Bræðrabandið - 01.11.1974, Side 13

Bræðrabandið - 01.11.1974, Side 13
Pls. 13 - BRÆÐRABANDIÐ 11. tbl. FRETTIR Bíblíulestrar fyrir almenning eru hafnir bæði í Reykjavík og í Keflavík. Áformað er að byrja opinbera starfsemi á Akureyri innan tíðar. Sérstök samkoma fyrir aldraða var í Reykjavíkurkirkju í október. Andleg stund var fyrst inni í kirkjunni, en síðan var sýnd íslensk kvikmynk inni í litla sal og veitingar á eftir. Prentun er lokið á bókinni Boðskapur til safnaðarins. Verið er að binda hana inn og kemur hún úr bókbandi innan tíðar. Vonast er til að allir skírðir meðlimir kaupi eintak af bókinni. Vel hefur verið unnið í sálmabókarnefndinni undanfarið. Búið er að fara yfir íslenskar sálmabækur og velja og flokka um 500 texta. Verið er nú að finna lög við textana og er vonast til að því verði lokið um áramót. Þýðingu er lokið á Deilunni miklu. Gissur Ó. Erlingsson símstöðvarstjóri á Seyðisfirði þýddi bókina. Nú er næst að lesa yfir alla þýðinguna og bera hana saman við frumtextann. Er það mikið verk og vandasamt. Er það verk byrjað og setning á því efni hafin. Prentun mun síðar fara fram í Stanborough Press í Englandi. Innsöfnun á öllu landinu er nú komin yfir 4 milljónir (4039.864.00) og er enn búist við einhverju í viðbót. Nýlega fór fram skírn í Reykjavík. Steinbór Þórðarson skírði Maríu Helgadóttur frá Keflavík og tilheyrir hún Keflavíkur- söfnuði. Systurnar í Reykjavík hafa unnið myrkranna milli síðustu vikur. Fyrst var það Flóamarkaður en síöan tóku þær í gegn vistarverur sínar í kjallara kirkjunnar og máluðu í hólf og gólf. 0

x

Bræðrabandið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bræðrabandið
https://timarit.is/publication/698

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.