Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 12
12 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð
Úr leik ÍBK og Þróttar. Eva Sigurðardóttir fær óblíðar móttökur hjá vörn Þróttar.
Handknattleikur:
Léttur sigur ÍBK-stúlkna
Kvennalið ÍBK í 2.
deild tók á móti Þrótti
síðastliðið fimmtudags-
kvöld og er skemmst frá
því að segja að ÍBK-stúlk-
urnar sigruðu með yfir-
burðum, 28-12.
Staðan í leikhléi var
14-7, ÍBK og eftir það
var sigri þeirra aldrei
ógnað. Þær juku forskot-
ið jafnt og þétt og höfðu
leikinn algjörlega í hönd-
um sér. Til dæmis fengu
þær ekki á sig mark
síðustu 13 mínúturnar en
þá var leikur gestanna
hvorki fugl né fiskur.
Harpa Magnúsdóttir,
Brynja Thors og Eva Sig-
urðardóttir fóru hamför-
um í leiknum. Harpa gerði
9 mörk, Brynja 8 og Eva 7.
Tilkoma Hörpu og Evu í
ÍBK-liðið hefur greinilega
styrkt það til muna.
Snóker:
Jón Óli
náði
lang-
þráðum
árangri
J ón Ólafur Jónsson náði
í fyrsta skipti að sigra
snókermót á ferli sínum
sem snókerspilari, er hann
sigraði Haustmót Knatt-
borðsstofu Suðurnesja
sem fram fór á dögunum.
Jón Óli hefur verið einn af
sterkustu spilurunum á
Knattborðsstofunni og á
iðulega sæti í sextán, átta
eða fjögurra manna úrslit-
um móta sem þar eru hald-
in.
Jón Óli keppti um fyrsta
sætið við Grím Sigfússon
Jón Ólafur Jónsson, sigurvegari Haustmóts Knatt-
borðsstofunar.
sem sigraði fyrsta Bæjar-
blaðsmótið er haldið var í
byrjun hausts. Viðureign
þeirra var geysihörð en á
endanum náði Jón Óli að
sigra með þrjá unna leiki
gegn tveimur.
Annars urðu úrslit
mótsins sem hér segir:
1. Jón Ólafur Jónsson,
2. Grímur Sigfússon, 3.
Kristbjörn Albertsson, 4.
Adam Ingason.
í 5.-8. sæti urðu
Magnús Daði Magnússon,
Marinó Már Magnússon,
Ingimundur Magnússon
og Sigvaldi Lárusson.
Handknattleikur:
Hörkuleikur í
Keflavík
— þegar ÍBK tók á móti
Selfyssingum
I^BK tók á móti Selfyss-
ingum í 2. deild karla í
handknattleik síðastliðið
fimmtudagskvöld og þrátt
fyrir mikinn baráttuhug
tókst þeim ekki að leggja
andstæðinga sína að velli,
en þó munaði minnstu að
heimamenn næðu að
knýja fram jafntefli á
lokasekúndum leiksins er
Högni Júlíusson stökk inn
úr horninu í góðu færi.
Leikmenn vildu meina að
varnarmaður Selfyssinga
hefði brotið á Högna, en
dómarinn sá hins vegar
ekkert athugavert og gest-
irnir fóru heim með sigur-
inn.
Heimamenn byrjuðu
leikinn vel og komust
fljótt í 3-0. Gestirnir tóku
sig á og komust í 4-3 eftir
nokkurra mínútna leik.
Þeir voru sterkir í vörninni
og fengu nokkuð mörg
hraðaupphlaup eftir að
hafa brotið sóknir heima-
manna á bak aftur. Sel-
fyssingar juku forskotið
jafnt og þétt og héldu 6-7
marka forskoti til leikhlés
en þá var staðan orðin
16-9.
ÍBK-strákarnir komu til
síðari hálfleiks mun
ákveðnari og náðu að
minnka forskotið. Fátt
markvert gerðist í siðari
hluta leiksins þar til á
síðustu mínútunum. For-
skot Selfyssinga var
3-4 mörk framan af, en er
7 mínútur voru til leiks-
loka minnkaði Gísli Jó-
hannsson muninn niður í
tvö mörk með glæsilegu
skoti í mark andstæðing-
anna, og var þá staðan
orðin 22-20. Keflvíkingar
lögðu nú allt kapp á að
jafna og komust í 24-23 er
40 sekúndur voru til loka
leiksins. Þeir áttu boltann
og hófu sókn, en þá gerð-
ist umrætt atvik er Högni
Júlíusson komst í færi.
Kristinn Óskarsson átti
góðan leik fyrir Keflvík-
inga og braust oft snilldar-
lega í gegnum vörn gest-
anna. Eins átti horna-
maðurinn sterki, Högni
Júlíusson oft góða spretti.
Pétur Magnússon stóð sig
einnig vel í marki Keflvík-
inga.