Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 6
6 BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð Um daginn og veginn: Búsetuskilyrði Hitaveitan frestar ákvörðun um gj aldskrárhækkun Eg hef velt því fyrir mér, hvers vegna stjórnend- ur bæjarfélaga gefa jafn lítinn gaum að tekjuháum mönnum, sem eru í ýms- um störfum á Suðurnesj- um og greiða engin gjöld til viðkomandi sveitarfé- laga. Hér vinnur fjöldinn all- ur af betur launuðum aðil- um, sem búa innan Straums, og þó að af og til hafi verið gerðar tilraunir með að auglýsa stöður, með það sjónarmið í huga að viðkomandi sé búsettur á svæðinu er eins og ráða- menn á Suðurnesjum hafi meira traust á mönnum ut- an svæðisins. Það er margsannað að viðkom- andi aðili búsetu hér, og jafnvel alinn upp á svæð- inu, þekkir málin yfirleitt betur frá grunni. Það virð- ist því vera að Suðurnesja- menn hafi óbilandi trú á þessum utanaðkomandi aðilum, og sumir jafnvel talið þá framar í þeim efn- um að bjarga hér fyrir- tækjum, og vinna stór- verk, bara á þeim forsendum einum, að þeir séu aðkomumenn. Það ætti að vera hagur hvers bæjarfélags að menn séu búsettir á svæðinu, og gangi fyrir vinnu á því. Ef það væri gert, fengi bæjar- og sveitarsjóðir þau gjöld, sem greidd eru af tekjum öfluðum hér. Því ættu ráðamenn, sem hér eiga hlut að máli, að gera sér grein fyrir því að þetta er enginn ný hugmynda- fræði, heldur bláköld staðreynd, þó ef til vill beri meira á þessu hér, en úti á landsbyggðinni vegna nálægðar við stór Reykja- víkursvæðið. Ef við lítum í kringum okkur og aðgætum hverjir eru hér í stjórnunar- og þjónustustörfum, og hverjir vinna hér án þess að skilja eftir sig lögboðin gjöld vegna búsetu, væri ef til vill ekki um atvinnu- leysi að ræða. Það ætti því að vera hagur bæjar- og sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum, að þeir teldu það metnað sinn, að gera þeim aðilum fært að búa á svæðinu þar sem þeir kjósa að vinna, að öðrum kosti ættu þeir að sjá sóma sinn í þvi að ráða í stöður hjá því opinbera, fólk sem hér hefur búsetu. Friðrik Georgsson. Astjórnarfundi Hita- veitu Suðurnesja skömmu fyrir áramót voru gjaldskrármálin tekin til umræðu og lagði stjórnarformaður fram bréf frá iðnaðar- ráðuneytinu, þar sem farið var fram á að orkuveitur frestuðu fyr- irhuguðum hækkunum þann 1. janúar. Jafn- framt kom fram að nokkrar orkuveitur hefðu þegar ákveðið að hækka gjaldskrár sínar. Að loknum miklum umræðum var sam- þykkt samhljóða eftir- farandi tillaga frá Karli Steinari Guðnasyni: ,,H.S. hefur, á undanförnum árum hagað gjaldskrá sinni á þann veg að hækka minna en orkufyrirtæki hafa almennt gert. Nú er greinileg þörf á hækkun gjaldskrár, en vegna þeirrar merku tilraunar, sem aðilar vinnumark- aðarins eru nú að gera um lækkun verðlags og vaxta, lækkun verð- bólgu og betra efnahags- legt umhverfi, samþykk- ir stjórn H.S. að fresta ákvörðun um gjald- skrárhækkun, í því skyni að leggja því máli lið“. Rýmingarsala vegna flutninga 10-40% afsláttur af öllum vörum Jakkaföt áður kr. 6.000.- Bat-man úlpur áður kr. 2.895.- DonCanodúnúlpur áður kr. 6.500.- nú kr. 4.800.- nú kr. 2.461.- nú kr. 5.750.- Útsölumarkaðurinn Holtsgötu 52 II hæö Njarðvík

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.