2 matskeiðar kalt vatn, 1/4 bolli olifurolia eða ðnnur jurtaolia. Sigtið saltið og heilhveitiö. Látið vatnið út i oliuna, en hrærið ekki. Hellið siðan út i mjölið og saltið. Fletjið út á málmpappir og setjið allt saman á plðtu. Afmarkið bitana, ekki mjög stóra. Bakið i meðalheitum ofni i 10-15 min. Fyrir 50 manns. Hvert atriði i brauðinu hefur táknræna merkingu. Heilhveitið (kramið, malað hveitikorn) táknar kraminn likama Jesú Krists. Olian er tákn Heilags anda. Kristur gaf manninum lifandi vatn og sagði sjálfur að börn hans væru salt jarðar. VÍNIÐ vinberjasafa má kaupa i verslunum en einnig má fá vinberja- safa á eftirfarandi hátt: Leggið rúsinur i bleyti yfir nótt. Látið siðan suðuna koma upp. Hellið safanum frá, þá er kominn besti vinberjasafi. Allt, sem presturinn blessar við kvöldmáltiðarborðið, en ekki er notaö, ber að eyðileggja, strax að lokinni athöfninni, hella vininu, en brenna brauöið. Það, sem ekki hefur verið blessað, má geyma og nota til næsta skiptis. HVERJIR ÞJÓNA? Reglur safnaðarins kveða á um það að vigðir safnaöarformenn geti þjónað við kvöldmáltið. SÚ venja hefur skapast hér á landi að vigðir prestar þjóna við kvöldmáltið. Ef hins vegar ekki hefur verið hægt að fá vigða presta, hafa vigðir safnaðarformenn þjónað frh. á bls. 6.

x

Bræðrabandið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.