Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 11

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 11
BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð 11 Smáauglýsingar íbúð til leigu 2ja-3ja herb. íbúð til leigu. Laus fljótlega. Upplýsingar í símum 15896 og 15209. íbúð óskast Bæjarblaðið óskar eftir að taka litla ein- staklingsíbúð á leigu sem fyrst fyrir starfs- mann blaðsins. Nán- ari upplýsingar í síma 14388. Bæjarblaðið Stapaprent Til sölu Grár Emmaljunga kerruvagn (án burða- rúms). Lítið notaður og vel með farinn. Verð kr. 18.000.-. Upplýsingar í síma 11714. íbúð til leigu 2ja herbergja íbúð á góðum stað í Kefla— vík til leigu. Laus strax. Upplýsingar í sima 15057 á kvöldin. Sigurður Ingimundarson hefur lengi verið ein af drif- fjöðrum ÍBK liðsins í Úrvalsdeildir.ni. Hér er Sigurður að taka víti, en hann gerði 30 stig gegn ÍR. Ljósm.: ELG ÍBK á sigurbraut Asunnudagskvöld léku Keflvíkingar við ÍR- inga í Keflavík. Það er fátt um þennan leik að segja. Það var aðeins á fyrstu mín. leiksins sem ÍR-ingar héldu í við Keflvíkinga. Um miðjan fyrri hálfleik náðu Keflvíkingar góðri forystu og leiddu í leikhléi með 14 stigum 53-39. ÍR-ingar sáu aldrei til sólar í síðari hálfleik. Spurningin var aðeins hversu mikill munurinnn yrði. Keflvíkingar voru betri á öllum sviðum körfuknattleiks og sigruðu 121-87. Ekki er gott að dæma Keflavíkurliðið af þessum leik. Til þess var mótstað- an alltof lítil. Þó er greini- legt að jólafríið hefur ekki haft slæm áhrif á liðið. Það er því miður alltof al- gengt að lið hafa hvílt sig um of og virkað þungt í fyrstu leikjunum eftir frí. Flestir í liðinu áttu góðan dag og allir fengu að spila. Bestir voru þeir Sigurður (30 stig), Guðjón (37 stig), Magnús (15 stig) og Sandy sem tók fjölda frákasta og átti sendingar sem gáfu körfur. Hjá ÍR-ingum var með- almennskan allsráðandi. Helst voru það Björn Steffenssen og Jóhannes sem reyndu að klóra í bakkann. Dómarar voru þeir Jón Otti Ólafsson og Guð- mundur Stefán Maríusson og áttu þeir náðugan dag. Viltu vera með......? HAPPDRÆTTI S.Í.B.S. HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings HELGIHÓLM UMBOÐSSKRIFSTOFA Hafnargötu 79 - 230 Keflavik Sími 92-15660 Fyrsta opna Pool mót Knatt- borðsstofu Suðurnesja verður haldið laugardaginn 12. jan. kl. 10.00. Skráningu lýkur föstudag- inn 11. jan. kl. 22.00. ATH ATH ATH ATH ATH ATH ATH ATH ATH Sjö Pool-borð, sjö snókerboró af vönduðustu gerð. Leiðsögn á staðnum fyrir byrjeridur. 60“ sjónvarpsskermir — næg sæti fyrir alla. Beinar útsendingar af íþróttaviöburðum erlendis — einnig snóker myndbönd á staðnum. Knattborðsstofa Suðurnesja

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.