Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 4
4 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð
Húsbyggjendur
Húseigendur
Tökum aö okkur nýsmíöi, viöhald og
breytingar.
Tilboð eöa tímavinna.
Fljót og góö þjónusta.
Þórður Guðmundsson
Húsasmíðameistari - Sími 13658
Gísli Guðfinnsson
Húsasmiður - Sími 13113
Muniö! Bingó í Stapa
á fimmtudagskvöldum
kl. 20.30.
Lionsklúbbur Njarðvíkur
Til leigu
Verslunar-og skrifstofuhúsnæði
Til leigu er 180 fm. bjart og rúmgott hús-
næði á neöri hæö viö Brekkustíg 39 í
Njarðvík. Húsiö er vel staðsett og á lóö-
inni eru góö bílastæði.
Upplýsingar gefur Einar í síma 92-14113
á skrifstofutíma.
Ólafur Þór Eiríksson skrífar:
Vinnugeta allra er á
einhvern hátt skert
Félagsmálastjóri Akur-
eyrar, sagði m.u. á
fundi um atvinnuþátttöku
fatlaðra eftirfarandi:
„Það sem við erum að
fara fram á við atvinnu-
rekendur er í raun og veru
ekki að þeir aumki sig yfir
fatlaða, að þeir vinni eitt-
hvert gustukaverk, heldur
einungis að þeir séu opnir
fyrir þvi að veita fötluðum
tækifæri til að reyna sig.
Vinnugeta manna er ekki
af því taginu að vera ann-
aðhvort öll eða engin og
ekkert þar á milli. Þvert á
móti er vinnugeta allra
manna á einhvern hátt
skert, það hefur enginn
maður hundrað prósent
vinnugetu til allrar vinnu
og enginn getur unnið öll
störf, og á hinn bóginn
þá eru nánast öngvir nema
þeir sem liggja í kör sem
hafa alls enga vinnugetu
og geta alls ekkert unnið.
Okkar nútíma lifnaðar-
hættir eru kannski ekki
alveg móttækilegir fyrir
þessari staðreynd, en
sveitabúskapurinn hér
fyrrum kunni að nýta sér
alla vinnugetu sem allir
höfðu fram að færa svo
fremi að hún væri einhver.
Því til marks er að þegar
eldri konur ekki dugðu til
neins' ánnars lengur voru
þær látnar tyggja skinn og
gátu gert það jafnvel liggj-
andi, skilst mér.
Það þreytast allir á
gustukaverkum
Þegar við biðjum um
samstarf við vinnuveitend-
ur þá er það samstarf um
að finna þá vinnu sem fatl-
aður maður getur stundað
jafnvel og aðrir, þrátt fyrir
fötlunina. Það þýðir lítið
að finna vinnu sem hann
getur bara stundað lakar
en aðrir út af fötluninni.
Hvorki hann sjálfur né
aðrir, vinnuveitandinn eða
samverkafólk mundu una
því til lengdar að starfs-
„...en það er til
mjög mikils að
vinna ef okkur
tekst að finna fötl-
uðum manni starf
sem hann gestur
stundað sér og
öðrum til ábata“.
maður væri bara i ein-
hverri vinnu sem hann
ekki gæti stundað af því
að hann væri fatlaður.
Það væri gustukaverk og
það þreytast allir til lengd-
ar á gustukaverkum,“
sagði félagsmálastjóri á
Akureyri.
Hann sagði ennfremur
að starfsþjálfun og at-
vinnuleit fyrir fatlaða mið-
aði að því að finna og efla
sterku hliðarnar hjá hin-
um fatlaða og byggja á
þeim, í stað þess að mæna
bara á þær veiku. í þessu
væri fólgið að kenna og
þjálfa einstaklinginn og
telja í hann kjart til að
reyna það sem hann hefði
kannski misst kjarkinn til
að reyna og leita einmitt
þeirrar vinnu sem hentaði
vinnugetu hans. Hann
sagði þetta átak krefjast
samvinnu hins fatlaða,
aðstandenda, vinnuveit-
enda og samstarfsmanna
og einnig vilja til að taka á
erfiðleikum sem upp
kæmu þegar vinna væri
hafin, enda mætti ávallt
búast við einhverjum
erfiðleikum í byrjun.
„Þetta er oft á tíðum
hvorki einfalt verk né létt,
en það er til mjög mikils að
vinna ef okkur tekst að
finna fötluðum manni
starf sem hann getur
stundað sér og öðrum til
ábata, manni sem ella
hefði ævilangt verið
aðgerðarlaus öryrki og oft
á tiðum neikvæður bæði í
sinn garð og annarra, og
þiggjandi opinbera fram-
færslu. Þótt það væri bara
einn sem okkur tækist að
finna slíka vinnu fyrir þá
er óhætt að leggja á sig
töluvert mikla fyrirhöfn ef
bara það tekst“, sagði Jón
Björnsson félagsmála-
stjóri Akureyrarbæjar að
lokum á þessum fundi um
atvinnuþátttöku fatlaðra á
Norðurlandi.
(Byggt á grein í Dcgi Akureyri).
BÆJARBLAÐIÐ
SÍMI15747