Bæjarblaðið - 10.01.1990, Side 9

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Side 9
Frá NFS: BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð ■ jypi Kennararnir Borgþór og Sara sýndu nemendum ku áttu sína í Lambada dansinum kunna og skiluðu ágætlega frá sér.... í“;e»*/eS; barsí frj wv) ^söu^;zfð°‘ð Utskriftarkórinn tók lagið svo undir tók. Sumir tóku söngnum alvarlega, aðrir ekki.... Hrccringur Á hvaða bíl... Eins og mörgum er kunnugt, hafa dómarar í íþróttaleikjum hér suður með sjó kvartað undan því að bílar þeirra hafi orðið fyrir barðinu á skapheitum áhorfend- um sem hafa látið óánægju sína í ljós með dómgæsluna á þann háttinn að skemma bíla dómaranna. Og nú er ekki lengur kallað „Útaf með dómarann“ frá áhorfendapöllunum eins og glögglega kom í ljós á einum íþróttaleiknum sem fram fór í íþrótta- húsi Keflavíkur i síðustu viku. Þegar leikurinn stóð sem hæst vildu sumir ekki una dóm- gæslunni og heyrðist þá kallað frá áhorfenda- pallinum „Á hvaða bíl ertu dómari“!? Út á miðnætti.. Samkeppnin á veitinga- húsamarkaði Suður- nesjamanna er orðin geysihörð um þessar mundir og til að laða að sem flesta gesti bjóða veitingahúsin fólki uppá ýmislegt. Eitt þeirra auglýsti á dögunum um frítt inn milli klukk- an 23 og miðnættis á föstudagskvöldi. Á föstudeginum hringir maður til viðkomandi veitingahúss og spurði hvort það yrði frítt inn frá klukkan 11-12 þá um kvöldið. Honum var svarað að það væri rétt. ,,Og hvað“, spurði maðurinn. „Ámaður þá að fara út á miðnætti og borga sig inn“? Krókódíll á bar. Sagan hér að ofan er m0é * sönn og fyrst við erum að tala um veitingahús er ekki úr vegi að láta eina veitingahúsaskrítlu flakka. Maður nokkur kom inn á barinn í Edenborg með ansi mikinn og ill- úðlegan krókódíl í bandi. „Hvernig er það“, spurði hann barþjóninn, „sörverið þið ekki þing- menn hérna“? „Ha, jú jú“, svaraði barþjónninn í flýti og leit óttasleginn á krókó- dílinn. „Fínt, láttu mig fá einn tvöfaldan viskí og komdu með þingmann handa honum Kalla hérna“! Á Guðbjörg Bæj- arblaðið? Fyrir nokkrum mánuð- um skýrðum við frá þvi að Guðbjörg Guð- Hinir annáluðu töffarar, hjartaknúsarar og draumaprinsar allra alvarlega hugsandi kvenna, Einvarður Jóhannsson og Kristinn Óskarsson. Munið! breytt símanúmer Bæjarblaðsins - 15747 * Nýjar myndir í hverri viku * Myndbandstæki til leigu * Mikiö úrval efnis við allra hœfi Síðasta skóladaginn var haldið pulsupartí hjá henni Möttu í mötu- neytinu og hér eru nokkrir FS-ingar að gæða sér á veitingunum. Elínborg er líklega að syngja eitthvað með Billy Idol ef dæma má af svip hennar og er stólfótur eins góður og hver annar hljóðnemi. Þóra og Halla fylgjast kankvísar með tilburðum vinkonu sinnar. Hafnargötu 34 Sími 13006 mundsdóttir, Ungfrú Suðurnes 1987, hefði verið ráðin innheimtu- stjóri fyrir Stapaprent og Bæjarblaðið. Fréttin birtist undir fyrirsögn- inni Guðbjörg á Bæjar- blaðið. Eftir að fréttin birtist var Guðbjörg spurð að því af fjölda fólks hvernig það væri að eiga blað. Þannig má einnig lesa úr fyrirsögninni Krókó- díll á bar í stað þess að krókódíll hefði verið staddur á bar, en hingað til hefur ekki verið vitað til þess að krókódílar færu útí veitingahúsa- rekstur....(hvað þá að þeir stundi barina). Barist til þrautar. Keppnisandi íþrótta- manna getur oft verið slíkur að þeir gefast ekki upp fyrr en í fulla hnef- an eins og kom í ljós á hinu árlega jólamóti Knattborðsstofu Suður- nesja sem skýrt er frá hér í blaðinu. í úrslitaviðureign þeirra Óskars Kristins- sonar og Barkar Birgis- sonar hafði Börkur náð mjög góðri stöðu í einum leiknum og hafði m.a. gert 54 stig í ,,stuði“. Börkur var kominn með yfirburða- stöðu þegar aðeins örfá- ar kúlur voru eftir á borðinu Og hefði þurft kraftaverk til að Óskar ynni leikinn. Börkur gerði sig tilbúinn til að tína kúlurnar upp úr vösum snókerborðsins og hefja nýjan leik. Þá leit Óskar á hann með undrunarsvip og sagði með sinni alkunnu ró og yfirvegun: „Hva, held- urðu að ég fari að gefa þetta í miðjum leik“? Er skemmst frá því að segja að Börkur sigraði leikinn. En það mátti nú reyna.... Hefur þú heyrt? Það er líka útsala hjá okkur á & einnig diskum og kassettum 25-90% afsláttur Ennfremur er 10% afsl. á framköllun út janúar

x

Bæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.