Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð
i
Ellert Grétarsson
ritstjóri
Þorbjörg E. Jensdóttir
auglýsingastjóri
Frá ritstjóra
Þar sem þetta blað er fyrsta tölublað Bæjarblaðsins á
þessu ári, vil ég fylgja því úr hlaði með nokkrum
orðum.
Þegar Bæjarblaðið hóf göngu sína þann 14. júlí á
síðasta ári, hristu margir höfuðið og sögðu það áræðni
mikla að ráðast í slíka útgáfu. Kannski var þetta áræðni
en það sem máli skipti var það að við höfðum trú á því
sem við vorum að gera. Það sem hins vegar gerði gæfu-
muninn var sá dyggi stuðningshópur auglýsenda sem við
eignuðumst — hópur sem hafði trú á blaðinu og sá sér
hag í að auglýsa í því vegna þess að Bæjarblaðið hefur
boðið uppá mun hagstæðara auglýsingaverð en annars-
staðar. Vil ég nota þetta tækifæri og óska auglýs-
endum árs og friðar með þakklæti fyrir jákvæðar undir-
tektir og viðhorf í garð Bæjarblaðsins.
Nokkrar breytingar hafa orðið hjá blaðinu síðan við
fórum í jólafrí fyrir hálfum mánuði síðan. í fyrsta lagi
hefur ritstjórn þess og afgreiðsla flutt úr Stapaprenti og
er nú með aðsetur sitt á annarri hæð að Hafnargötu 90
(fyrir ofan Dropann). Jafnframt því hefur blaðið fengið
nýtt símanúmer sem er 15747.
í öðru lagi höfum við fengið til starfa Þorbjörgu Jens-
dóttur auglýsingateiknara, sem mun hafa það hlutverk
með höndum að þjóna auglýsendum. Þorbjörg er 23 ára
gömul og hefur síðustu tvö árin lagt stund á nám í aug-
lýsingahönnun í Þýskalandi. Það er okkur sönn ánægja
að fá hana til starfa og geta þar með boðið uppá meiri
fagmennsku við auglýsingagerð.
Ýmsar hugmyndir eru einnig í gangi varðandi efni
blaðsins og verður unnið úr þeim með tíð og tíma þannig
að lesendur blaðsins munu eflaust sjá einhverjar nýjung-
ar í blaðinu á nýja árinu.
Að lokum vil ég ljúka þessum pistli með því að þakka
öllum þeim sem sýnt hafa blaðinu áhuga og jákvæðan
hug og lagt hönd á plóginn við útgáfu þess.
Með bestu nýjárskveðjum
Ellert Grétarsson
ritstjóri.
Þessar bráðduglegu stúlkur efndu á dögunum til hlutaveltu og söfnuðu 1000 krónum
til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þær heita talið frá vinstri. Guðbjörg Sigur-
jónsdóttir, Hildur Guðjónsdóttir, Helga Ágústa Eggertsdóttir og Stefanía Bonný
Lúðvíksdóttir.
Maður ársins
1989
B æjarblaðið hefur ákveðið að gefa lesendum kost
á að velja Mann ársins 1989, ef undirtektir verða
góðar.
Valið fer þannig fram að lesendur fylla út með-
fylgjandi miða eða senda inn samsvarandi útfylling-
arform til okkar þar sem Maður ársins er tilnefndur
og jafnframt tilgreint hvers vegna hann skuli valinn
Maður ársins 1989. Valið er að sjálfsögðu eingöngu
bundið við Suðurnesjafólk sem hefur látið til sín
taka á ýmsum sviðum, hvort sem um er að ræða í
íþróttum, athafnalífi, menningum og listum eða ein-
hverjum öðrum sviðum á árinu 1989.
Skilafrestur er til 19. janúar næstkomandi. Við
vonum að undirtektir ykkar lesenda verði góðar svo
valið geti farið fram og viljum við því eindregið
hvetja ykkur til að taka þátt í þessu með okkur.
---------------------
ÚTFYLLINGARSEÐILL
Maður ársins 1989
Nafn:___________
Ástæðafyrirvali:
Sendist í lokuðu umslagi til:
Bæjarblaðið
Hafnargöt 90 II hæð.
230 Keflavík.
IÐNAÐARHÚSNÆÐI
Til leigu iðnaóar-
húsnæði, hentar fyrir
skrifstofur, lager eða
léttan iðnað
Upplýsingar í síma 14980.
BÆJARBLAÐIÐ Útgefandi: Stapaprent hf. • Afgreiðsla ritstjórn og auglýsingar: Hafnargötu 90II hæð, Sími 15747 • Ritstjóri: Ellert Grétarsson (heimasími 13680) • Auglýsingastjóri: Þorbjörg E. Jensdóttir • Umsjón íþróttafrétta: Kristbjörn Albertsson og Ellert Grétarsson • Upplag: 5000eintök, sem dreift er ókeypis um öll Suðurnes • Setning, umbrot og prentun: Stapaprent hf., Brekkustíg 39, Njarðvik, Sími 14388, Telefaxnúmer 15266.’