Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 13

Bæjarblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 13
Iþróttir BÆJARBLAÐIÐ — Frjálst og óháð 13 Snóker: Óskar lagði Börk að velli og varð jólameistari í þriðja sinn Oskar Kristinsson lauk gamla árinu vel með því að sigra hið árlega jólamót Knattborðsstofu Suðurnesja og er það í þriðja sinn sem hann sigr- ar þetta mót. Urslitin voru spiluð á gamlársdag og keppti Óskar við Börk Birgisson um fyrsta sætið. Óskar mætti Ellerti Grét- arssyni í 8 manna úrslitun- um og sigraði 3-0 og í fjög- urra manna úrslitum sigr- aði hann Geir Sigurðsson 4-1. Rúmlega 40 keppendur mættu til leiks að þessu sinni og voru það menn úr öllum flokkum. Mörg úr- slit í riðlunum urðu nokk- uð óvænt en í riðlakeppn- inni var leikið um tvo ramma og var gefin for- gjöf. Þá voru einnig veitt aukaverðlaun fyrir hæsta skor í hverjum flokki og í meistaraflokki varð Börk- ur hæstur með 97 sem er stórgóður árangur. Börk- ur hefði vel getað komist yfir hundrað, það sem all- ar lituðu kúlurnar voru á blett eftir að þær rauðu voru komnar niður, og því blasti við Berki góður möguleiki á hreinsun. Honum mistókst hins veg- ar er hann skaut gulu kúl- unni ofan í og skildi ball- ann eftir fyrir aftan brúnu kúluna með snóker á þá grænu. Börkur var í mjög góðu formi á þessu móti og voru margir búnir að spá hon- um sigri í úrslitaviðureign- inni á móti Óskari. Hann byrjaði vel og sigraði tvo fyrstu leikina nokkuð örugglega, en þá virtist leikur hans detta niður og Óskar sótti á. Viðureign þeirra endaði síðan 4-3 Óskari í vil. Annars urðu úrslit mótsins þessi: 1. Óskar Kristinsson, 2. Börkur Birgisson. 3. Adam Ingason. 4. Geir Sigurðsson. Hæsta skor: M.fl. Börkur Birgisson 97, 1. fl. Guðbjörn Gunnars- Körfuknattleikur: Reynismenn sigruðu Valsmenn Reynismenn hafa ekki átt velgengni að fagna í úrvalsdeildinni í vetur en á sunnudaginn blés byr- lega fyrir þeim, því þeir sendu Valsmenn heim með tapaðan leik, eftir leik lið- anna í Sandgerði á sunnu- daginn. Eftir að staðan í leikhléi hafði verið 48-43, heima- mönnum í hag, náðu þeir að sigra með tólf stiga mun í leikslok. Jafnræði hélst á með liðunum allan síðari hálfleikinn, en undir lokin er staðan var 74-69 fyrir Reyni, færðust þeir heldur betur í aukana og skoruðu tíu stig í röð, Valsmönnum til mikillar hrellingar. Eftir það áttu Valsmenn litla möguleika og lokatölur urðu 95-83. David Grissom var stigahæstur Reynismanna með 47 stig. son 47, 2. fl. Pétur Jóns- son og Sigurður Kr. Sig- urðsson 32, 3. fl. Ingiberg Þeir efstu á jólamótinu. Fremst er Adam Ingason (3), Þ. Kristjánsson 20. Börkur Birgisson (2), Óskar Kristinsson (1). Nú taka vélarnar við Greiðsla skilagjalds fyrir einnota drykkjar- umbúðir verður að Iðavöllum 9b til föstu- dagsins 12. jan. n.k. Opið frá kl. 13-17. Eftir þann tíma munu vélarnar taká við, sem staðsettar eru í Samkaup og Hagkaup.

x

Bæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið
https://timarit.is/publication/975

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.